46. fundur 19. febrúar 2020 kl. 16:30 - 18:00 í Hvolsskóla
Nefndarmenn
  • Lilja Einarsdóttir formaður
  • Bjarki Oddsson
  • Páll Eggertsson
  • Angelia Fjóla Vilhjálmsdóttir 2. varamaður
Starfsmenn
  • Nanna Fanney Björnsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Nanna Fanney Björnsdóttir Markaðs- og kynningarfulltrúi
Dagskrá
Arnar Gauti Markússon boðar forföll og ekki náðist að boða varamann.

Áheyrnarfulltrúar: Ólafur Þórisson fulltrúi foreldra Hvolsskóla, Andrea Hrund Bjarnadóttir fulltrúi starfsmanna Leikskólans Arkar, Birna Sigurðardóttir skólastjóri Hvolsskóla, Pálína B. Jónsdóttir fulltrúi kennara Hvolsskóla, Sólbjört Sigríður Gestsdóttir leikskólastjóri.

1.Læsisstefna Hvolsskóla og Leikskólans Arkar

1909088

Lestrarstefna er samþykkt með eftirfarandi breytingum:
Í inngangi bætist við eftirfarandi eftir fyrstu setningu í fyrstu málsgrein: Í samvinnu við fræðslunefnd Rangárþings eystra. Einnig var leitað ráðgjafar læsisteymis Menntamálastofnunar.
Eftirfarandi setning fellur út í fyrstu málsgrein inngangs: Fræðslunefnd fær kynningu á lestrarstefnunni þegar vinnu við hana er lokið og eins eftir endurskoðun hennar að þremur árum liðnum.
Í staðinn kemur: við endurskoðun að þremur árum liðnum koma sömu aðilar að málinu.

Einnig bætist við á undir 6. lið: Í innra mati skólanna verður horft til niðurstaðna í til dæmis Orðaskil, Hljóm-2, Leið til læsis prófi í 1. bekk og lesferlum og horft áfram til samræmdra prófa.

Fræðslunefnd leggur til að leitað verði tilboða í uppsetningu og vefútgáfu ritsins. Formanni fræðslunefndar og skólastjórum falið að leita tilboða.

2.Skólastefna Rangárþings eystra 2015-2020

2002044

Núgildandi Skólastefna Rangárþings eystra gildir út 2020. Ljóst er að endurskoðunar er þörf að einhverju leyti. Nefndarmenn munu fara yfir núverandi stefnu til að gera sér grein fyrir því hversu yfirgripsmikil endurskoðunin verður fyrir næsta fræðslunefndarfund.

3.Erindi til fræðslunefndar vegna foreldradags 14. febrúar 2020

2002045

Ósk um breytingu á skóladagatali. Föstudaginn 14. febrúar féll skólahald niður vegna veðurs. Þann dag var fyrirhugaður foreldradagur í Hvolsskóla sem skólastjóri óskar nú eftir að halda 21. febrúar.

4.Fundardagatal fræðslunefndar

2002043

Næstu fundir fræðslunefndar eru fyrirhugaðir miðvikudaginn 25. mars og miðvikudaginn 29. apríl með fyrirvara um breytingar.

5.Héraðsbókasafn Rangæinga; samningur við Hvolsskóla

1912046

Samningur lagður fram og samþykktur samhljóða.

6.Ályktun v. kjara leikskólakennara

1912047

Fræðslunefnd tekur undir bókun sveitarstjórnar frá 9. janúar 2020:
„Sveitarstjórn áréttar að samningsumboð f.h. sveitarfélaga hefur Samband Íslenskra sveitarfélaga. Í Rangárþingi eystra hefur þó verið á undanförnum árum hlúð vel að starfsumhverfi leikskólakennara. Styrkir til menntunnar hafa verið veittir og undirbúningstími kennara sem og ófaglærðra starfsmanna hefur verið lengdur umfram samninga. Tilraunaverkefni varðandi styttingu vinnuvikunnar er við líði á leikskólanum. Mönnun er umfram lágmarksþörf og fjöldi nemenda á deild færri en hámörk leyfa. Menntunarstig starfsmanna innan leikskólans er hátt og er sveitastjórn stolt af starfseminni og sínum starfsmönnum."

7.46. fundur fræðslunefndar; önnur mál

2002046

Skólastjórar fóru yfir málefni líðandi stundar

Fundi slitið - kl. 18:00.