Á næstu dögum verða lokanir frá sparkvellinum við Stóragerði yfir gatnamótin ásamt lokun á gönguleið frá Mundasundi.
Nýtt 10 íbúða fjölbýlishús mun rísa í Hallgerðartúni 51 á Hvolsvelli en þeir Hannes og Haukur tóku formlega fyrstu skóflustunguna að byggingunni í dag. Í kjölfarið hóf stórvirk vinnuvél að grafa fyrir grunni hússins.
Fundur með unglingum sem ætla að vinna í vinnuskólanum í sumar og foreldrum þeirra verður þriðjudagskvöldið 27. maí kl 20:00 í Hvolnum Á fundinum verður farið yfir helstu verkefni, áherslur og skipulag fyrir sumarið. Æskilegt er að sem flestir mæti.
Auglýst er eftir rekstraraðila til að sjá um anddyri/sal Rangárhallar. Rekstraraðili hefur salinn á leigu og sér um rekstur, þrif og umsjón í samráði við stjórn Rangárhallar. Salurinn er frátekinn fyrir viðburði félagsins (suðurlandsdeild, stórsýning á skírdag, æskulýðssýning) auk stærri funda sem ekki rúmast í smærri sal. Slíkir viðburðir verða tilkynntir með góðum fyrirvara.
Ellilífeyris- og örorkulífeyrisþegum stendur til boða garðsláttur sem geta ekki hjálparlaus hirt lóðir sínar. Markmið með þjónustunni er að aðstoða ellilífeyris- og örorkulífeyrisþega sem eru með 75% örorku.