Frá og með deginum í dag og í nokkra daga verður Öldubakki lokaður við gangbrautina milli Hvolstúns og Gilsbakka á meðan framkvæmdir eiga sér stað. Verkefnið snýst um þrengingu á götunni í stað hraðahindrunar til að auka öryggi gangandi vegfarenda.
Bjarni Valtýsson hefur verið ráðinn sem yfirlæknir í Rangárþingi og hóf störf 1. september.
Nú er Kjötsúpuhátíðin að ganga í garð og til þess að sem flestir fái hennar notið lokum við íþróttamiðstöðinni kl. 19:00 á föstudaginn, þe 29. ágúst.
Vegna endurskoðunar á atviksáætlun verða haldnir opnir upplýsingafundir í sveitarfélaginu um eldgos í Kötlu og áhrif hennar.
Næstkomandi fimmtudag, þann 14. ágúst, mun íþróttafélagið Dímon fara í dósasöfnun á Hvolsvelli. Mikilvægt er að sem flestir krakkar og fullorðnir hjálpi til við söfnunina. Þeir sem geta tekið þátt mæta í Króktún 9 kl. 17:00 til Óla Elí. Gott er líka fyrir íbúa að vera búinn að taka saman þær dósir og flöskur sem þeir geta látið af.