324. fundur 21. mars 2024 kl. 12:00 - 13:15 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson aðalmaður
  • Rafn Bergsson aðalmaður
  • Sigríður Karólína Viðarsdóttir aðalmaður
  • Árný Hrund Svavarsdóttir aðalmaður
  • Bjarki Oddsson aðalmaður
  • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
  • Lilja Einarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
  • Árný Lára Karvelsdóttir yfirmaður tæknideildar
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Oddviti setur fund og óskar eftir athugasemdum við fundarboð.
Í fundarsalnum sitja Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri, Árný Hrund Svavarsdóttir, Sigríður Karólína Viðarsdóttir, Lilja Einarsdóttir, Rafn Bergsson, Bjarki Oddsson og oddviti Tómas Birgir Magnússon. Margrét Jóna Ísólfsdóttir skrifstofu- og fjármálastjóri sem ritar fundargerð og Árný Lára Karvelsdóttir sem sér um upptöku og útsendingarmál.

1.Minnisblað sveitarstjóra; 21. mars 2024

2403089

Lagt fram minnisblað sveitarstjóra um helstu verkefni liðinna vikna.
Til máls tóku: AKH og LE.
Lagt fram til kynningar.

Bókun B-lista:
Í framhaldi af umfjöllun sveitarstjóra um eignarhald og hlutverk félagsheimila óska fulltrúar B-lista óska eftir að lagt verið fram minnisblað á næsta sveitarstjórnarfundi um stöðu allra leigu-, og afnotasamninga í félagsheimilum og öðru húsnæði í eigu Rangárþings eystra öðru en íbúðarhúsnæði.
Lilja Einarsdóttir
Bjarki Oddsson
Rafn Bergsson

2.Hvolsskóli; Greining á húsnæðisþörf

2307029

Lögð fram til kynningar niðurstöður skýrslu KPMG, þar sem húsnæðisþörf Hvolsskóla var greind.
Til máls tóku: RB, SKV, AKH, LE og TBM.
Lagt fram til kynningar.

3.Tillaga B-lista um breytingu á nefndarskipan

2403096

Tillaga er um breytingu á nefndarskipan B-lista í þremur nefndum. Stefán Friðrik Stefánsson hefur óskað eftir því að víkja sem aðalmaður úr Markaðs- og menningarnefnd og sem varamaður í Heilsu, íþrótta og æskulýðsnefnd og Fjölskyldunefnd. Tillaga er um að aðalmaður í Markaðs og menningarnefnd í hans stað verði Ágúst Jensson. Sem varamaður í Markaðs og menningarnefnd í stað Ágústar verði Oddur Helgi Ólafsson. Tillaga er um að varamaður í Heilsu, íþrótta og æskulýðsnefnd verði Lea Birna Lárusdóttir og tillaga er um að varamaður í Fjölskyldunefnd í verði Bjarki Oddsson.
Tillaga um breytta nefndarskipan B-lista samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

4.Menningarsjóður Rangárþings eystra; vorúthlutun 2024

2402003

Alls bárust 8 styrkumsóknir í Menningarsjóð Rangárþings eystra og óskað var eftir styrkjum samtals að upphæð 7.550.000 kr. Til úthlutunar eru 1.250.000 kr. Markaðs- og menningarnefnd er mjög ánægð með þann fjölda góðra umsókna sem bárust í Menningarsjóðinn að þessu sinni. Menningarlífið í Rangárþingi eystra er í miklum blóma. Því miður var ekki unnt að styrkja allar umsóknir en Markaðs- og menningarnefnd leggur til að eftirfarandi verkefni hljóti styrk úr vorúthlutun Menningarsjóðs Rangárþings eystra. Midgard Adventure 500.000 kr Tónlistarskóli Rangæinga 100.000 kr Sól Hansdóttir 300.000 kr Rótarýklúbbur Rangæinga 150.000 kr Jazz undir Fjöllum 300.000 kr
Sveitarstjórn staðfestir bókun markaðs- og menningarnefndar varðandi vorúthlutun úr Menningarsjóði Rangárþings eystra.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

5.Tillaga um að sveitarstjórn að skoða fýsileika þess að kaupa færanlegt svið

2403048

Lögð fram tillaga Markaðs- og menningarnefndar þar sem lagt er til við sveitarstjórn að skoðaður verði fýsileiki þess að kaupa færanlegt svið.
Til máls tóku: BO, AKH, LE og TBM.
Sveitarstjóra falið að kanna físileika þessa að kaupa svið og greina þörf fyrir notkun á slíku sviði.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

6.Bergrisinn; Gjaldskrá vegna stuðningsfjölskyldna og notendasamninga

2403079

Á 70. stjórnarfundi Bergrisans bs. var lögð fram og staðfest gjaldskrá vegna stuðningsfjölskyldna og notendasamninga. Lögð fram til samþykktar gjaldskrá vegna stuðningsfjölskyldna og notendasamninga.
Sveitarstjórn samþykkir, fyrir sitt leiti, með sjö samhjóða atkvæðum gjaldskrá vegna stuðningsfjölskyldna og notendasmninga.
Fylgiskjöl:

7.Svæðisskipulag Suðurhálendis 2022-2042

2403014

Lögð er fram tillaga að svæðisskipulagi Suðurhálendisins 2022-2042 eftir auglýsingu. Innan tillögunnar er mótuð framtíðarsýn fyrir Suðurhálendið um sterka innviði, umhyggju fyrir auðlindum, ábyrga nýtingu auðlinda, aðgerðir fyrir loftslagið og góða samvinnu. Tillögunni fylgir greinargerð um landslagsgreiningu fyrir Suðurhálendi, sem er fylgirit svæðisskipulagsins. Tillagan nær yfir hálendishluta sveitarfélaganna Skaftárhrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra, Ásahrepps, Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Hrunamannahrepps, Bláskógabyggðar, og Grímsnes- og Grafningshrepps. Auk þeirra hafa sveitarfélögin Flóahreppur og Árborg tekið þátt í verkefninu. Tillagan var auglýst frá 15. nóvember 2023 til og með 19. janúar 2024. Athugasemdir og umsagnir bárust við tillöguna og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins eftir auglýsingu auk samantektar á andsvörum og viðbrögðum svæðisskipulagsnefndar fyrir Suðurhálendið.



Svæðisskipulagsnefnd Suðurhálendisins mælist til þess við bæjar-/sveitarstjórn að samþykkja uppfærða og fyrirliggjandi tillögu og greinargerðir að svæðisskipulagi fyrir Suðurhálendið.
Til máls tók: AKH
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir uppfærða og fyrirliggjandi tillögu og greinargerðir að svæðisskipulagi fyrir Suðurhálendið.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

8.Aðalskipulag - Ytra-Seljaland

2403069

Um er að ræða óverulega breytingu á aðalskipulagi að Ytra-Seljalandi (F31). Verið er að leiðrétta afmörkun skipulagssvæðisins, gert er ráð fyrir 35 lóðum sem eru 0,5 til 1,0 ha að stærð. Stærð skipulagssvæðisins helst óbreytt.

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við framlagða tillögu og telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem verið er að leiðrétta afmörkun skipulagssvæðisins. Jafnframt leggur nefndin til við sveitarstjórn að skipulagsbreytingin verði auglýst og send til Skipulagsstofnunar skv. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að breytingin verði auglýst og afgreidd í samræmi við 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.
Tómas Birgir Magnússon víkur af fundi undir afgreiðslu málsins. Sigríður Karólína Viðarsdóttir tekur við stjórn fundar.

9.Deiliskipulag - Eyvindarholt

2310016

Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir tveimur byggingarreitum þar sem heimilt verður að byggja aðstöðuhús fyrir ferðamann ásamt um 60 bílastæðum. Innan svæðisins verður gönguleið og útsýnisstaður að flugvélarflaki sem komið hefur verið fyrir á svæðinu.

Tillagan var auglýst frá 20. desember 2023 með athugasemdafrest til og með 7. febrúar 2024. Umsagnir bárust frá lögbundnum umsagnaraðilum, Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gerir ekki athugasemdir ásamt, Veðurstofu Íslands, Brunavarnareftirliti Rangárvallasýslu og Umhverfisstofnun. Vegagerðin bendir á að sýna skuli veghelgunarsvæði og málsetja uppdrætti. Veghelgunarsvæðið er afmarkað í deiliskipulaginu svk. skipulagsreglugerðinni og í greinargerð, sjá kafla 5.2. Skipulags- og umhverfisnefnd hafnar því umsögn Vegagerðarinnar en bílastæðin sem eru innan veghelgunar skulu vera með samþykktu leyfi Vegagerðarinnar. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.
Tómas Birgir Magnússon kemur aftur til fundar og tekur aftur við stjórn hans.

10.Aðalskipulag - Barkastaðir

2309076

Með aðalskipulagsbreytingunni er verið að breyta 15 ha. landi úr Barkastöðum sem er landbúnaðarland (L2) í verslunar- og þjónustusvæði (VÞ) undir hótel sem rúmar 90 gesti.



Tillagan var send til Skipulagsstofnunar og heimild var veitt til að auglýsa. Minniháttar breytingar hafa verið gerðir eftir athugun Skipulagsstofnunar. Fjallað er m.a. nánar um staðsetningu vatnsbóls ásamt niðurstöðum umhverfismats. Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við breytingarnar.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir framkomna tillögu. Sveitarstjórn samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

11.Aðalskipulag - Hólmalækur

2311157

Verið er að breyta 33,3 ha. landbúnaðarlandi í verslun og þjónustu við Hólmalæk, L235471.

Aðalskipulagslýsingin var send til umsagnaraðila og kynnt skv. 30. gr. skipulagslaga. Umsagnir bárust frá Veðurstofu Íslands sem bendir á að erfitt er að draga úr tjóni með vörnum nema með lokunum og rýmingum á svæðinu. Vegagerðin bendir á vegtengingu við Þjóðveg 1 en vegtengingin er nú þegar skilgreind í aðalskipulagi sveitarfélagsins. Skipulagsstofnun bendir m.a. á að svæðið sé á úrvals landbúnaðarlandi en óskar eftir umsögn RML á næstu stigum. Nægt framboð er á landbúnaðarlandi í sveitarfélaginu og ólíklegt að landeignin verði notuð sem slík. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði send til Skipulagsstofnunar til athugunar í samræmi við 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir framkomna tillögu. Sveitarstjórn samþykkir að tillagan verði send til Skipulagsstofnunar til athugunar fyrir auglýsingu í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

12.Ósk um breytt staðfang - Miðeyjarhólmur

2401087

Landeigandi að Miðeyjarhólma, L163884, óskar eftir að landeignin fái staðfangið Miðríki.

Skipulags- og umhverfisnefnd hafnar beiðni landeigenda og vísar í sögulegt kort Dana þar sem vísað er í Miðeyjarhólma frá 1906.
Til máls tók: RB, BO, AKH
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og hafnar staðfangabreytingunni með vísan í lög nr. 577/2017.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

13.Deiliskipulag - Álftavatn

2402172

Deiliskipulagstillagan nær til tveggja byggingarreita B1 og B2 í landi Álftavatns, L198192. Á byggingarreit B1 verður heimild fyrir 300 m² íbúðarhús, 500 m² hesthús og 500 m² skemmu. Hámarkshæð mænis verður allt að 8 m. Á byggingarreit B2 verður heimilt að byggja sex 80 m² gestahús og hámarksmænishæð verður 5 m. Tillagan gerir einnig ráð fyrir 3 ha. skógræktarsvæði við B2.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu að deiliskipulagi og að það verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

14.Aðalskipulags breyting - Rauðuskriður L164057

2305076

Gert er ráð fyrir að frístundabyggð F21 minnki um 1. ha og verður því 2 ha. Allt að 11 ha. verða skilgreindir sem verslunar- og þjónustusvæði fyrir allt að 25 gestahús og landbúnaðarland minnkar sem um því nemur.



Aðalskipulagsbreytingin var send til umsagnaraðila og auglýst frá 17. janúar til 28. febrúar 2024. Vegagerðin og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gera engar athugasemdir við tillöguna en Náttúrufræðistofnun Íslands fjallar um að mikil uppbygging á svæðinu komi til með að hafa neikvæð áhrif á mikilvægt fuglasvæði. Skipulags- og umhverfisnefnd bendir á, eins og kemur fram í umsögninni, að svæðið er þegar byggt og hefur verið nýtt undir landbúnað. Óskað var eftir umsögnum RML og Minjastofnunar en engar athugasemdir bárust. Skipulags- og umhverfisnefnd er hlynnt breytingunni enda er ekki um stóra breytingu að ræða. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og hún verði afgreidd í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir tillöguna og að hún verði afgreidd í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

15.Aðalskipulag - Brekkur

2311105

Með aðalskipulagsbreytingunni er verið að breyta 70 ha. svæði úr landbúnaðarlandi (L1), 15 ha. verða verslun og þjónusta (VÞ) og 37 ha. íbúðarbyggð (ÍB).

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að hún verði send til Skipulagsstofnunar til yfirferðar skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir framkomna tillögu. Sveitarstjórn samþykkir að tillagan verði send til Skipulagsstofnunar til athugunar fyrir auglýsingu í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

16.Deiliskipulag - Rauðuskriður L164057

2305075

Deiliskipulagið gerir ráð fyrir 25 gestahúsum til útleigu til ferðamanna, fjórum frístundalóðum og lóð fyrir nýtt íbúðarhús. Gestahúsin verða 15 m2 með hámarks 3,5 m. mænishæð, íbúðarlóðin heimilar 200 m2 íbúðarhús, bílskúr og allt að 50 m2 garðhýsi, hámarks byggingarmagn lóðar má vera allt að 1.000 m2 og mænishæð 6 m. Á frístundarlóðunum er heimilt að byggja allt að 180 m2 á hverri lóð, eitt frístundahús, gestahús, geymslu og gróðurhús. Hámarks mænishæð getur verið allt að 4 m.



Tillagan var send til umsagnaraðila og auglýst frá 17. janúar til 28. febrúar 2024. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fjallar um nýtingu regnvatns. Brugðist hefur verið við ábendingunum með þeim hætti að ofanvatn fer beint í jörðu og malarpúða. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði send til yfirferðar og afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

17.Deiliskipulag - Eystra-Seljaland

2303002

Deiliskipulagið gerir ráð fyrir þremur byggingarreitum að Eystra-Seljalandi, L163760. Stærsti byggingarreiturinn gerir ráð fyrir veitinga- og hótelbyggingu á tveimur hæðum og allt að 2.500 m² og hámarkshæð mænis er 10,5 m. Einnig verður heimilt að byggja starfsmannahús með 40 íbúðum og sex gestahúsum sem verði allt að 150 m² að stærð og hámarkshæð mænis verði 5,5 m.

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

18.Deiliskipulag - Eystra Seljaland, F2 og F3

2205073

Afgreiðslu erindis frestað, niðurstöður úr umhverfismati liggur ekki fyrir.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

19.Ósk um breytt staðfang - Hlíðarból, lóð

2403051

Landeigandi að Hlíðarbóli lóð, L164126 óskar eftir breyttu staðfangi, Baldurshagi.



Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við staðfanga breytinguna og leggur til við sveitarstjórn að hún verði samþykkt.
Sveitarstjórn staðfestir breytingu staðfangs úr Hlíðarbóli lóð í Baldurshagi.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

20.Landskipti - Móeiðarhvoll 2

2402154

Landeigandi að Móeiðarhvoli 2, L164186 óskar eftir landskiptum. Annars vegar er verið að stofna landeignina Móeiðarhvoll 3 sem verður 4,4 ha. að stærð og hins vegar er verið að stofna landeignina Móbakki sem verður 81,14 ha. en svæðið er skilgreint sem skógræktarsvæði.



Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og hið nýja staðfang.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við landskiptin og hin nýju staðföng.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

21.Umsögn um mat á umhverfisáhrifum - Steinar 1

2403083

Óskað er eftir umsögn Rangárþings eystra um mat á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar við Steina. Steinar Resort ehf. fyrirhugar uppbyggingu á ferðamannaaðstöðu á bænum Steinum undir Eyjafjöllum. Stefnt er að því að byggja 200 herbergja hótel við þjóðveg, 120 herbergja hótel með baðlóni og 200 smáhýsi auk 48 starfsmannaíbúða og fjölorkustöð/áningarstað við þjóðveg.



Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við drög að umsögn vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar og leggur til við sveitarstjórn að hún verði samþykkt og send til Skipulagsstofnunar.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við umsögnina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að senda hana til Skipulagsstofnunar.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

22.Landskipti - Fagrahlíð

2310008

Landeigandi óskar eftir landskiptum á landeigninni Fagrahlíð, L164004. Hin nýja landeign verði 4,24 ha að stærð og fær staðfangið Fagrahlíð 1.



Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og hið nýja staðfang.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við landskiptin og hið nýja staðfang.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

23.Aðalskipulags breyting - Strengur milli Rimakots og Vestmannaeyja

2306050

Með aðalskipulagsbreytingunni er verið að heimila að leggja tvo jarðstrengi að Vestmannaeyjum, Vestmannaeyjarlínu 4 og Vestmananeyjarlínu 5. Meginmarkmið aðalskipulagsbreytingarinnar er að koma upp fullnægjandi tvítengingu Vestmannaeyja við flutningskerfi raforku á Suðurlandi.



Aðalskipulagsbreytingin var auglýst og sent til umsagnaraðila frá 24. janúar til 6. mars 2024. Engar athugasemdir bárust en Umhverfisstofnun bendir á að framkvæmdin er háð samþykki Umhverfisstofnunar. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði send til Skipulagsstofnunar til yfirferðar og afgreitt skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir tillöguna og að hún verði afgreidd í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

24.Deiliskipulag - Brúnir 1 breyting

2206060

Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi þar sem byggingarreitur er stækkaður og hámarks byggingarmagn verður 700 m2. Markmið með breytingunni er að fjölga bílastæðum og auka þjónustu með hleðslustöðvum.

Deiliskipulagsbreytingin var auglýst frá 9. janúar til og með 24. febrúar 2024. Engar umsagnir bárust frá lögbundnum umsagnaraðilum. Athugasemd barst vegna hæðar mannvirkis, í gildandi deiliskipulagi sem samþykkt var 3. apríl 2019 kemur fram að mænishæð getur verið allt að 7,5 m frá gólfkóta. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði send til Skipulagsstofnunar til yfirferðar og afgreitt skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

25.Aðalskipulag - Brúnir 1, breyting

2302074

Um er að ræða breytingu á skilmálum á verslunar- og þjónustusvæðinu (VÞ 17) á lóðinni Brúnir 1 L227590. Heildarbyggingarmagn eykst úr 340 m2 í 700 m2.



Aðalskipulagsbreytingin var auglýst frá 9. janúar til og með 24. febrúar 2024. Engar umsagnir bárust frá lögbundnum umsagnaraðilum. Athugasemd barst vegna hæðar mannvirkis en í gildandi deiliskipulagi sem samþykkt var 3. apríl 2019 kemur fram að mænishæð getur verið allt að 7,5 m frá gólfkóta. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að aðalskipulagið verði sent til Skipulagsstofnunar til yfirferðar og afgreitt skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir tillöguna og að hún verði afgreidd í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

26.Deiliskipulag - Eystra Seljaland

2205068

Deiliskipulagið tekur til uppbyggingar á 150 herbergja hóteli og starfsmannahúsnæði á sitt hvorum byggingarreitnum. Heimilt verður að byggja 6.000 m2 hótel á einni til tveimur hæðum og hámarkshæð byggingar er allt að 11 m. frá gólfkóta. Á öðrum byggingarreitum verður hámarksbyggingarmagn 900 m2 á einni hæð.



Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 24. janúar 2024 með athugasemdafrest til og með 6. mars 2024. Tillagan var send til lögbundinna umsagnaraðila og athugasemdir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands varðandi misræmi í aðalskipulagsbreytingunni og í deiliskipulaginu. Frekari skýringar hafa verið gefnar og Heilbrigðiseftirlitið samþykkt þær skýringar. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

27.Deiliskipulag - Barkastaðir

2306061

Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir tveimur byggingareitum, annars vegar 4.000 m² hótelbyggingu fyrir 90 gesti og hins vegar 1.500 m² starfsmannahús með möguleika á fastri búsetu. Hótelbyggingin skal vera á tveimur hæðum og allt að 11 m. miðað við gólfkóta jarðhæðar. Starfsmannahúsin eru á einni til tveimur hæðum og mænishæð allt að 7 m. Samhliða er verið að óska eftir breyttu staðfangi, að landeignin fái staðfangið Tindfjallahlíð.



Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að óska eftir frekari upplýsingum varðandi tillögu að breyttu staðfangi. Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við deiliskipulagstillöguna og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

28.Byggðarráð - 250

2402006F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 250. fundar byggðarráðs.
Til máls tók: BO.
Fundargerð staðfest í heild sinni.

29.Byggðarráð - 251

2403001F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 251. fundar byggðarráðs.
Til máls tók: LE og TBM.
Fundargerð staðfest í heild sinni.

30.Áskorun til sveitarfélaga vegna yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna kjarasamninga 2024

2403053

Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegan kjarasamninga 2024.
Til máls tóku: LE, AKH
Sveitarstjórn fagnar því að samningar skulu hafa náðst á almennum markaði og búið sé að leggja línur fyrir komandi kjarasamninga á opinberum markaði. Í yfirlýsingu ríkis og Sambands íslenskra sveitarfélaga er m.a. gert ráð fyrir gjaldfrjálsum máltíðum í grunnskóla, að börn séu tekin inn í leikskóla frá 12 mánaða aldri og gjaldskrár hækkanir er varða barnafjölskyldur verði dregnar til baka frá síðustu ákvörðunum sveitarstjórnar og hækki ekki umfram 3,5%. Sveitarstjórn vill koma því á framfæri að um árabil hafa öll börn 12 mánaða og eldri fengið inn á leikskóla sveitarfélagsins. Einnig vill sveitarstjórn koma því á framfæri að við vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 var sú ákvörðun tekin að gjaldskrár sem varða leik- og grunnskóla myndu ekki hækka skv. verðlagi líkt og aðrar gjalskrár sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra lýsir sig tilbúna til þátttöku í verkefnum til að stuðla að kjarabótum, lækkun vaxta og verðbólgu í samvinnu við ríki og Samband íslenskra sveitarfélaga.
Frekari vinnu við málið, vísað til vinnufundar sveitarstjórnar.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 13:15.