Rangárþing eystra keypti sundlaugarlyftu fyrir Sundlaug Hvolsvallar með styrk frá Bergrisanum og Jöfnunarsjóði. Þessi mikilvæga viðbót er liður í áframhaldandi viðleitni sveitarfélagsins til að bæta aðgengi hreyfihamlaðra.
Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst eftirfarandi tillaga að deiliskipulagi í Rangárþingi eystra.
Bókakynning og fyrirlestur í Hvolnum, Hvolsvelli mánudaginn 19. maí næstkomandi kl. 20:00.
Hér má finna minnisblað sveitarstjóra fyrir maí mánuð. Minnisblaðið tekur á því helsta sem um er að vera í sveitarfélaginu og er birt á heimasíðu sveitarfélagsins í kjölfar sveitarstjórnarfunda. Sveitarstjórnarfundir eru að öllu jafna annan fimmtudag í mánuði.
Athugið að framvegis verður að fylla út stafrænt skilavottorð ökutækja áður en komið er með ökutæki á móttökustöðina á Strönd. Mikilvægt er að allir sem ætla að farga ökutæki gangi frá þessu fyrirfram. Sjá upplýsingar hér: Skilavottorð - Umsókn um endurgreiðslu á skilagjaldi ökutækja | Ísland.is