Rangárþing eystra auglýsir eftir leigutökum til að nýta lóðir innan þjóðlendumarka í Þórsmörk, Goðalandi og við Emstrur(Botnar). Leyfi Rangárþings eystra þarf til að nýta land og landsréttindi á svæðinu, sbr. 3. mgr. 3. gr. laga nr. 58/1998 um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlenda og afrétta. Jafnframt þarf samþykki forsætisráðuneytisins þar sem umrædd nýting á að vara lengur en til eins árs, sbr. 2. mgr. 3. Gr. sömu laga.
Vegna rafmagnsleysis sem Rarik hefur boðað miðvikudaginn 14. maí frá kl. 00:30 til kl. 04:30, verða allar dælustöðvar á svæði Rangárveitna rafmagnslausar um stund. Þetta mun valda tímabundnu vatnsleysi eða lækkandi vatnsþrýstingi hjá flestum notendum á svæðinu.
Félags- og skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu auglýsir eftir starfsmanni í félagslega heimaþjónustu í Rangárþingi, og sumarafleysingar í Mýrdalshreppi og Skaftárhreppi.
Hér að neðan má sjá skemmtilega grein um Fjölmenningarhátíðina sem haldin verður á morgun í íþróttahúsinu á Hvolsvelli á morgun laugardaginn 10.maí.
Seinustu helgi 2. – 3. maí fóru 34 unglingar á elsta stigi Hvolsskóla með félagsmiðstöðinni Tvisturinn á Samfestinginn í Reykjavík.