Leikhópurinn Lotta stígur á stokk nítjánda sumarið í röð og býður börnum og fjölskyldum um allt land sprúðlandi skemmtun í formi nýrrar uppfærslu á söngleiknum Hrói Höttur. Leikhópurinn verður á Gamla róló þann 29.júní á Hvolsvelli klukkan 14:00
Rangárþing eystra auglýsir lausan til umsóknar skólaakstur við Hvolsskóla. Skv. núverandi fyrirkomulagi er um að ræða akstursleið í Austur-Landeyjum. Akstursleiðir geta þó verið breytilegar eftir notkun og þörf hverju sinni.
17. júní hátíðarhöld á Hvolsvelli 2025 verða bæði 16. og 17.júní með þjóðhátíðarbingó, morgunmat, skrúðgöngu, söng- og tónlistaratriðum og mörgu fleiru.
Viðurkenningin er veitt þeim einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum í Rangárþingi eystra sem þykir standa sig afburða vel í að efla samfélagið. Þeim sem hafa með gjörðum sínum og framgöngu látið gott af sér leiða og verið öðrum góð fyrirmynd. Viðurkenningin verður veitt á kjötsúpuhátíðinni 30.ágúst nk.
Verkefnið "Komdu í fótbolta með Mola" hefst mánudaginn 2. júní, sjötta sumarið í röð. Siguróli Kristjánsson, betur þekktur sem Moli, er umsjónarmaður verkefnisins og mun hann ferðast um landið í sumar.