Dímon/Hekla óskar eftir að ráða þjálfara fyrir meistaraflokk kvenna í blaki fyrir næsta vetur. Hjá Dímon/Heklu eru æfingar tvisvar í viku og um 25 iðkendur.
Á sveitarstjórnarfundi 15.maí var á dagskrá önnur umræða um ársreikning sveitarfélagsins Rangárþings eystra fyrir árið 2024. Það er mér sönn ánægja að standa hér og segja frá því að sjaldan eða aldrei hefur rekstur sveitarfélagsins komið eins vel út.
279. fundur Byggðarráðs verður haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins, fimmtudaginn 22. maí 2025 og hefst kl. 08:15
Frá og með morgundeginum, 20.maí 2025 verður partur af Stóragerði lokaður fyrir almenna umferð. Aðkoma verður frá Vallarbraut að skólalóð.
Rangárþing eystra keypti sundlaugarlyftu fyrir Sundlaug Hvolsvallar með styrk frá Bergrisanum og Jöfnunarsjóði. Þessi mikilvæga viðbót er liður í áframhaldandi viðleitni sveitarfélagsins til að bæta aðgengi hreyfihamlaðra.