- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Samfélagsviðurkenning sveitarfélagsins er tiltölulega ný af nálinni en hún er nú veitt í þriðja sinn.
Viðurkenningin er veitt þeim einstaklingi, fyrirtæki , stofnun eða félagasamtökum í Rangárþingi eystra sem þykja standa sig afburða vel í að efla samfélagið eða hafa með gjörðum sínum eða framgöngu látið gott af sér leiða og verið öðrum fyrirmynd.
Markaðs- og menningarnefndin óskaði eftir tilnefningum fyrr í sumar og all nokkrar bárust, hver annarri frambærilegri. Nefndin var þó sammála um að í ár ætti Aðalheiður Margrét Gunnarsdóttir, eða Alla eins og við þekkjum hana flest, að hljóta viðurkenninguna.
Það er gríðarlega dýrmætt fyrir samfélagið hér að hafa einstaklinga eins og Öllu og við vonum að hún komi til með að gleðja okkur áfram á komandi árum.