Verslunarmannahelgin er ein stærsta ferðahelgi ársins og í Rangárþingi eystra verður nóg um að vera fyrir íbúa og gesti. Fljótshlíðin iðar sérstaklega af lífi um helgina en þar fara fram tvær stórskemmtilegar og ólíkar fjölskylduhátíðir: hið rótgróna Kotmót í Kirkjulækjarkoti og hin árlega Flughátíð í Múlakoti.
Móttökustöðin á Strönd verður lokuð laugardaginn 2. ágúst, um verslunarmannahelgina. Stöðin verður því lokuð 2., 3. og 4. ágúst og opnar aftur þriðjudaginn 5. ágúst.