92. fundur 05. nóvember 2020 kl. 09:00 - 10:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Esther Sigurpálsdóttir aðalmaður
  • Anton Kári Halldórsson formaður
  • Lilja Einarsdóttir aðalmaður
  • Anna Runólfsdóttir aðalmaður
  • Þórir Már Ólafsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðmundur Úlfar Gíslason skipulagsfulltrúi
  • Ólafur Rúnarsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Guðmundur Úlfar Gíslason Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Miðbær; deiliskipulag; endurskoðun

1511092

Gerðar hafa verið breytingar á tillögunni til þess að bregðast við athugasemdum Skipulagsstofnunar. Búið er ma. að bæta við kafla um áhrif tillögunnar og einstakra kafla hennar á umhverfið. Einnig voru skilmálar fyrir lóðir við Höfðaveg, sem möguleiki er á að sameina, lagfærðir. Skipulagsnefnd vill koma því á framfæri að nöfnin Höfðavegur og Sóleyjargata eru vinnuheiti. Skipulagsnefnd leggur til að óskað verði eftir tillögum meðal íbúa að endanlegum nöfnum á götunum. Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

2.Deiliskipulag - Lambalækur, íbúðarhúsalóðir

1907095

Tillagan var auglýst frá 2. september 2020 með athugasemdarfresti til 14. október 2020. Einnig var tillagan send til umsagnaraðila. Athugasemdir komu fram á auglýsingartíma. Í umsögn Minjastofnunar Íslands kemur fram að gera þurfi könnunarskurði áður en framkvæmdir eru hafnar innan þeirra byggingarreita þar sem fornleifar eru staðsettar. Búið er að bregðast við athugasemdum Minjastofnunar í greinargerð deiliskipulagsins. Skipulagsnefnd hefur farið yfir athugasemdinrnar og verða viðbrögð og svör við athugasemdum send á viðkomandi. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Landskipti; Sléttuból

2004057

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu.

4.Deiliskipulag; Ormsvöllur, breyting

2008016

Tillagan var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 12/2010. Engar athugasemdur bárust innan athugasemdarfrests grenndarkynningar. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskiplagsbreytingin verði samþykkt, að samþykkt tillaga verði send á Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

5.Landskipti; Uppsalir

2010014

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfangið á hinni nýju spildu.

6.Landskipti; Eyvindarmúli vestri

2010033

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðföngin á hinum nýju spildum.

7.Landskipti; Uppsalir

2010083

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfangið á hinni nýju spildu.

8.Landskipti; Steinmóðarbær 5

2010086

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðföngin á hinum nýju spildum.

9.Deiliskipulag - Kirkjulækjarkot

2010089

Í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024 er gert ráð fyrir lágreistri byggð með allt að 15-20 íbúðalóðum á landnotkunarreit ÍB-326, Kirkjulækjarkot. Fyrirhugað deiliskipulag er innan fyrrgreinds landnotkunarreits. Skipulagsnefnd samþykkir framkomna tillögu og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

10.Landskipti; Ráðagerði

2010091

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðföngin á hinum nýju lóðum.

11.Landskipti; Eyvindarmúli lóð

2010092

Sklipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðföngin á hinum nýju spildum.

12.Landskipti; Eyvindarmúli eystri

2010093

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og samruna spildunnar við Eyvindarmúla vestri.

13.Deiliskipulag - Kirkjuhvoll og Heilsugæslan Hvolsvelli

1903206

Skipulagsnefnd samþykkir framkomna skipulagstillögu og greinargerð. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan ásamt greinargerð verði samþykkt og auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundi slitið - kl. 10:15.