Verslunarmannahelgin er ein stærsta ferðahelgi ársins og í Rangárþingi eystra verður nóg um að vera fyrir íbúa og gesti. Fljótshlíðin iðar sérstaklega af lífi um helgina en þar fara fram tvær stórskemmtilegar og ólíkar fjölskylduhátíðir: hið rótgróna Kotmót í Kirkjulækjarkoti og hin árlega Flughátíð í Múlakoti.
Móttökustöðin á Strönd verður lokuð laugardaginn 2. ágúst, um verslunarmannahelgina. Stöðin verður því lokuð 2., 3. og 4. ágúst og opnar aftur þriðjudaginn 5. ágúst.
Sundnámskeið verður fyrir börn fædd árið 2019 og 2020. Skipt verður í tvo hópa eftir fæðingarári, hópur 1 börn fædd 2020 og hópur 2 börn fædd 2019.
Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst eftirfarandi tillaga að deiliskipulagi í Rangárþingi eystra.
Vegna viðgerðar verður heitavatnslaust á Hvolsvelli að hluta til þri 22. júlí 08:00 - 21:00.