Rangárþing eystra óskar eftir tilboðum í leigu á hluta af félagsheimilinu Goðalandi í Fljótshlíð. Um er að ræða leigu í þrjá mánuði (júní, júlí, ágúst) sumrin 2026 og 2027. Til leigu er afmarkaður hluti félagsheimilisins Goðalands ásamt lóð þar í kring.
Nú líður að lokum jólahátíðarinnar og verður henni fagnað með viðeigandi hætti í Rangárþingi eystra. Tvær þrettándabrennur og flugeldasýningar verða haldnar í sveitarfélaginu á næstu dögum þar sem íbúum og gestum gefst tækifæri á að koma saman.
Rangárþing eystra óskar eftir að ráða skipulagðan og drífandi einstakling í starf fjármála- og skrifstofustjóra. Fjármála- og skrifstofustjóri er staðgengill sveitarstjóra og hefur yfirumsjón með fjármálum og daglegum rekstri skrifstofu sveitarfélagsins. Um fjölbreytt framtíðarstarf er að ræða í sveitarfélagi þar sem mikil uppbygging á sér stað.
Rangárþing eystra auglýsir hér með eftirfarandi einbýlishúsalóðir á Hvolsvelli, lausar til úthlutunar:
Fræðslunet Suðurlands will be teaching the Icelandic course "Icelandic course level 2 - A1.2" in Hvolsvöllur from January 12th until March 18th.