Mikið er um að vera á Hvolsvelli þessa dagana og bærinn iðar af lífi. Mikið er um framkvæmdir bæði á vegum sveitarfélagsins og einkaaðila.
Að venju var 17. júní haldinn hátíðlegur í Rangárþingi eystra. Hátíðarhöld voru á Hvolsvelli sem 3. flokkur kvenna KFR sá um þetta árið ásamt tilvonandi 10. bekkingum Hvolsskóla sem sáu um glæsilegt morgunkaffi.
281. fundur Byggðarráðs verður haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins, fimmtudaginn 19. júní 2025 og hefst kl. 08:15
Sveitarfélagið Rangárþing eystra iðar af lífi þessa dagana en von er á fjölmennu liði leikara og starfsmanna á vegum kvikmyndafyrirtækisins TrueNorth. Alls munu um 400 manns, sem starfa við framleiðslu á stórmynd sem til stendur að frumsýna næsta sumar, en töluverð leynd liggur yfir því hvaða mynd er verið að taka upp. Fylgir þó sögunni að þarna sé á ferðinni kvikmynd í leikstjórn eins vinsælasta leikstjóra um þessar mundir.
Á morgun, fimmtudaginn 12.júní verður opið hús í leikskólanum Öldunni milli 14:00 og 15:30. Á opnu húsi verður afrakstur starfs síðasta árs kynnt. Allir velkomnir.