189. fundur 27. febrúar 2020 kl. 08:15 - 10:55 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Elín Fríða Sigurðardóttir formaður
  • Christiane L. Bahner
  • Lilja Einarsdóttir varamaður
  • Guðmundur Jón Viðarsson varamaður
  • Rafn Bergsson sveitarstjórnarmaður
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
  • Guri Hilstad Ólason
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Anton Kári Halldórsson Sveitarstjóri
Dagskrá

1.RR ráðgjöf; sameining sveitarfélaga

2002058

Ráðgjafar verkefnahóps um könnun á kostum og göllum sameiningar sveitarfélaga komu og kynntu verkefnið og tímaáætlun þess.
Fulltrúar sveitarstjórnar fóru yfir áhersluatriði Rangárþings eystra í umræddri vinnu.
Fulltrúar Rangárþings eystra í verkefnahópnum eru Anton Kári Halldórsson, Lilja Einarsdóttir og christiane L. Bahner.
Guðmundur Viðarsson, Rafn Bergsson og Guri Hilstad Olason yfirgefa fund eftir lið 1.

2.Björgunarsveit Landeyja ósk um styrk v. fasteignagjalda.

2002054

Byggðarráð samþykkir styrkveitingu til björgunarsveitar Landeyja á móti fasteignagjöldum.
Samþykkt samhljóða.

3.Ósk um styrk vegna kaupa á búnaði til bogfimi iðkunar

2002040

Byggðarráð frestar afgreiðslu erindisins og óskar eftir upplýsingum um stefnu félagsins í æskulýðsstarfi, enda hefur sveitarfélagið verið að styrkja æskulýðsstarf í öðrum íþróttafélögum.
Einnig vísar Byggðarráð erindinu til umfjöllunar í Heilsu- íþrótta- og æskulýðsnefnd.
Samþykkt samhljóða.

4.554. fundur stjórnar SASS; 7.02.2020

2002050

Fundargerð samþykkt.

5.Menningarnefnd - 32

2002005F

Byggðarráð staðfestir fundargerð 32. fundar Menningarnefndar.
Samþykkt samhljóða.
  • Menningarnefnd - 32 Auglýst hefur verið eftir umsóknum úr menningarsjóði Rangárþings eystra fyrir vorúthlutun 2020.
    Menningarnefnd hvetur sem flesta til að sækja um.
    Umsóknafrestur er til 15. mars 2020.
  • Menningarnefnd - 32 Kjötsúpuhátíðin rædd og sett upp drög að dagskrá fyrir 2020. Hátíðin verður 28-30 ágúst 2020.
    Stefnt er að hafa dagskrá tilbúna fyrir lok maí 2020.
    Lögð var áhersla á að Kjötsúpuhátíðin er fjölskylduhátíð.

6.Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 46

2001003F

Byggðarráð lýsir yfir ánægju með læsistefnu sveitarfélagsins.
Byggðarráð staðfestir fundargerð 46. fundar fræðslunefndar grunnskóla- og leikskóla.
Samþykkt samhljóða.
  • Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 46 Lestrarstefna er samþykkt með eftirfarandi breytingum:
    Í inngangi bætist við eftirfarandi eftir fyrstu setningu í fyrstu málsgrein: Í samvinnu við fræðslunefnd Rangárþings eystra. Einnig var leitað ráðgjafar læsisteymis Menntamálastofnunar.
    Eftirfarandi setning fellur út í fyrstu málsgrein inngangs: Fræðslunefnd fær kynningu á lestrarstefnunni þegar vinnu við hana er lokið og eins eftir endurskoðun hennar að þremur árum liðnum.
    Í staðinn kemur: við endurskoðun að þremur árum liðnum koma sömu aðilar að málinu.

    Einnig bætist við á undir 6. lið: Í innra mati skólanna verður horft til niðurstaðna í til dæmis Orðaskil, Hljóm-2, Leið til læsis prófi í 1. bekk og lesferlum og horft áfram til samræmdra prófa.

    Fræðslunefnd leggur til að leitað verði tilboða í uppsetningu og vefútgáfu ritsins. Formanni fræðslunefndar og skólastjórum falið að leita tilboða.
  • Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 46 Núgildandi Skólastefna Rangárþings eystra gildir út 2020. Ljóst er að endurskoðunar er þörf að einhverju leyti. Nefndarmenn munu fara yfir núverandi stefnu til að gera sér grein fyrir því hversu yfirgripsmikil endurskoðunin verður fyrir næsta fræðslunefndarfund.
  • Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 46 Ósk um breytingu á skóladagatali. Föstudaginn 14. febrúar féll skólahald niður vegna veðurs. Þann dag var fyrirhugaður foreldradagur í Hvolsskóla sem skólastjóri óskar nú eftir að halda 21. febrúar.
  • Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 46 Næstu fundir fræðslunefndar eru fyrirhugaðir miðvikudaginn 25. mars og miðvikudaginn 29. apríl með fyrirvara um breytingar.
  • Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 46 Samningur lagður fram og samþykktur samhljóða.
  • Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 46 Fræðslunefnd tekur undir bókun sveitarstjórnar frá 9. janúar 2020:
    „Sveitarstjórn áréttar að samningsumboð f.h. sveitarfélaga hefur Samband Íslenskra sveitarfélaga. Í Rangárþingi eystra hefur þó verið á undanförnum árum hlúð vel að starfsumhverfi leikskólakennara. Styrkir til menntunnar hafa verið veittir og undirbúningstími kennara sem og ófaglærðra starfsmanna hefur verið lengdur umfram samninga. Tilraunaverkefni varðandi styttingu vinnuvikunnar er við líði á leikskólanum. Mönnun er umfram lágmarksþörf og fjöldi nemenda á deild færri en hámörk leyfa. Menntunarstig starfsmanna innan leikskólans er hátt og er sveitastjórn stolt af starfseminni og sínum starfsmönnum."
  • Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 46 Skólastjórar fóru yfir málefni líðandi stundar

7.Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs. - 64

2002004F

Byggðarráð staðfestir fundargerð 64. fundar Brunavarna Rangárvallasýslu bs.
Samþykkt samhljóða.
  • Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs. - 64 Ingólfur Rögnvaldsson f.h. Trésmiðju Ingólfs mætir til fundar. Farið yfir fyrirliggjandi verksamning um 2. verkhluta og hann samþykktur samhljóða.
    Formaður stjórnar og Ingólfur Rögnvaldsson f.h. Trésmiðju Ingólfs undirrita verksamning.
  • Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs. - 64 Afgreiðslu frestað.
    Samþykkt samhljóða.

8.74. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu; 20.2.2020

2002057

Byggðarráð staðfestir fundargerð 74. fundar félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu.
Samþykkt samhljóða.

9.3. fundur verkefnahóps um sameiningu sveitarfélaga

2001078

Lagt fram til kynningar.

10.Húsnefnd Fossbúðar; 1. fundur kjörtímabilsins 2018-2022

1912006

Lagt fram til kynningar.

11.Safnmappa; þingsályktanir og frumvörp til umsagnar 2020

2001021

Byggðarráð felur sveitarstjóra að skila inn umsögn um drög að frumvarpi til breytinga á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga, í samræmi við umræður á fundi.
Lagt fram til kynningar.

12.Umhverfisstofnun; Bráðabirgðaryfirlit fyrstu vatnaáætlunar fyrir Ísland

2002051

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:55.