- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Skipulags- og umhverfisnefnd valdi fyrir Kjötsúpuhátíð þrjá handhafa umhverfisverðlauna sveitarfélagsins 2025.
Viðurkenningin er veitt í þremur flokkum, fyrir einkagarð, fyrirtæki og býli í hefðbundum búrekstri.
Snyrtilegasta fyrirtækið: Ásýnd fyrirtækisins frá göngustíg og götu er snyrtileg og myndar fallega götumynd. Lóð og sorpgeymslur skulu vera fullfrágengin. Gróður er snyrtur og vöxtur trjáa er innan lóðamarka þannig að vegfarendur komist leiðar sinnar hindrunarlaust. Snyrtilegasta fyrirtækið er fyrirmynd fyrir nágranna og önnur fyrirtæki í sveitarfélaginu.
Verðlaunahafi fyrir snyrtilegasta fyrirtækið 2025 er N1 á Hvolsvelli. Umhverfið allt í kringum fyrirtækið er til fyrirmyndar og snyrtilegt í alla staði. Nýlega hafa húsið og lóðin verið tekin í gegn og máluð.

Snyrtilegasta býlið. Ásýnd snyrtilegasta býlisins frá vegi er snyrtileg og tekur vel á móti vegfarendum. Lóð og sorpgeymslur skulu vera fullfrágengin. Gróður er snyrtur og vöxtur trjáa er innan lóðamarka þannig að vegfarendur komist leiðar sinnar hindrunarlaust. Snyrtilegasta býlið er fyrirmynd fyrir nágranna og aðra vegfarendur.
Verðlaunahafi fyrir snyrtilegasta býlið 2024 er Stóri-Dalur. Á bænum er allt til fyrirmyndar og eiga þau Fríða Björk Hjartardóttir og Ragnar Lárusson, bændur og ábúendur á bænum, verðlaunin svo innilega skilið.

Snyrtilegasti garðurinn: Ásýnd garðsins frá göngustíg og götu er snyrtileg og myndar fallega götumynd. Lóð og sorpgeymslur skulu vera fullfrágengin. Gróður er snyrtur og vöxtur trjáa er innan lóðamarka þannig að vegfarendur komist leiðar sinnar hindrunarlaust. Snyrtilegasti garðurinn er fyrirmynd fyrir nágranna og aðra íbúa. Snyrtilegasti garðurinn er ekki bundinn þéttbýli eða dreifbýli.
Snyrtilegasti garðurinn 2024 er Túngata 1, en þar búa þau Tryggvi Sigurður Bjarnason og Steina Arnardóttir. Garðurinn er einstaklega fallegur og vel hirtur. Augljóst er að mikil vinna hefur verið lögð í að gera hann fallegan og snyrtilegan í alla staði.
