284. fundur Byggðarráðs verður haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins, fimmtudaginn 7. ágúst 2025 og hefst kl. 08:15
Vegna viðgerðar verður heitavatnslaust þann 13.08.25 frá klukkan 09:00 til klukkan 19:00.
Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra boðar til opinna íbúafunda í ágúst í öllum landshlutum til að eiga samráð um málaflokka ráðuneytisins. Tilgangur fundanna er að kalla eftir sjónarmiðum íbúa og sveitarstjórnarfólks um málaflokka ráðuneytisins – samgöngur, sveitarstjórnar- og byggðamál og fjarskipti og stafræna innviði.
Einstakt tækifæri til að bæta við sig þekkingu á Suðurlandi. 📍Námið er 18 ECTS einingar á háskólastigi og eykur skilning á því hvernig hlutverk nýsköpunar og frumkvöðlastarfs á þátt í því að móta samfélagið okkar. Nemendur öðlast þá færni sem þarf til að gerast þátttakandi í þessum umbreytingum og læra aðferðir sem eru hagnýtar þegar haldið er að stað við að setja á fót rekstrareiningu á Íslandi. Námið er kennt á ensku.
Hátíðin er þekkt fyrir að vera samkoma fólks sem vill efla sjálfbærni og deila þekkingu um nýtingu náttúrunnar. Í ár býðst gestum upp á 42 vinnustofur þar sem sérfræðingar á ýmsum sviðum deila reynslu sinni og hæfileikum. Dagskráin er fjölbreytt og krefjandi verkefni verður að velja þá vinnustofu sem heillar mest, enda verða oft 3–4 vinnustofur í gangi í einu.