248. fundur 16. janúar 2024 kl. 08:15 - 09:18 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Árný Hrund Svavarsdóttir formaður
  • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
  • Bjarki Oddsson varamaður
    Aðalmaður: Rafn Bergsson
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá

1.ADHD samtökin; styrkbeiðni 2023

2307053

Erindið var tekið fyrir á 11. fundi fjölskyldunefndar og var eftirfarandi bókun samþykkt:

Fjölskyldunefnd leggur til að styrkumsóknin verði samþykkt og að fræðslan verði nýtt til fræðslu fyriralla íbúa í sveitarfélaginu.
Afgreiðslu erinds frestað. Sveitarstjóra falið að afla upplýsinga frá samtökunum um fræðslu til starfsmanna og/eða íbúa í sveitarfélaginu.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

2.Skipulags- og umhverfisnefnd - 37

2312007F

Lögð fram til umræðu og samþykktar fundargerð 37. fundar skipulags- og umhverfisnefndar.
Fundargerð staðfest í heild.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 37 Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar fyrir kynninguna og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 37 Skipulags- og umhverfisnefnd tekur undir tillögu N og D lista sveitarfélagsins og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 37 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir breytingar á samþykkt um staðvísa og önnur skilti í Rangárþingi eystra.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 37 Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og hið nýja staðfang, Gerðar land A.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 37 Tillagan var send til lögbundinna umsagnar aðila og auglýst frá 20. nóvember 2023 með athugasemdarfrest til og með 3. janúar 2024. Athugasemdir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands um orðalag og öflun neysluvatns sem brugðist hefur verið við. Þegar tillagan var auglýst í fyrsta sinn barst athugasemd frá landeigenda sem brugðist hefur verið við.
    Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði sent til Skipulagsstofnunar til yfirferðar og afgreitt skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 37
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 37 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi við Austurveg 14 og að það verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 37
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 37 Við yfirferð Skipulagsstofnunnar dags. 29.desember 2023 komu fram athugasemdir að tillagan sé ekki í samræmi við ákvæði aðalskipulag um að ekki skuli rjúfa úrvals landbúnaðarland og að byggingarreitur sé yfir skurðum sem falla undir hverfisvernd. Að mati skipulags- og umhverfisnefndar er fyrirhuguð uppbygging ágætlega staðsett, ekki er langt í sambærilega íbúðarbyggð við Gunnarshólma og Skíðbakka. Í greinargerð um hverfisvernd um safnskurði í Landeyjum (HV11) kemur fram að óheimilt sé að hindra rennsli um skurðina eða aðgengi að þeim sem kemur skýrt fram í deiliskipulagstillögunni.
    Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt og auglýst í Stjórnartíðindum.
  • 2.10 2305027 Deiliskipulag - Deild
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 37 Við yfirferð Skipulagsstofnunar dags. 29. desember 2023 komu fram athugasemdir að tillagan sé ekki í samræmi við ákvæði aðalskipulags um að ekki skuli rjúfa úrvals landbúnaðarland, að skilgreina þurfi vatnsverndarsvæði vatnsbóls sbr. umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og að meta hvort að setja þurfi fram kvöð um aðkomu að lóðunum. Að mati skipulags- og umhverfisnefndar er staðsetning lóðanna á ákjósanlegum stað enda innan við 80 m. frá núverandi íbúðarhúsi og mikil hækkun er í landinu. Staðsetning vatnsbóls er merkt með hniti og vatnsverndarsvæði þar um kring.
    Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði send aftur til Skipulagsstofnunar til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 37 Aðalskipulagsbreytingin var send til lögbundinna umsagnaraðila og auglýst frá 22. nóvember 2023 með athugasemdarfrest til og með 3. janúar 2024. Aðalskipulagsbreytinguna þurfti að auglýsa aftur þar sem fyrri auglýsing var ógild. Ábending barst frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands og tekið hefur verið undir sjónarmið HSL um sameiginlega vatnsveitu. Núverandi landeigendur eru að vinna að slíkri veitu og greinargerð verður breytt til samræmis. Brugðist hefur verið við athugasemdum Umhverfisstofnunar en það er mat skipulags- og umhverfisnefndar að verið er að taka minna land undir mannvirki með því að hafa það á fleiri hæðum. Í greinargerð kemur fram heildarfjöldi gesta og verið er að vinna að tilkynningu um mat á umhverfisáhrifum.
    Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framkomna breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins, að breytingin verði send til yfirferðar Skipulagsstofnunar fyrir gildistöku í B-deild stjórnartíðinda í samræmi við 32. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 37 Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 30. ágúst með athugasemdarfrest til 12. október 2023. Tillagan var send til lögbundinna umsagnaraðila og athugasemdir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands varðandi misræmi í aðalskipulagsbreytingunni og í deiliskipulaginu. Frekari skýringar hafa verið gefnar og Heilbrigðiseftirlitið samþykkt þær skýringar. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 37 Aðalskipulagsbreytingin var send til lögbundinna umsagnaraðila og auglýst frá 22. nóvember 2023 með athugasemdarfrest til og með 3. janúar 2024. Aðalskipulagsbreytinguna þurfti að auglýsa aftur þar sem fyrri auglýsing var ógild. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands bendir á að leiðrétta þurfi orðalag, úr smáhýsi í gestahús. Náttúrufræðistofnun Íslands bendir á álag fuglastofna á svæðinu en að mati nefndarinnar þarf ekki að breyta viðbragðsáætlunum út frá þeim breytingum sem nú eru í ferli.
    Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framkomna breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins, að breytingin verði send til yfirferðar Skipulagsstofnunnar fyrir gildistöku í B-deild stjórnartíðinda í samræmi við 32.gr skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 37 Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 22. nóvember 2023 með athugasemdarfrest til 3.janúar 2023. Tillagan var send til lögbundinna umsagnaraðila og athugasemdir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands um staðsetningu vatnsbóls og hreinsivirki sem brugðist hefur verið við og tekur nefndin undir að nauðsynlegt er að leysa neysluvatnsmál til lengri tíma og vanda þurfi til hreinsivirkja en taka þurfi tillit til mismunandi aðstæðna á hverjum stað. SKipulags- og umhverfisnefnd tekur undir með Vegagerðinni að núverandi varnargarðar séu ekki til þess gerðir að verjast stór- eða hamfaraflóðum. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 37 Skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu málsins.

3.Fjölmenningarráð - 1

2401004F

Lögð fram til umræði og staðfesetingar fundargerð 1. fundar Fjölmenningarráðs.
Fundargerð staðfest í heild.

4.Fjölmiðlaskýrsla 2023

2401001

Fjölmiðlaskýrslan 2023 lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

5.Safnmappa; þingsályktanir og frumvörp til umsagnar 2024

2401004

Lagt fram til kynningar frumvarp til laga um breytingu á lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga, nr. 101/2010.
Lagt fram til kynningar.

6.Kostnaðarmatsverkefni vegna úrgangsstjórnunar sveitarfélaga

2401022

Rangárþing eystra var valið úr hópi sveitarfélaga til að taka þátt verkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem meta á kostnað vegna úrgangsstjórnunar sveitarfélaga.

Viljayfirlýsing um þátttöku sveitarfélagsins lögð fram til kynningnar.
Lagt fram til kynningar.

7.Boðun á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga

2401025

Lagt fram til kynningar boð á 39. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið veriður fimmtudaginn

14. mars nk.
Lagt fram til kynningar.
Þóra Björg Ragnarsdóttir kemur til fundar.

8.Auglýsing um lóðaúthlutanir - Þjóðlendur

2401026

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnir fyrir byggðarráði vinnu sem stendur yfir vegna þjóðlendna í Þórsmörk og Goðalandi.
Skipulags- og byggingarfulltrúi vinnur áfram að málinu. Lagt fram til kynningar.
Þóra Björg Ragnarsdóttir fer af fundi.

Fundi slitið - kl. 09:18.