250. fundur 15. febrúar 2024 kl. 08:15 - 08:58 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Árný Hrund Svavarsdóttir formaður
  • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
  • Rafn Bergsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá

1.Endurnýjun samnings við Markaðsstofu Suðurlands

2311046

Á 244. fundi byggðarráðs var afgreiðslu afgreiðslu erindis frestað og óskað eftir kynningu Markaðsstofunnar á starfseminni.

Sú kynning hefur nú farið fram fyrir sveitarstjórn og málið því aftur komið á dagsskrá.

Lagt fram erindi Markaðsstofu Suðurlands þar sem óskað er eftir endurnýjun samnings við Rangárþing eystra.
Byggðarráð samþykkir með þremur samhljóð atkvæðum að endurnýja samning við Markaðsstofu Suðurlands.

2.The Rift fjallahjólakeppnin 2024

2308015

The Rift reiðhjólakeppnin verður haldin þann 20. júlí nk. með upphaf og endamark á Hvolsvelli. Undirbúningsnefnd keppninnar óskar eftir leyfi frá sveitarfélaginu til bráðabirgðalokana á vegum sbr. fylgiskjölum sem og afnot af húsnæði félagsmiðstöðvarinnar við Ormsvöll fyrir stjórnstöð.
Byggðarráð Rangárþings eystra gerir ekki athugasemdir fyrir sitt leiti við keppnishald og bráðabirgðalokanir á vegum enda vara lokanir ekki lengur en þarf vegna keppninnar. Byggðarráð samþykkir ennfremur að húsnæði sveitarfélagsins verði lánað til verkefnisins endurgjaldslaust til að þjóna sem stjórnstöð fyrir keppnisstjórn. Byggðarráð lýsir yfir ánægju sinni með að svo stórt íþróttamót sé haldið í sveitarfélaginu og óskar keppnishöldurum og keppendum góðs gengis.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

3.Minnisblað um endurskipulagningu mötuneytis 2024

2402075

Lagt fram minnisblað um endurskipulagningu mötuneytis sveitarfélagsins.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

4.Umsögn vegna rekstrarleyfi - Nýlenda (Leirur 2)

2401097

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokk II, G Íbúðir að Nýlenda fnr. 219-1298
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

5.Skipulags- og umhverfisnefnd - 39

2401010F

Lögð fram fundargerð 39. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar.
Fundargerð staðfest í heild sinni.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 39 Tillagan var send til yfirferðar til Skipulagsstofnunar þar sem athugasemdir bárust, umsagnaraðilar veittu einnig umsagnir á vinnslutillögu og óskað var eftir umsögn Ráðgjafamiðstöðvar Landbúnaðarins (RML). Í umsögn RML kemur fram að stærsti hluti svæðisins sé gott landbúnaðarland en þó þurfi líklega að endurskipuleggja og/eða bæta framræslu til að hægt sé að rækta landið. Skipulags- og umhverfisnefnd tekur undir umsögn RML og að ekki hafi verið vöntun á ræktunarlandi á þessu svæði undanfarin ár. Þrátt fyrir að víða sé verið að taka gott landbúnaðarland til landnýtingar, við ótengda ræktun skal hafa í huga að stærsti hluti láglendis sveitarfélagsins sé gott eða allgott ræktunarland og ekki sé hægt að hefta alfarið aðra nýtingu lands, á meðan lítil eftirspurn sé eftir landi til ræktunar.
    Í greinargerð er tekið fram að leitast verði við að hönnun falli sem best að svæðinu og forðast skuli óþarfa röskun lands frá því sem nú er. Hugtakið dreifbýlisyfirbragð kemur fram í landskipulagsstefnu og stefnt er að uppbygging svæðisins haldi því.
    Umhverfisstofnun bendir á að framkvæmdin geti haft neikvæð áhrif á búsvæði fugla og geti rýrt verndargildi svæðisins og hverfisvernd. Tilkynning hefur verið send til Skipulagsstofnunar um mögulega matsskyldu framkvæmdar í samræmi við lið 12.03.
    Í samráði við Vegagerðina og framkvæmdaraðila verða vegtengingar skoðaðar í heild sinni fyrir svæðið.
    Heilbrigðiseftirlit Suðurlands bendir framkvæmdaraðilum á að skoða aðra kosti framkvæmdarinnar sem falla betur að aðalskipulagi sveitarfélagsins og vilja fá betri grein fyrir umfangi og fyrirkomulagi fráveitu á svæðinu og að skólphreinsivirki sé staðsett innan verndarsvæða. Nánari umfjöllun um fráveitu verður á deiliskipulagsstigi. Gert er ráð fyrir að bera saman 0-kost og svo tillögu breytingarinnar. Áfram verður gert ráð fyrir að hönnun og skipulag taki mið af núverandi náttúrufari svæðisins og það skerðist sem minnst.
    Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að uppfærð tillaga verði send til yfirferðar hjá Skipulagsstofnun og auglýst skv. 31. mgr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 39 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu að deiliskipulagi og að það verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • 5.3 2401095 Deiliskipulag - Ey
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 39 Skipulags- og umhverfisnefnd gerir athugasemd við staðvísi en skv. reglugerð 577/2017 kemur m.a. fram að staðgreinar raðast rökréttt í hækkandi röð og eru leiðandi fyrir notendur. Nefndin leggur til að hin- nýja lóð fá staðfangið Ey 2b eða 3b. Að öðru leiti samþykkir nefndin tillögu að breyttu deiliskipulagi og að það verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Markaðs- og menningarnefnd - 15

2402001F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 15. fundar Markaðs- og menningarnefndar.
Fundargerð staðfest í heild sinni.
  • Markaðs- og menningarnefnd - 15 Markaðs- og menningarnefnd þakkar Björg, Stefan og Bárði kærlega fyrir góða kynningu og umræður. Nefndin felur Markaðs- og kynningarfulltrúa að vinna áfram að verkefnum sem rætt var um á fundinum í samstarfi við byggðarþróunarfulltrúa, ferðaþjónustu- og hagsmunaaðila.

    Samþykkt samhljóða.



  • Markaðs- og menningarnefnd - 15 Markaðs- og menningarnefnd felur markaðs- og kynningarfulltrúa að auglýsa eftir umsóknum í vorúthlutun Menningarsjóðs Rangárþings eystra 2024.

    Samþykkt samhljóða.

7.SASS; 606. fundur stjórnar

2402028

Lögð fram til kynningar fundargerð 606. fundar SASS.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

8.Samband íslenskra sveitarfélaga; 942. fundur stjórnar

2402064

Lögð fram til kynningar fundargerð 942. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

9.Safnmappa; þingsályktanir og frumvörp til umsagnar 2024

2401004

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 08:58.