322. fundur 08. febrúar 2024 kl. 12:00 - 12:48 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Elvar Eyvindsson varamaður
    Aðalmaður: Anton Kári Halldórsson
  • Rafn Bergsson aðalmaður
  • Sigríður Karólína Viðarsdóttir aðalmaður
  • Árný Hrund Svavarsdóttir aðalmaður
  • Bjarki Oddsson aðalmaður
  • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
  • Lilja Einarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
  • Árný Lára Karvelsdóttir yfirmaður tæknideildar
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Tómas Birgir Magnússon oddviti setur fund og óskar eftir athugasemdum við fundarboð. Í fundarsalnum sitja Árný Hrund Svavarsdóttir, Sigríður Karólína Viðarsdóttir, Elvar Eyvindsson í fjarveru Antons Kára Halldórssonar, Lilja Einarsdóttir, Rafn Bergsson, Bjarki Oddsson og oddviti Tómas Birgir Magnússon.
Árný Lára Karvelsdóttir markaðs- og kynningarfulltrúi sem sér um útsendinguna og Margrét Jóna Ísólfsdóttir skrifstofu- og fjármálastjóri sem ritar fundargerð en hún situr einnig fundinn sem staðgengill sveitarstjóra í fjarveru Antons Kára.

1.Minnisblað sveitarstjóra; 8. febrúar 2024

2402013

Lagt fram minnisblað sveitarstjóra um helstu verkefni liðinna vikna.
Til máls tóku: TBM, LE og MJÍ.
Lagt fram til kynningar.

Fyrirspurnir fulltrúa B-lista varðandi minnisblað sveitarstjóra sem ætlað er að upplýsa sveitarstjórnarfulltrúa og íbúa um verkefni líðandi stundar hverju sinni.
Heimavist við Fsu
Hefur starfshópurinn um heimavist sem sveitarstjóri minnist á í minnisblaðinu hitt hlutaðeingandi aðila reglulega á meðan að núverandi úrræði hafi verið við lýði til að halda málinu vakandi?


Fulltrúar sakna umræðu um eftirfarandi þætti í minnisblaðinu og leggja fram eftirfarandi spurningar

Heildarendurskoðun samþykkta sveitarfélagsins Rangárþings eysta.
Á 318. fundi sveitarstjórnar þann 9. nóvember 2023 var samþykkt að strax yrði hafist handa við heildarendurskoðun samþykkta Rangárþings eystra og lokaniðurstaða lægi fyrir í janúar 2024. Sveitarstjóra var falið að taka saman gögn og gera drög að nýjum samþykktum fyrir sveitarstjórn og halda vinnufundi með sveitarstjórn til að vinna málinu framgöngu. Þann 11. janúar sl. var haldinn fyrsti fundur þeirrar vinnu sem gekk mjög vel og því spyrjum við nú hvar er sú vinna nú stödd, hvenær er gert ráð fyrir næsta fundi svo vinnan tefjist ekki fram úr hófi?

Framkvæmdir og nýting gamla húsnæðis leikskólans Arkar
Ljóst er að framkvæmdir eru í gangi í gamla leikskólahúsnæði Arkarinnar. Eru þær framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins, ef svo er, hvar er sú vinna stödd og hver er framkvæmda- og kostnaðaráætlun við þær framkvæmdir?
Í þessu samhengi viljum við árétta eftirfarandi afgreiðslu sveitarstjórnar og að umrætt minnisblað verið birt sveitarstjórn hafi það verið unnið.
Á 311. fundi sveiarstjórnar þann 9. mars 2023 var tekið fyrir erindi vegna aðstöðu fyrir eldri borgara á Hvolsvelli
Benedikta S. Steingrímsdóttir sendi erindi til Fjölskyldunefndar varðandi nýtingu á húsnæði leikskólans þegar starfsemin flytur. Fjölskyldunefnd bókaði eftirfarandi: Fjölskyldunefnd þakkar Benediktu kærlega fyrir erindið. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að hafin verði þarfagreining sem fyrst á því húsnæði sem losnar í sveitarfélaginu þegar leikskólinn flytur í nýju leikskólabygginguna.
Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að vinna greiningu á húsnæðisþörf undir félagsstarf í sveitarfélaginu og vinna í framhaldinu minnisblað um mögulega notkun húsnæðisins og leggja fyrir sveitarstjórn. Samhliða verði lokið við vinnu við deiliskipulag reitsins sem eignirnar standa á.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.
Bjarki Oddsson
Lilja Einarsdóttir
Rafn Bergsson

2.Bókun stjórnar SASS v. heimavistar við FSU

2402011

Á 606. fundi stjórnar SASS var eftirfarandi bókun samþykkt:



Stjórn SASS skorar á mennta- og barnamálaráðherra að beita sér tafarlaust fyrir því að óvissu vegna heimavistar við Fjölbrautaskóla Suðurlands verði eytt hið allra fyrsta. Samkvæmt upplýsingum frá skólastjórnendum þá rennur samningur um núverandi húsnæði heimavistarinnar út á vordögum 2024 og engar ráðstafanir hafa verið gerðar til að tryggja nemendum sem þess þurfa húsnæðisúrræði fyrir næsta skólaár.

Það markaði tímamót þegar samningar náðust um rekstur heimavistarinnar á haustdögum 2020 eftir nokkurra ára tímabil þar sem engin húsnæðisúrræði voru til staðar. Nýtingin á heimavistinni hefur verið mjög góð og það sætir því furðu að ríkið skuli ekki ganga frá samningum um áframhaldandi rekstur hennar þegar fyrir liggur að tilboð barst frá núverandi rekstraraðila.

Heimavist við skólann er lykilatriði í því að tryggja jafnrétti til náms á starfssvæði skólans og því með öllu óviðunandi að ríkið skuli bjóða ungmennum og fjölskyldum þeirra upp á þá óvissu sem nú er uppi.

Framkvæmdastjóra og stýrihópi er falið að fylgja erindinu eftir og óska eftir fundi með ráðherra.
Til máls tók: LE, SKV, RB, EE og TBM.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra tekur að öllu leyti undir bókun stjórnar SASS frá 2. febrúar 2024 og skorar á mennta- og barnamálaráðherra að beita sér tafarlaust fyrir því að óvissu vegna heimavistar við Fjölbrautarskóla Suðurlands verði eytt hið fyrsta. Nokkur fjöldi nemenda í Rangárþingi eystra hefur nýtt sér heimavistina frá því hún var endurvakin árið 2020. Sveitarstjórn Rangárþings eystra ítkrekar að heimavist við skólann sé lykilatriði í því að tryggja jafnrétti til náms á starfssvæði skólans og því með öllu óviðunandi að ríkið skuli bjóða ungmennum og fjölskyldum þeirra upp á þá óvissu sem nú er uppi.
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3.Erindi frá byggðaþróunarfulltrúa vegna atvinnustefnu

2401091

Lagt fram erindi byggðaþróunarfulltrúa þar sem leitast er eftir formlegu samþykki Rangárþings eystra fyrir þátttöku í gerð sameiginlegri atvinnustefnu fyrir Rangárþing eystra og Rangárþings ytra. Auk þess er óskað eftir því að sveitarstjórn tilnefni tvo fulltrúa þess sem þátttakendur í verkefnastjórn.
Til máls tók: TBM.
Sveitarstjórn samþykkir að unnin verði sameiginleg atvinnustefna fyrir Rangárþing eystra og ytra. Sveitarstjórn tilnefnir Anton Kára Halldórsson og Guri Hilstad Ólason sem þátttakendur í verkefnastjórn vinnunnar.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

4.Aðalskipulagsbreyting - Butra

2308046

Tillagan gerir ráð fyrir að um 25 ha. svæði úr landbúnaðarlandi (L1) verði breytt í skógræktarsvæði.

Skipulagslýsingin var send til umsagnaraðila og auglýst frá 20. nóvember með athugasemdarfrest til og með 9. desember 2023. Umsagnir bárust frá Náttúrufræðisamtökum Íslands þar sem bent er á að skógrækt skuli falla vel að landi, vernda landslag og ásýnd svæða. Skipulagsstofnun bendir á að verið er að taka landbúnaðarland (L1) og gera þurfi grein fyrir forsendum þess og taka þurfi afstöðu til hvernig breytingin samræmist aðalskipulagi sveitarfélagsins. Skipulags- og umhverfisnefnd telur staðsetninguna henta undir skógrækt og komi ekki til með að spilla ásýnd. Landið er á rýru landi sem hentar vel til landgræðslu og skógræktar en skógrækt er einnig landbúnaður. Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við umhverfismatsskýrslu og framkomna tillögu og leggur til við sveitarstjórn að hún verði send til Skipulagsstofnunar til yfirferðar skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir framkomna tillögu. Sveitarstjórn samþykkir að tillagan verði send til Skipulagsstofnunnar til athugaunar fyrir auglýsingu í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

5.Aðalskipulag - Skeggjastaðir land 14

2311149

Aðalskipulagslýsingin gerir ráð fyrir að landeigninni Skeggjastaðir 14, sem er 4 ha og Fákaflöt 26,7 ha, verði breytt í íbúðarbyggð (ÍB) úr landbúnaðarlandi (LÍ).

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við framkomna lýsingu og leggur til við sveitarstjórn að hún verði auglýst og kynnt fyrir almenningi skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar. Sveitarstjórn samþykkir að lýsingin verði send til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

6.Aðalskipulag - Bergþórugerði

2311144

Verið er að breyta fjölda íbúða úr 40 í 90 í heilda við Bergþórugerði á Hvolsvelli (ÍB9). Skipulagssvæðið er óbreytt.

Skipulagslýsingin var send til umsagnaraðila og auglýst frá 20. desember 2023 með athugasemdafrest til og með 10. janúar 2024. Tillagan var einnig kynnt með opnu húsi hjá Skipulags- og byggingarembætti sveitarfélagsins þann 3. janúar sl. Umsagnir bárust frá Vegagerðinni um að fullt samráð skuli eiga sér stað varðandi tengingu við Þjóðveg og Skipulagsstofnun bendir á að umhverfismatið þurfi að vera skýrt og vísa í einstaka umhverfisþætti. Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við framkomna tillögu og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir framkomna tillögu. Sveitarstjórn samþykkir að tillagan verði send til Skipulagsstofnunnar til athugunar fyrir auglýsingu í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

7.Aðalskipulag - Stóra-Mörk 1, breyting

2301088

Um er að ræða breytingu á landnotkun á jörðunum Stóra-Mörk 1 L163808, Stóra-Mörk 3 L163810 og Stóra-Mörk 3B L224421 úr landbúnaðarlandi (L) í ca 3,4 ha svæði undir verslun- og þjónustu (VÞ), ca 23 ha svæði undir afþreyingar- og ferðamannasvæði (AF) og ca 27 ha svæði undir skógræktar- og landgræðslusvæði (SL).

Skipulagstillagan var auglýst frá 22.nóvember 2023 með athugasemdarfrest til og með 8.janúar 2024. Ábendingar bárust frá Vegagerðinni og Heilbrigðiseftirlitinu sem hafa verið leiðréttar. Umhverfisstofnun bendir á að Nauthúsagil er á náttúruminjaskrá og því mikilvægt að tjaldsvæðið hafi ekki neikvæð áhrif á landslag og ásýnd staðarins. Umhverfisstofnun bendir einnig á að fjalla þurfi ítarlegra um hvernig verði tekið tillit til ábyrgðartegunda á Íslandi og ítarlegri umfjöllun um náttúrufar. Brugðist hefur verið við þeim athugasemdum með þeim hætti að skilmálar verða settir í deiliskipulag til að draga úr neikvæðum áhrifum landslags og ásýnd. Staðið er að fornleifaskráningu fyrir deiliskipulög svæðanna. Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við breytingu á flokkun landbúnaðarlands og tekur undir umsögn Búnaðarsambands Suðurlands.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði afgreidd skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir tillöguna og að hún verði afgreidd í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

8.Aðalskipulag - Steinar 1, breyting

2304022

Um er að ræða breytingu á landnotkun á hluta jarðarinnar Steinar 1 L163721 og lóðarinnar Hvassafell 2, samtals að stærð 107,6 ha, L219654 úr Landbúnaðarland (L) í verslun- og þjónustu (VÞ).

Tillagan var send til yfirferðar til Skipulagsstofnunar þar sem athugasemdir bárust, umsagnaraðilar veittu einnig umsagnir á vinnslutillögu og óskað var eftir umsögn Ráðgjafamiðstöðvar Landbúnaðarins (RML). Í umsögn RML kemur fram að stærsti hluti svæðisins sé gott landbúnaðarland en þó þurfi líklega að endurskipuleggja og/eða bæta framræslu til að hægt sé að rækta landið. Skipulags- og umhverfisnefnd tekur undir umsögn RML og að ekki hafi verið vöntun á ræktunarlandi á þessu svæði undanfarin ár. Þrátt fyrir að víða sé verið að taka gott landbúnaðarland til landnýtingar, við ótengda ræktun skal hafa í huga að stærsti hluti láglendis sveitarfélagsins sé gott eða allgott ræktunarland og ekki sé hægt að hefta alfarið aðra nýtingu lands, á meðan lítil eftirspurn sé eftir landi til ræktunar. Í greinargerð er tekið fram að leitast verði við að hönnun falli sem best að svæðinu og forðast skuli óþarfa röskun lands frá því sem nú er. Hugtakið dreifbýlisyfirbragð kemur fram í landskipulagsstefnu og stefnt er að uppbygging svæðisins haldi því. Umhverfisstofnun bendir á að framkvæmdin geti haft neikvæð áhrif á búsvæði fugla og geti rýrt verndargildi svæðisins og hverfisvernd. Tilkynning hefur verið send til Skipulagsstofnunar um mögulega matsskyldu framkvæmdar í samræmi við lið 12.03. Í samráði við Vegagerðina og framkvæmdaraðila verða vegtengingar skoðaðar í heild sinni fyrir svæðið. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands bendir framkvæmdaraðilum á að skoða aðra kosti framkvæmdarinnar sem falla betur að aðalskipulagi sveitarfélagsins og vilja fá betri grein fyrir umfangi og fyrirkomulagi fráveitu á svæðinu og að skólphreinsivirki sé staðsett innan verndarsvæða. Nánari umfjöllun um fráveitu verður á deiliskipulagsstigi. Gert er ráð fyrir að bera saman 0-kost og svo tillögu breytingarinnar. Áfram verður gert ráð fyrir að hönnun og skipulag taki mið af núverandi náttúrufari svæðisins og það skerðist sem minnst. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að uppfærð tillaga verði send til yfirferðar hjá Skipulagsstofnun og auglýst skv. 31. mgr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir framkomna tillögu. Sveitarstjórn samþykkir að tillagan verði send til Skipulagsstofnunnar til athugaunar fyrir auglýsingu í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

9.Deiliskipulag - Öldugarður

2304002

Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir að heimilt veðri að byggja allt að 200 m² íbúðarhús, 100 m² bílskúr og tvö gestahús sem verða 60-80 m². Mænishæð verður frá 5 til 7 m.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu að deiliskipulagi og að það verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða.

10.Deiliskipulag - Ey

2401095

Umræður breytingu á deiliskipulagi að Ey sem samþykkt var 14.febrúar 2013. Tillagagan gerir ráð fyrir einni íbúðarhúsalóð sem er 2 ha. að stærð með heimild fyrir 300 m² íbúðarhúsi, tveimur 50 m² gestahúsum og allt að 200 m² skemmu.

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir athugasemd við staðvísi en skv. reglugerð 577/2017 kemur m.a. fram að staðgreinar raðast rökréttt í hækkandi röð og eru leiðandi fyrir notendur. Nefndin leggur til að hin- nýja lóð fá staðfangið Ey 2b eða 3b. Að öðru leiti samþykkir nefndin tillögu að breyttu deiliskipulagi og að það verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða.

11.Deiliskipulag - Ytra-Seljaland

2205094

Hnaukar ehf. óska eftir heimild til deiliskipulagsgerðar á svæði undir 39 frístundahúsalóðir. Á hverri lóð verður heimilt að byggja allt að 130 m² hús ásamt 25 m² geymslu/gestahúsi. Mesta mænishæð er 6,0 m frá gólfkóta.

Deiliskipulagstillagan var send til umsagnaraðila og auglýst frá 20. nóvember 2023 til 3. janúar 2023. Athugasemdir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands um mögulegan skort og gæði neysluvatns með borholu, að staðsetja þurfi sorpílát þegar frístundalóðir eru fleiri en 20. Deiliskipulagstillagan hefur verið auglýst áður og en þar bárust athugasemdir frá landeigendum sem fjallað hefur verið um. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða.

12.Umsögn um tækifærisleyfi - Þorrablót Njálsbúð

2401094

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna umsóknar Kvenfélagsins Bergþóru, um tækifærisleyfi fyrir þorrablóti þann 17. febrúar 2024 í félagsheimilinu Njálsbúð.

Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.
Elvar Eyvindsson víkur af fundi undir afgreiðslu málsins.

13.Umsögn vegna rekstrarleyfi - Skíðbakki lóð 2

2401066

Sýslumaður Suðurlands óskar eftir umsögn vegna umsóknar um leyfi til reksturs í flokki II, minna gistiheimili, Skíðbakki lóð 2, 861 Hvolsvelli.
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.
Elvar Eyvindsson kemur aftur til fundar.

14.Byggðarráð - 248

2401007F

Fundargerð 248. fundar Byggðarráðs lögð fram til staðfestingar.
Til máls tók: LE,
Fundargerð staðfest í heild.

15.Byggðarráð - 249

2401009F

Fundargerð 249. fundar Byggðarráðs lögð fram til staðfestingar.
Fundargerð staðfest í heild.

16.Bergrisinn; 69. fundur stjórnar 27.01.24

2401093

Fundargerð 69. fundar stjórnar Bergrisans lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

17.Móttaka rafrænna gagna á vegum héraðsskjalasafna

2402008

Lagt fram kynningarbréf um móttuku rafrænna ganga á vegum héraðsskjalasafna og stofnun Miðstöðvar héraðsskjalasafna um rafræna skjalavörslu.
Lagt fram til kynningar.

18.Lánasjóður sveitarfélaga; Auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga

2401092

Lagt fram bréf Lánasjóðs sveitarfélaga þar sem auglýst er eftir framboðum í stjórn sjóðsins.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:48.