251. fundur 07. mars 2024 kl. 08:15 - 10:27 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Árný Hrund Svavarsdóttir formaður
  • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
  • Bjarki Oddsson varamaður
    Aðalmaður: Rafn Bergsson
Starfsmenn
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Formaður óskar eftir að bæta einu máli á dagsskrá mál nr 26 Styrkur til ADHD-samtakanna

1.Skráning lögbýlis - Skálabrekka

2402164

Birta Guðmundsdóttir óskar eftir skráningu lögbýlis að Skálabrekku, 861 Rangárþingi eystra.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við stofnun nýs lögbýlis að Skálabrekku.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

2.Íþróttamiðstöð; Breyting á gjaldskrá

2402283

Lögð fram tillaga um breytingu á gjaldskrá Íþróttamiðstöðvarinnar.
Byggðarráð tekur vel í breytinguna og óskar eftir áliti Heilsu- íþrótta og æskulýðsnefndar og að nefndin skili áliti fyrir næsta fund sveitarstjórnar.
Smþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

3.Ásahreppur; Erindi v. sameiningar sveitarfélaga

2402286

Lagt fram erindi hreppsnefndar Ásahrepps þar sem óskað er eftir fundi með sveitarstjórnum í Rangárvallasýslu til að ræða möguleika um sameiningar sveitarfélaga, áður en tekin verði ákvörðun um formlegar sameiningarviðræður.
Byggðarráð tekur vel í erindið og leggur til að fela sveitarstjóra og oddvita að ræða við Ásahrepp um að finna heppilegan fundartíma.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

4.Strandarvöllur ehf; Aðalfundur 18.03.24

2403011

Lagt fram aðalfundarboð Standarvallar ehf sem haldinn verður 18. mars nk.
Sveitarstjórn leggur til að Sigrún Þórarinsdóttir, verði áfram fulltrúi sveitarfélagsins í stjórn Strandarvallar ehf. Einnig að Sigrún sitji aðalfundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

5.Útboð - Bílastæði við Skógafoss

2402005

Auglýst var eftir tilboðum í verkið "Bílastæði við Skógafoss" í byrjun febrúar. Fimm tilboð bárust og þann 22. febrúar voru tilboðin opnuð á skrifstofu Rangárþings eystra að Austurvegi 4 að viðstöddum þeim bjóðendum sem það kusu. Niðurstaða tilboða er eftirfarandi: Eyfell ehf 234.000.000 kr, Aðalleið ehf 169.334.850 kr, Gröfuþjónustan og Smávélar 177.391.700 kr, Framráðs ehf 155.663.100 kr og Heflun ehf 140.367.500 kr.
Yfirferð verðtilboða og yfirferð á hæfisskilyrðum útboðs- og samningsskilmála verðu unnin af Verkfræðistofunni Eflu, f.h. Rangárþins eystra. Að yfirferðinni lokinni og ef ekki verða gerðar athugasemdir við hæfisskilyrði útboðs- og samningsskilmála er sveitastjóra er falið að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Heflun ehf. Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

6.Hlíðarvegur 14; Kauptilboð

2403019

Fyrir liggur kauptilboð í eignina Hlíðarveg 14.
Byggðarráð hafnar kauptilboðunum.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

7.Hvolsskóli; Greining á húsnæðisþörf

2307029

Lögð fram til kynningar greinargerð á húsnæðisþörf Hvolsskóla.
Byggðarráð vísar skýrslunni til umræðu í Fjölskyldunefnd og sveitarstjórn.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

8.Trúnaðarmál

2403024

Bókun færð í trúnaðarmálabók.

9.Sameiginlegur heilsu-, íþrótta- og tómstundafulltrúi

2309012

Rangárþing ytra lagði til í ágúst síðast liðið að skoðaður yrðu fýsileiki þess að sveitarfélögin myndu saman ráða heilsu-, íþrótta og tómstundafulltrúa. Málið hefur verið unnið áfram í sameiginlegum starfshóp en á síðasta fyndi byggðarráðs Rangárþings ytra var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð leggur til að falla að svo stöddu frá þátttöku í ráðningu sameiginlegs starfsmanns fyrir Rangárvallarsýslu.

Lagt fram minnisblað um málið.
Byggðarráð tekur undir bókun byggðarráðs Rangárþings ytra, að falla frá þáttöku í ráðningu sameiginlegs starfsmanns fyrir Rangárvallasýslu.
Byggðarráð hvetur til aukinnar samvinnu á sviði æskulýðs og íþróttamála á svæðinu.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

10.Sveitarfélag ársins; Boð um þátttöku 2024

2403028

Lagt fram erindi bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB þar sem sveitarfélaginu er boðin þátttaka í könnuninni um Sveitarfélag ársins 2024. Kostnaður Rangárþings eystra yrði 359.000 krónur.
Byggðarráð hafnar þátttöku í verkefninu.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

11.Umsögn vegna rekstrarleyfi - EJ Hótels - Grunnskólinn á Skógum

2403021

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokk IV, A Hótel, Hótel Skógafoss, Grunnskólinn á Skógum 861 Hvolsvöllur fnr. 219-1589, 227-6093.
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
Tómas Birgir Magnússon víkur af fundir undir afgreiðslu málsins.

12.Skipulags- og umhverfisnefnd - 41

2402003F

Lögð fram fundargerð 41. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar.
Fundargerð staðfest í heild sinni.
Tómas Birgir Magnússon kemur aftur til fundar.
  • 12.1 2402060 Ósk um skilti - Austurvegur 14
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 41 Skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu málsins. Verið er að vinna að breytingu á deiliskipulagi fyrir svæðið, m.a. er bætt við skilmálum um auglýsingarskilti við Austurveg 14.
  • 12.2 2310016 Deiliskipulag - Eyvindarholt
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 41 Tillagan var auglýst frá 20.desember 2023 með athugasemdarfrest til og með 7.febrúar 2024. Umsagnir bárust frá lögbundnum umsagnaraðilum, Heilbrigðisteftirlit Suðurlands gerir ekki athugasemdir ásamt, Veðurstofu Íslands, Brunavarnareftirliti Rangárvallasýslu og Umhverfisstofnun. Vegagerðin bendir að sýna skuli veghelgunarsvæði og málsetja uppdrætti. Veghelgunarsvæðið er afmarkað í deiliskipulaginu svk. skipulagsreglugerðinni og í greindargerð, sjá kafla 5.2. Skipulags- og umhverfisnefnd hafnar því umsögn Vegagerðarinnar en bílastæðin sem eru innan veghelgunar skulu vera með samþykktu leyfi Vegagerðarinnar.
    Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • 12.3 2211022 Deiliskipulag - Hvolsvegur og Hlíðarvegur
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 41 Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að hún verði auglýst og send til umsagnaraðila svk. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • 12.4 2401053 Deiliskipulag - Ormsvöllur og Dufþaksbraut
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 41 Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram skv. minnisblaði nefndarinnar.
  • 12.5 2303002 Deiliskipulag - Eystra-Seljaland
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 41 Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verð auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • 12.6 2311157 Aðalskipulag - Hólmalækur
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 41 Aðalskipulagslýsigin var send til umsagnaraðila og kynnt skv. 30. gr. skipulagslaga. Umsagnir bárust frá Veðurstofu Íslands sem bendir á að erfitt er að draga úr tjóni með vörnum nema með lokunum og rýmingum á svæðinu. Vegagerðin bendir á vegtengingu við Þjóðveg 1 en vegtegingin er núþegar skilgreind í aðalskipulagi sveitarfélagsins. Skipulagsstofnun bendir m.a. á að svæðið sé á úrvals landbúnaðarlandi en óskar eftir umsögn RML á næstu stigum. Nægt framboð er á landbúnaðarlandi í sveitarfélaginu og ólíklegt að landeignin veðri notuð sem slík.
    Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan veðri send til Skipulagsstofnunar til athugunar í sæmræmi við 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • 12.7 2311105 Aðalskipulag - Brekkur
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 41
  • 12.8 2306061 Deiliskipulag - Barkastaðir
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 41 Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að óska eftir frekari upplýsingum varðandi tillögu að breyttu staðfangi.
    Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við deiliskipulagstillöguna og leggur til við sveitarstjórn r að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • 12.9 2309076 Aðalskipulag - Barkastaðir
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 41 Tillagan var send til Skipulagsstofunar og heimild var veitt til að auglýsa. Minniháttar breytingar hafa veirð gerðir eftir athugun Skipulagsstofnunar. Fjallað er m.a. nánar um staðsetningu vatnsbóls ásamt niðurstöðum umhverfismats. Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við breytingarnar.
  • 12.10 2402002F Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 107
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 41
  • 12.11 2402166 Skipulags- og umhverfisnefnd - auka fundur
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 41

13.Ungmennaráð - 35

2402009F

Lögð fram fundargerð 35. fundar Ungmennaráðs.

14.Fjölmenningarráð - 2

2402005F

Lögð fram fundargerð 2. fundar Fjölmenningarráðs.
Fundargerð staðfest í heild sinni.

15.Sorpstöð Rangárvallasýslu bs; 234. fundur stjórnar

2402284

Lögð fram fundargerð 234. fundar stjórnar Sorpstöðvar Rangárvallasýslu.
Fundargerð staðfest í heild sinni.
Fylgiskjöl:

16.Samband íslenskra sveitarfélaga; 943. fundur stjórnar

2402173

Lögð fram til kynningar fundargerð 943. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

17.Samband íslenskra sveitarfélaga; 944. fundur stjórnar

2403004

Lögð fram til kynningar fundargerð 944. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

18.27. fundur svæðisskipulagsnefndar Suðurhálendisins

2403013

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 27. fundar svæðisskipulagsnefndar Suðurhálendis.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

19.Óbyggðanefnd; Þjóðlendumál - eyjar og sker

2402099

Lagt fram til kynningar erindi Óbyggðanefndar um þjóðlendumál; eyjar og sker.
Lagt fram til kynningar.

20.Matvælaráðuneyti; Regluverk um búfjárbeit - sjónarmið matvælaráðuneytis

2402103

Lagt fram til kynningar erindi Matvælaráðuneytis er varðar regluverk um búfjárbeit.
Lagt fram til kynningar.

21.Endurnýjun samnings við Markaðsstofu Suðurlands

2311046

Lagður fram til kynningar endurnýjaður samningur við Markaðsstofu Suðurlands.
Lagt fram til kynningar.

22.Markaðs- og kynningarfulltrúi; Auglýsing starfs; Ráðningarferli

2403015

Lögð fram til kynningar auglýsing um starf Markaðs- og kynningarfulltrúa.
Lagt fram til kynningar.

23.Lánasjóður sveitarfélaga; Aðalfundarboð 2024

2403017

Lagt fram aðalfundarboð Lánasjóðs sveitarfélaga 2024.
Lagt fram til kynningar.

24.Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Þorvaldseyrarvegar (2328-01) af vegaskrá

2403016

Lagt fram bréf Vegagerðarinnar um fyrirhugaða niðurfellingu Þorvaldseyarvegar af vegaskrá.
Lagt fram til kynningar.

25.Reglugerð um sjálfbæra landnýtingu; Umsögn Rangárþings eystra

2403027

Lögð fram til kynningar umsögn Rangárþings eystra um reglugerð um sjálfbæra landnýtingu.
Lagt fram til kynningar.

26.Styrkur til ADHD-samtakanna

2403029

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:27.