92. fundur 05. nóvember 2020 kl. 09:00 - 10:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Esther Sigurpálsdóttir aðalmaður
  • Anton Kári Halldórsson formaður
  • Lilja Einarsdóttir aðalmaður
  • Anna Runólfsdóttir aðalmaður
  • Þórir Már Ólafsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðmundur Úlfar Gíslason skipulagsfulltrúi
  • Ólafur Rúnarsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Guðmundur Úlfar Gíslason Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Miðbær; deiliskipulag; endurskoðun

1511092

Rangárþing eystra hefur verið að vinna að endurskoðun miðbæjarskipulagsins á Hvolsvelli. Meginmarkmið við endurskoðun deiliskipulagsins er að skilgreina lóðir og byggingarmöguleika fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi og íbúðir í miðbæ sem gegna munu mikilvægu hlutverki í þéttbýlinu á Hvolsvelli og sveitarfélaginu öllu. Endurgerð og breytingar á vegyfirborði þjóðvegar nr. 1 þar sem hann fer um þéttbýli Hvolsvallar er hluti deiliskipulagsáætlunarinnar. Gert er ráð fyrir breytingum á yfirborði vegarins og öðrum aðgerðum til að auka umferðaröryggi, draga úr umferðarhraða og gera veginn að bæjargötu. Hugað verður að bættum göngutengingum frá miðbæjarsvæðinu að öðrum hlutum þéttbýlisins.
Gerðar hafa verið breytingar á tillögunni til þess að bregðast við athugasemdum Skipulagsstofnunar. Búið er ma. að bæta við kafla um áhrif tillögunnar og einstakra kafla hennar á umhverfið. Einnig voru skilmálar fyrir lóðir við Höfðaveg, sem möguleiki er á að sameina, lagfærðir. Skipulagsnefnd vill koma því á framfæri að nöfnin Höfðavegur og Sóleyjargata eru vinnuheiti. Skipulagsnefnd leggur til að óskað verði eftir tillögum meðal íbúa að endanlegum nöfnum á götunum. Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

2.Deiliskipulag - Lambalækur, íbúðarhúsalóðir

1907095

Brynjólfur Bjarnason óskar eftir heimild til breytingar á núgildandi deiliskipulagi í landi Lambalækjar í Fljótshlíð. Í breytingartillögunni verður gert ráð fyrir því að frístundabyggð verði breytt í íbúðarbyggð.
Tillagan var auglýst frá 2. september 2020 með athugasemdarfresti til 14. október 2020. Einnig var tillagan send til umsagnaraðila. Athugasemdir komu fram á auglýsingartíma. Í umsögn Minjastofnunar Íslands kemur fram að gera þurfi könnunarskurði áður en framkvæmdir eru hafnar innan þeirra byggingarreita þar sem fornleifar eru staðsettar. Búið er að bregðast við athugasemdum Minjastofnunar í greinargerð deiliskipulagsins. Skipulagsnefnd hefur farið yfir athugasemdinrnar og verða viðbrögð og svör við athugasemdum send á viðkomandi. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Landskipti; Sléttuból

2004057

Direkta lögfræðiþjónusta, fh. Vegagerðarinnar óskar eftir því að skipta 90 m2 lóð út úr Sléttuból land L163919 undir nýtt vegsvæði. Hin nýja lóð mun fá staðfangið Sléttuból vegsvæði 1b.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu.

4.Deiliskipulag; Ormsvöllur, breyting

2008016

F.h. Rikiseigna óska Lögreglustjórinn á Suðurlandi og Brunavarnir Rangárvallasýslu eftir því að gerð verði breyting á deiliskipulagi við Ormsvöll þannig að lóðirnar Hlíðarvegur 16 og Ormsvöllur 14 verði sameinaðar í eina lóð, Hlíðarveg 16.
Tillagan var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 12/2010. Engar athugasemdur bárust innan athugasemdarfrests grenndarkynningar. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskiplagsbreytingin verði samþykkt, að samþykkt tillaga verði send á Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

5.Landskipti; Uppsalir

2010014

Kolbeinn Ísólfsson óskar eftir því að skipta 30.478,9 m2 spildu út úr Uppsölum L164200 skv. uppdrætti unnum af Verkfræðistofunni EFLU dags. 1.10.2020. Hin nýja spilda mun fá staðfangið Uppsalir 3.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfangið á hinni nýju spildu.

6.Landskipti; Eyvindarmúli vestri

2010033

Fh. landeigenda óskar Dagrún Þórðardóttir eftir því að skipta út 6 spildum út úr Eyvindarmúla vestri L224447 skv. meðfylgjandi uppddáttum unnum af Landnot ehf, dags. 8.10.2020. Hinar nýju spidlur eru Bitá 2 stærð 33755 m2, Bugða stærð 28946 m2, Kálfá stærð 2 4809 m2, Háeyri stærð 43610 m2, Lækjarbakki stærð 23898 m2 og Eyvindarmúli V1 stærð 2,01 ha sem er millispilda og á að sameinast Eyvindarmúla eystri L164003.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðföngin á hinum nýju spildum.

7.Landskipti; Uppsalir

2010083

Ísólfur Gylfi Pálmason óskar eftir því að skipta 20 ha spildu út úr Uppsölum L164200 skv. uppdrætti unnum af Verkfræðistofunni EFLU dags. 21.10.2020. Hin ný stofnaða spilda mun fá staðfangið Kringlumýri.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfangið á hinni nýju spildu.

8.Landskipti; Steinmóðarbær 5

2010086

Markús Ómar Sigurðsson óskar eftir því að skipta tveimur spildum út úr Steinmóðarbæ 5 L228222 skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Landnot ehf, dags. 26.10.2020. Hinar nýstofnuðu spildur eru Hólmabakki 2 stærð 97698 m2 og Hólmagarður stærð 101643 m2.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðföngin á hinum nýju spildum.

9.Deiliskipulag - Kirkjulækjarkot

2010089

Már Guðnason fh. Litlaholts ehf óskar eftir því að fá að gera deiliskipulag í landi Kirkjulækjarkots 1 L164034. Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir tveimur íbúðalóðum. Á hvorri lóð er gert ráð fyrir íbúðarhúsi og bílskúr, allt að 250 m2 að stærð.
Í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024 er gert ráð fyrir lágreistri byggð með allt að 15-20 íbúðalóðum á landnotkunarreit ÍB-326, Kirkjulækjarkot. Fyrirhugað deiliskipulag er innan fyrrgreinds landnotkunarreits. Skipulagsnefnd samþykkir framkomna tillögu og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

10.Landskipti; Ráðagerði

2010091

Svanur S. Lárusson óskar eftir því að skipta tveimur lóðum út úr Ráðagerði L224947 skv. lóðablöðum unnum af Landhönnun slf, dags. 27.10.2020. Lóðablöðin byggja á deiliskipulagi sem var samþykkt í sveitarstjórn 14. mars 2019. Hinar nýju lóðir munu fá staðföngin Ráðagerði 7, stærð 10358 m2 og Ráðagerði 8, stærð 14938 m2.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðföngin á hinum nýju lóðum.

11.Landskipti; Eyvindarmúli lóð

2010092

Fh. landeigenda óskar Dagrún Þórðardóttir eftir því að skipta 4 spildum út úr Eyvindarmúla lóð L186167 skv. meðfylgjandu uppdrætti unnum af Landnot ehf, dags. 27.9.2020. Hinar nýju lóðir eru Bitá 1 stærð 6784 m2, Skriða stærð 7044 m2, Kalfá 1 stærð 6784 m2 og Eyvindarmúli gamli vegur stærð 4432 m2. Eyvindarmúli gamli vegur er millispilda og mun sameinast Eyvindarmúla vestri L224447.
Sklipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðföngin á hinum nýju spildum.

12.Landskipti; Eyvindarmúli eystri

2010093

Fh. landeigenda óskar Dagrún Þórðardóttir eftir því að skipta 56,1 ha spildu út úr Eyvindarmúla eystri L164003 skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Landnot ehf, dags. 27.9.2020. Hin nýja spilda mun fá staðfangið Eyvindarmúli E og er millispilda sem mun renna inn í Eyvindarmúla vestri L224447.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og samruna spildunnar við Eyvindarmúla vestri.

13.Deiliskipulag - Kirkjuhvoll og Heilsugæslan Hvolsvelli

1903206

Deiliskipulagstillagan tekur til allt að 2.300 m2 stækkunar á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli. Gert er ráð fyrir stækkun á Heilsugæslustöðinni um allt að 500 m2 og allt að 23 íbúðum fyrir 60 ára og eldri. Íbúðirnar verða í raðhúsum og parhúsum á einni hæð og er gert ráð fyrir að hluti þeirra verði með bílskúr.
Skipulagsnefnd samþykkir framkomna skipulagstillögu og greinargerð. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan ásamt greinargerð verði samþykkt og auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundi slitið - kl. 10:15.