32. fundur 17. febrúar 2020 kl. 09:00 - 10:30 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Harpa Mjöll Kjartansdóttir formaður
  • Guri Hilstad Ólason varaformaður
  • Lea Birna Lárusdóttir
  • Katrín Óskarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Nanna Fanney Björnsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Nanna Fanney Björnsdóttir Markaðs- og kynningarfulltrúi
Dagskrá

1.Menningarsjóður Rangárþings eystra; vorúthlutun 2020

2002030

Auglýst hefur verið eftir umsóknum úr menningarsjóði Rangárþings eystra fyrir vorúthlutun 2020.
Menningarnefnd hvetur sem flesta til að sækja um.
Umsóknafrestur er til 15. mars 2020.

2.Kjötsúpuhátíð 2020

1911029

Kjötsúpuhátíðin rædd og sett upp drög að dagskrá fyrir 2020. Hátíðin verður 28-30 ágúst 2020.
Stefnt er að hafa dagskrá tilbúna fyrir lok maí 2020.
Lögð var áhersla á að Kjötsúpuhátíðin er fjölskylduhátíð.

Fundi slitið - kl. 10:30.