- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Eftir síðasta rok hefur töluvert magn af léttu rusli fokið til í nærumhverfi okkar. Mikið af rusli hefur staðnæmst í beðum garða og við trjágróður. Þetta er bæði sjónmengun og getur haft neikvæð áhrif á dýralíf og náttúru.
Við viljum því vinsamlegast biðja íbúa og aðra gesti um að hafa vakandi auga fyrir rusli og, ef kostur er, tína það upp og setja í næsta rusla- eða endurvinnslutunnu. Smá aðstoð frá hverjum og einum skilar miklum árangri í heildina.
Við minnum jafnframt á að mikilvægt er að tryggja að ruslapokar og tunnur séu vel lokaðar, sérstaklega þegar veðurspá gerir ráð fyrir hvassviðri. Þannig getum við saman dregið úr því að rusl fari aftur á flakk.
Kærar þakkir fyrir hjálpina við að halda bænum okkar hreinum og fallegum.