36. fundur 07. október 2020 kl. 14:00 - 16:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Friðrik Erlingsson
  • Harpa Mjöll Kjartansdóttir formaður
  • Guri Hilstad Ólason varaformaður
  • Lea Birna Lárusdóttir
  • Magnús Benonýsson
Starfsmenn
  • Árný Lára Karvelsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Árný Lára Karvelsdóttir Markaðs- og kynningarfulltrúi
Dagskrá

1.Menningarsjóður - haustúthlutun 2020

2008011

Menningarnefnd Rangárþings eystra leggur til að eftirfarandi umsóknir verði styrktar í gegnum Menningarsjóð Rangárþings eystra.
Braggi dagsins ljósmyndabók - Eiríkur Stefán Eiríksson
Menningarnefnd samþykkir að styrkja bókina um 150.000 kr.-
Stóra-Borg, staður mannlífs og menningar - Þórður Tómasson
Menningarnefnd samþykkir að styrkja bókina um 500.000 kr.-

Menningarnefnd ákveður að fresta afgreiðslu einnar umsóknar þar til fylgigögn hafa borist.

2.Kjötsúpuhátíð 2020

1911029

Umræður fóru fram um Kjötsúpuhátíð 2021.

Formaður hefur kynnt sér hvernig undirbúningur tveggja annarra hátíða hefur farið fram, hátíðir þar sem íbúar eru með súpukvöld, varðandi aðkomu sveitarfélagsins að súpuröltinu. Ljóst er að Rangárþing eystra hefur styrkt þennan hluta hátíðarinnar rausnarlega m.a. með súpuílátum, skeiðum og markaðssetningu á viðburðinum.
Menningarnefnd vill funda með framleiðendum/smásöluaðilum sem gætu jafnvel verið stuðningsaðilar við íbúa sem vilja vera með súpu. Menningarnefnd hvetur aðila sem vilja taka þátt í hátíðinni, hvort sem er með beinni aðkomu eða styrkjum, að setja sig í samband við Markaðs- og kynningarfulltrúa.

Menningarnefnd er bjartsýn og vonar að hægt verði að halda Kjötsúpuhátíð að ári.3.Nínulundur

1811033

Á 245. fundi sveitarstjórnar, 13.12.18 var eftirfarandi bókun gerð við bókun Menningarnefndar varðandi Nínulund: ,,Sveitarstjórn tekur vel í erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna að framkvæmd málsins.“

Menningarnefnd leggur því til að eftirfarandi verkáætlun verði sett í gang:
2020 - 2021 > Hafist handa við skipulagningu, hönnun grindverks og umhverfis. Byrjað að hanna og smíða nýjar brýr, útbúa skilti og fjarlægja tré. Vinna skipulag fyrir gróður og gróðursetningu.

2021 > Brýr settar upp, skilti komið fyrir, göngustígur lagaður og gerður aðgengilegur, nýjum trjám og plöntum plantað, steinhleðsla hreinsuð og löguð.

2022 > Aðrar framkvæmdir sem ekki náðist að klára sumarið 2021. Svo almennt sumar viðhald.


4.Afsteypa af höggmynd Nínu Sæmundsson Waldorf Astoria.

1707061

Rætt um stöðu mála.

Menningarnefnd hefur fullan skilning á að í núverandi ástandi sé þetta verkefni ekki ofarlega á framkvæmdalista sveitarstjórnar. Engu að síður væri gott að fá svar frá sveitarstjórn um afstöðu hennar til verkefnisins og hvort vilji sé fyrir hendi að halda verkefninu lifandi þar til svigrúm verður til framkvæmda.

5.Menningarnefnd; önnur mál

2005006

Menningarnefnd felur Markaðs- og kynningarfulltrúa að senda inn tilnefningar til Hvatningarverðlauna SASS 2020.

Fundi slitið - kl. 16:00.