249. fundur 01. febrúar 2024 kl. 08:15 - 09:37 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Árný Hrund Svavarsdóttir formaður
  • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
  • Rafn Bergsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá

1.Nýbýlavegur 44; Sala eignar 101

2401048

Lögð fram kauptilboð í íbúð að Nýbýlavegi 44.
Byggðarráð hafnar öllum tilboðum í eignina.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

2.Hlíðarvegur 14; ósk um langtímaleigu

2401090

Lagt fram erindi Gistiheimilis Íslands ehf þar sem óskað er eftir langtímaleigu húsnæðis að Hlíðarvegi 14.
Sveitarstjóra falið að afla frekari gagna í málinu.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

3.Framlag til verkefna á sviði inngildingar (fjölmenningar)

2401050

Lagt fram erindi SASS þar sem tilkynnt er að sveitarfélaginu er úthlutað verkefnastyrk að fjárhæð

1.000.000, kr. Forsendur styrkveitingar er að styrkt verkefni verði unnin á fyrri hluta n.k. árs eða fyrir

1. júní 2023. Aðrar forsendur eru að verkefnið vinni að sama marki og verkefnið í heild, þ.e. að

verkefnið auki á inngildingu nýrra íbúa og sé þar með ætlað að draga úr íbúaveltu í samfélögunum

til lengri tíma. Verkefnum sveitarfélaganna er að auki ætlað að vekja athygli á málaflokknum, opna

fyrir nýjar hugmyndir að verkefnum og draga fram ólíkar nálganir sveitarfélaga í málaflokknum.
Byggðarráð þakkar fyrir veittan styrk og felur Fjölmenningarráði að koma með tillögur að verkefnnum til að verja styrknum í.

4.Foreldraráð leikskólans Öldunnar; Tillaga um samræmingu á niðurfellingu fæðisgjalda milli skólastiga.

2401043

Á 15. fundi Fjölskyldunefndar var eftirfarandi bókun gerð: Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samræma reglur á milli stofnana sem og að reglur verði uppfærðar í gjaldskrá leikskólans.

Byggðarráð felur fjármálastjóra í samvinnu við leikskólastjóra og skólastjóra að yfirfara relgur um niðurfellingu fæðisgjalda, samræma þær og leggja til samþykktar fyrir sveitarstjórn.

5.Bergrisinn; Reglur Bergrisans um stoðþjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir

2401083

Lagðar fram til samþykktar reglur Bergrisans um stoðþjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.
Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leiti reglur Bergrisans um stoðþjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

6.Umsögn um tækifærisleyfi - Þorrablót Hvolsvelli

2401071

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna umsóknar Þorrablótsnefndar Hvolhrepps um tækifærisleyfi fyrir þorrablóti þann 3. febrúar 2024 í íþróttahúsinu Hvolsvelli.
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

7.Umsögn um tækifærisleyfi - Þorrablót Fossbúð

2401069

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna umsóknar Snæbjörns Björssonar um tækifærisleyfi fyrir þorrablóti þann 27. janúar 2024 í félagsheimilinu Fossbúð.
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

8.Umsögn um tækifærisleyfi - Þorrablót Goðaland

2401070

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna umsóknar Búnaðarfélags Fljótshlíðinga um tækifærisleyfi fyrir þorrablóti þann 10. febrúar 2024 í félagsheimilinu Goðalandi.
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

9.Umsögn um tækifærisleyfi - Þorrablót Heimalandi

2401072

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna umsóknar Búnaðarfélags Vestur-Eyfellinga um tækifærisleyfi fyrir þorrablóti þann 24. febrúar 2024 í félagsheimilinu Heimalandi.
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

10.Umsögn um tækifærisleyfi - Þorrablót Fossbúð

2401069

Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

11.Skipulags- og umhverfisnefnd - 38

2401006F

Lögð fram til staðfestingar og umræðu fundargerð 38. fundar Skipulags- og byggingarnefndar.
Fundargerð staðfest í heild sinni.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 38 Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna tillöguna áfram.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 38 Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna tillöguna áfram.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 38 Deiliskipulagstillagan var send til umsagnaraðila og auglýst frá 20. nóvember 2023 til 3. janúar 2023. Athugasemdir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands um mögulegan skort og gæði neysluvatns með borholu, að staðsetja þurfi sorpílát þegar frístundalóðir eru fleiri en 20. Deiliskipulagstillagan hefur verið auglýst áður og en þar bárust athugasemdir frá landeigendum sem fjallað hefur verið um.
    Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 38 Skipulagslýsingin var send til umsagnaraðila og auglýst frá 20. nóvember með athugasemdarfrest til og með 9. desember 2023. Umsagnir bárust frá Náttúrufræðisamtökum Íslands þar sem bent er á að skógrækt skuli falla vel að landi, vernda landslag og ásýnd svæða. Skipulagsstofnun bendir á að verið er að taka landbúnaðarland (L1) og gera þurfi grein fyrir forsendum þess og taka þurfi afstöðu til hvernig breytingin samræmist aðalskipulagi sveitarfélagsins. Skipulags- og umhverfisnefnd telur staðsetninguna henta undir skógrækt og komi ekki til með að spilla ásýnd. Landið er á rýru landi sem hentar vel til landgræðslu og skógræktar en skógrækt er einnig landbúnaður.
    Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við umhverfismatsskýrslu og framkomna tillögu og leggur til við sveitarstjórn að hún verði send til Skipulagsstofnunar til yfirferðar skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 38 Skipulagslýsingin var send til umsagnaraðila og auglýst frá 20. desember 2023 með athugasemdafrest til og með 10. janúar 2024. Tillagan var einnig kynnt með opnu húsi hjá Skipulags- og byggingarembætti sveitarfélagsins þann 3. janúar sl. Umsagnir bárust frá Vegagerðinni um að fullt samráð skuli eiga sér stað varðandi tengingu við Þjóðveg og Skipulagsstofnun bendir á að umhverfismatið þurfi að vera skýrt og vísa í einstaka umhverfisþætti.
    Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við framkomna tillögu og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 38 Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við framkomna lýsingu og leggur til við sveitarstjórn að hún verði auglýst og kynnt fyrir almenningi skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 38 Skipulagstillagan var auglýst frá 22.nóvember 2023 með athugasemdarfrest til og með 8.janúar 2024. Ábendingar bárust frá Vegagerðinni og Heilbrigðiseftirlitinu sem hafa verið leiðréttar. Umhverfisstofnun bendir á að Nauthúsagil er á náttúruminjaskrá og því mikilvægt að tjaldsvæðið hafi ekki neikvæð áhrif á landslag og ásýnd staðarins. Umhverfisstofnun bendir einnig á að fjalla þurfi ítarlegra um hvernig verði tekið tillit til ábyrgðartegunda á Íslandi og ítarlegri umfjöllun um náttúrufar. Brugðist hefur verið við þeim athugasemdum með þeim hætti að skilmálar verða settir í deiliskipulag til að draga úr neikvæðum áhrifum landslags og ásýnd. Staðið er að fornleifaskráningu fyrir deiliskipulög svæðanna. Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við breytingu á flokkun landbúnaðarlands og tekur undir umsögn Búnaðarsambands Suðurlands.
    Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði afgreidd skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 38 Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar fyrir góðar ábendingar og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna þær áfram.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 38
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 38

12.Fjölskyldunefnd - 15

2401005F

Lögð fram til staðfestingar og umræðu fundargerð 15. fundar Fjölskyldunefndar.
Fundargerð staðfest í heild sinni.

13.SASS; 605. fundur stjórnar

2401049

Lögð fram til umræðu fundargerð 605. fundar stjórnar SASS.
Fundargerð lögð fram.

14.Samband íslenskra sveitarfélaga; 941. fundur stjórnar

2401051

Lögð fram til umræðu fundargerð 941. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerð lögð fram.

15.Bergrisinn; 64. fundur stjórnar;

2401073

Lögð fram til umræðu fundargerð 64. fundar stjórnar Bergrisands.
Fundargerð lögð fram.

16.Bergrisinn; 65. fundur stjórnar; 09.11.23

2401074

Lögð fram til umræðu fundargerð 65. fundar stjórnar Bergrisands.
Fundargerð lögð fram.

17.Bergrisinn; 66. fundur stjórnar; 20.11.23

2401075

Lögð fram til umræðu fundargerð 66. fundar stjórnar Bergrisands.
Fundargerð lögð fram.

18.Bergrisinn; 67. fundur stjórnar; 04.12.23

2401076

Lögð fram til umræðu fundargerð 67. fundar stjórnar Bergrisands.
Fundargerð lögð fram.

19.Bergrisinn; 68. fundur stjórnar; 18.12.23

2401082

Lögð fram til umræðu fundargerð 68. fundar stjórnar Bergrisands.
Fundargerð lögð fram.

20.Katla Jarðvangur; 74. fundur stjórnar 18.01.24

2401059

Lögð fram til umræðu fundargerð 74. fundar stjórnar Kötlu jarðvangas.
Fundargerð lögð fram.

21.Ákvörðun Persónuverndar um notkun Google Workspace for Education í grunnskólastarfi

2401056

Lagt fram til kynningar erindi Persónuverndar um notkun Google Workspace for Education í grunnskólastarfi.
Hvolsskóli hefur ekki nýtt sér Goggle Workspace í sínu starfi og því þarf sveitarfélagið ekki að bregaðst við erindinu.

22.Life umsókn - Þátttaka Rangárþings eystra

2401089

Skipulags- og byggingarfulltrúi kemur til fundar í gegnum fjarfundarbúnað og kynnir þátttöku sveitarfélagsins í Life umsókn, vegna fráveitumála.
Byggðarráð hafnar þátttöku í verkefninu.

23.Bréf til sveitarfélaga; innheimta innviðagjalda

2401088

Lagt fram bréf Innviðaráðuneytisins þar sem lagðar eru fram nokkrar spurningar vegna innheimtu sveitarfélaga á innviðagjöldum við lóðaúthlutun.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:37.