314. fundur 11. maí 2023 kl. 12:00 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson aðalmaður
  • Rafn Bergsson aðalmaður
  • Sigríður Karólína Viðarsdóttir aðalmaður
  • Árný Hrund Svavarsdóttir aðalmaður
  • Bjarki Oddsson aðalmaður
  • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
  • Guri Hilstad Ólason aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
  • Árný Lára Karvelsdóttir yfirmaður tæknideildar
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Tómas Birgir Magnússon oddviti setur fund og óskar eftir athugasemdum við fundarboð.
Í fundarsalnum sitja Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri, Árný Hrund Svavarsdóttir, Sigríður Karólína Viðarsdóttir, Rafn Bergsson, Bjarki Oddsson, Guri Hilstad Ólason, og oddviti Tómas Birgir Magnússon, Árný Lára Karvelsdóttir markaðs- og kynningarfulltrúi sem sér um útsendinguna og Margrét Jóna Ísólfsdóttir skrifstofu- og fjármálastjóri sem ritar fundargerð.

1.Minnisblað sveitarstjóra; 11. maí 2023

2305034

Lagt fram minnisblað sveitarstjóra um helstu verkefni liðinna vikna.

2.Ársreikningur Rangárþings eystra 2022; seinni umræða

2305010

Endurskoðaður ársreikningur Rangárþings eystra 2022 lagður fram til seinni umræðu í sveitarstjórn. Engar breytingar urðu á ársreikningnum á milli umræðna.
Til máls tóku: Anton Kári Halldórsson, Bjarki Oddsson og Tómas Birgir Magnússon.

Bókun B-lista
Fulltrúar B-lista fagna því að fram er kominn endurskoðaðumr ársreikningur sveitarfélagsins. Ársreikningurinn er einskonar framistöðumat sveitarfélagsins miðað við áætlanagerð. Það er því einstaklega ánægjulegt að sjá að rekstarniðurstaða sveitarsjóðs er jákvæð sem nemur 166 milljónum kr. Þar munar hvað mest um að meira fékkst úthlutað úr jöfnunarsjóði en áætlað var.
Í því samhengi benda fulltrúar B-lista á að sú jákvæða rekstarniðurstaða sem fagna ber, hefði jafnvel getað verið neikvæð ef ekki hefði verið fyrir hærra framlag úr jöfnunarsjóði en áætlað var. Við blasir krefjandi ástand á efnahagsmarkaði, fjármagnsgjöld koma til með að hækka, þrátt fyrir að vera ekki mjög hátt í samanburði við önnur sveitafélög fer skuldahlutfall hækkandi. Í sívaxandi samfélagi sem krefst aukinnar og framúrskarandi þjónustu ber að vanda verulega til áætlunargerðar.
Sérstaklega stingur í auga að „annar rekstarkostnaður“ fer um 20% frammúr áætlun.

Fulltrúar B-lista leggur því höfuð áherslu á samvinnu við vandaða fjárhagsáætlunargerð til lengri tíma. Sveitarstjórn verður að hafa skýra stefnu um hækkun tekna til að koma í veg fyrir frekari hækkun skuldahlutfalls. Jafnframt leggja fulltrúar B-lista áherslu á að sveitarstjórn hafi skýra forgangsröðun um fjárfestingar til komandi ára.
Horfum björtum augum framm á veginn og byggjum áfram upp framúrskarandi samfélag sem laðar að sér nýja íbúa á ábyrgan hátt.
Að lokum langar fulltrúa B-listans að þakka öllum starfsmönnum og forstöðumönnum sveitarfélagsins fyrir þeirra vinnu á síðasta ári og einnig þökkum við starfsmönnum og endurskoðendum sveitarfélagsins fyrir þeirra vinnu við ársreikniginn.

Bjarki Oddsson
Guri Hilstad Ólason
Rafn Bergsson


Rekstrarniðurstaða A og B hluta var jákvæð um 166 m.kr. og niðurstaða A hluta var jákvæð um 143 m.kr. Eigið fé í árslok 2022 nam 2.971 m.kr. samkvæmt efnahagsreikningi fyrir A og B hluta og 2.836 m.kr. fyrir A hluta.
Veltufé frá rekstri A og B hluta var 396 m.kr. en 309 m.kr. í A hluta. Veltufjárhlutfall var 1,8 í A og B hluta og 1,20 í A hluta. Skuldir og skuldbindingar A og B hluta námu 2.051 m.kr. í árslok 2022 en 1.946 m.kr. í A hluta. Skuldahlutfall A og B hluta í árslok 2022 var 69,8% og skuldaviðmið 39,5% sem er þrátt fyrir lántökur á árinu 2022 og breytingu á uppgjörsreglum sveitarfélaga langt undir 150% hámarki viðmiðunarreglna samkvæmt reglugerð um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga.

Ársreikningur 2022 samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

3.Lánasjóður sveitarfélaga; Lántaka í maí 2023

2305033

Lögð fram drög að umsókn Rangárþings eystra um lántökur á árinu 2023 hjá Lánasjóði sveitarfélaga að upphæð 300 millj.kr. Lánið er tekið til að fjármagna framkvæmdir við nýja byggingu leiksóla sbr. lög um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 stóð til að taka lán til framkvæmda að upphæð 500 millj.kr. Í ljósi góðrar afkomu sveitarfélagsins reynist ekki þörf á nema 300 millj.kr láni að svo stöddu.
Til máls tók: Bjarki Oddsson.
Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 300.000.000,- , með lokagjalddaga þann 20. mars 2039, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem
sveitarstjórnin hefur kynnt sér.
Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til fjármögnunar á framkvæmdum við leikskóla sveitarfélagsins sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Antoni Kára Halldórssyni, sveitarstjóra Rangárþings eystra, kt. 030583-3539, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Rangárþing eystra að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og
afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

4.Breyting á samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Rangárþings eystra

2303083

Á 312. fundi sveitarstjórnar var breytingu á samþykktum Rangárþings eystra vísað til seinni umræðu í sveitarstjórn. Beytingin lítur að breytingum á samþykktum um stjórn og fundarsköp aðildarsveitarfélaga byggðasamlagsins, sem lýtur að nauðsynlegu ákvæði um framsal á valdi til fullnaðarafgreiðslu barnaverndarþjónustu. Viðbót þessi verði í formi viðauka við samþykktir sveitarfélaganna.
Sveitarstjórn samþykkir í seinni umræðu breytingu á samþykktum sveitarfélagsins í formi viðauka varðandi fullnaðarafgreiðslu mála hjá Barnaverndarþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu skv. 3 mgr. 12. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

5.Byggðaþróunarfulltrúi Rangárvallasýslu

2303019

Lagt fram minnisblað frá fundi vinnuhóps um byggðarþróunarfulltrúa Rangárvallarsýslu og drög að samstarfssamningi til fimm ára milli SASS og Rangárþings ytra og Rangárþings eystra um atvinnu- og byggðarþróun á starfssvæði sambandsaðila.
Lagt til að sveitarfélagið verði þátttakandi í verkefninu, gengið til samninga við SASS og Rangárþing eystra verði leiðandi sveitarfélag og haldi utan um verkefnið. Kostnaður við verkefnið á árinu 2023 er áætlaðar kr. 1,3 milljón sem yrði mætt með viðauka við fjárhagsáætlun ársins sem myndi færast á atvinnumál og mætt með lækkun á handbæru fé.

Einnig er lagt til að skipa Anton Kára Halldórsson og Guri Hilstad Ólason í starfshóp um ráðingarferlið.

Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

6.Félags- og skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu; Breytingar á stjórn

2305031

Tillaga er um að Sigríður Karólína Viðarsdóttir taki sæti í stjórn byggðarsamlagsins. Varamaður verði Tómas Birgir Magnússon.
Sveitarstjórn samþykkir að Sigríður Karólína Viðarsdóttir taki sæti í stjórn byggðarsamlagsins og að varamaður verði Tómas Birgir Magnússon.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðu.

7.Ferðamálastefna Rangárþings eystra

1903081

Á 9. fundi markaðs- og menningarnefndar var lagt til að núverandi ferðamálastefna Rangárþings eystra verði endurskoðuð og aðgerðaráætlun yfirfarin sérstaklega með tilliti til eftirfarandi spurninga varðandi meginþætti ferðamálastefnunnar.

1.
Katla jarðvangur verði þekktur sem eitt helsta útivistarsvæði landsins til náttúruskoðunar, í fjölbreyttu landslagi með verndun og nýtingu að leiðarljósi.
Hvað hefur áunnist hjá Kötlu jarðvangi frá þeim tíma sem ferðamálastefnan var samþykkt og hvað hefur sveitarfélagið gert til að efla Kötlu jarðvang? Hver eru næstu skref í tilvist Kötlu jarðvangs?

2.
Að efla kynningu, samvinnu, fræðslu og nýsköpun í menningar- og sögutengdri ferðaþjónustu í sveitarfélaginu.
Hvað hefur verið gert í að efla kynningu, samvinnu, fræðslu og nýsköpun í menningar- og sögutengdri ferðaþjónustu í sveitarfélaginu?

3.
Áhersla verði lögð á Hvolsvöll sem áfangastað og miðstöð þjónustu í alfaraleið. Megináhersla verði á sögu, góða þjónustu, gestrisni, snyrtimennsku og sjálfbærni, þar sem vörur úr héraði verði í forgrunni.
Hvernig hefur því verið fylgt eftir að gera Hvolsvöll af áfangastað og miðstöð þjónustu í alfaraleið? Hvað var gert til að efla sögu, góða þjónustu, gestrisni, snyrtimennsku og sjálfbærni frá því að ferðmálaáætlun var samþykkt?

4.
Sveitarfélagið sinni skipulagsmálum af framsækni og taki þar mið af þróun atvinnulífs, en á sama tíma sé gætt að jafnvægi milli hagsmuna ferðaþjónustu og íbúa. Að tryggt sé nægt úrval lóða, í þéttbýli og dreifbýli, fyrir fjölbreytta starfsemi og búsetuform.
Er tryggt að nægt úrval lóða. Í þéttbýli og dreifbýli sé í boði fyrir ferðþjónustufyrirtæki og tengda starfsemi í sveitarfélaginu?

5.
Sveitarfélagið standi vörð um góðar og öruggar samgöngur og stuðli að góðu aðgengi að náttúruperlum svæðisins - þar sem við á.
Hvernig stendur sveitarfélagið vörð um góðar samgöngur og aðgengi að náttúruperlum svæðisins ? sérstaklega með tilliti til væntanlegs metfjölda ferðafólks í sumar og næstu ár?

6.
Efla skal jákvæða og góða ímynd sveitarfélagsins sem verði höfð að leiðarljósi fyrir starfandi fyrirtæki, íbúa og gesti. Byggt verði á þeirri ímynd til að efla samfélagið inn á við og út á við.
Hvernig hefur verið góð ímynd sveitafélagsins verið eflt og hvernig hefur verið byggt á þeirri ímynd?

7.
Sveitarfélagið leggur áherslu á gott samstarf og samráð við íbúa, ferðaþjónustuaðila og aðra hagsmunaaðila við framkvæmd þessarar stefnu.
Hvernig hefur samráð og samstarf við íbúa, ferðaþjóstuaðila og annara hagsmunaaðila verið háttað þegar kemur að því að framfylgja ferðamálastefnunni?
Til máls tóku: Guri Hilstad Ólason, Anton Kári Halldórsson, Tómas Birgir Magnússon.

Sveitarstjórn samþykkir að hafin verði vinna við endurskoðun ferðamálastefnu sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn felur markaðs- og menningarnefnd í samvinnu við markaðs- og kynningarfullrúa að hefja endurskoðun stefnunnar. Í þeirri vinnu verði árangur af fyrri stefnu metin og það árangursmat nýtt inn í uppfærða ferðamálastefnu sveitarfélagsins.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

8.Áskorun til sveitarstjórnar vegna gatnagerðar í miðbæ Hvolsvallar.

2305036

Skipulags- og umhverfisnefnd skorar á sveitarstjórn að grípa til harðari úrræða sem tiltæk eru til að ljúka við gatnagerð sem allra fyrst.
Til máls tóku: Anton Kári Halldórsson, Bjarki Oddsson.

Sveitarstjórn þakkar skipulags- og umhverfisnefnd erindið. Framkvæmdir við gatnagerðina eru á góðu skriði sem stendur og stefnt er að því að framkvæmdum ljúki um mánaðarmótin maí/júní. Að öðru leyti er málið í ferli hjá framkvæmdasviði sveitarfélagsins.

Samþykkt með sjö samhjlóða atkvæðum.

9.Umsókn um framkvæmdarleyfi - Hundagerði Rangárþings eystra

2304080

Ósk barst til Ráðhús Rangárþings eystra að koma fyrir hundagerði við Hvolsvöll. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi: Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu að hundagerði við Hvolsvöll og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir uppsetningu hundagerðis.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

10.Umsókn um framkvæmdarleyfi - Seljalandsfoss, lagfæringar á göngustíg

2303089

Á 22. fundi skipulagsnefndar var tekið fyrir umsókn um framkævmdarleyfið við Seljalandsfoss vegna hruns úr klettaveggjum við göngustíg fossins ásamt lagfæringum á göngustígum.
Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi ummálið: Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis.
Sveitarstjórn samþykkir með sjö samhljóða atkvæðum veitingu framkvæmdaleyfis.
Hlé gert á fundi 12.47. Fundur hefst aftur 12.57.

11.Umsókn um framkvæmdarleyfi - Mastur við Breiðabólstað

2303104

Á 23. fundi skipulagsnefndar var tekin fyrir umsókn Íslandsturnar sækja um heimild til þess að reisa 18 m fjarskiptamastur fyrir farsímaþjónustu á lóðinni Breiðabólsstaður 1 spennistöð L227732 í samræmi við meðfylgjandi uppdrætti unna af Íslandsturnum, dags. 01.02.2023.
Nefndin bókað eftirfarandi um málið:
Í ljósi niðurstöðu grenndarkynningar þar sem mikill fjöldi athugasemda barst, leggur skipulags- og umhverfisnefnd til við sveitarstjórn að umsókn um framkvæmdarleyfi verði hafnað.
Til máls tóku: Bjarki Oddsson, Anton Kári Halldórsson og Tómas Birgir Magnússon.

Sveitarstjórn hafnar umsókn um framkævmdarleyfi vegna masturs við Breiðabólstað. Sveitarstjórn gerir sér grein fyrir mikilvægi góðs fjarskiptasambands alls staðar í sveitarfélaginu m.t.t öryggissjónarmiða og þjónustu við íbúa. Sveitarstjórn felur skipulags og byggingarfulltrúa að hefja samtal við umsóknaraðila um aðrar mögulegar staðsetningar mastursins. Einnig er skipulags- og byggingarfulltrúa falið að hefja vinnu við heildstæða greiningu á fjarskiptasambandi í öllu sveitarfélaginu.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

12.Lausaganga búfjár í Rangárþingi eystra

2208054

28. nóvember 2022 var var haldinn fundur með Vegagerðinni, Lögregluembættinu, Bændasamtökum Íslands, sveitarstjórn ásamt markaðs- og menningarnefnd og skipulags- og umhverfisnefnd að fjalla um lausagöngu búfjár í Rangárþingi eystra. Á 17. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að sveitarfélagið afli sér upplýsinga um sambærilegar framkvæmdir í öðrum sveitarfélögum þar sem vel hefur tekist. Jafnframt leggur nefndin til að sótt verði um styrk til Vegagerðarinnar.
Til máls tóku: Anton Kári Halldórsson, Bjarki Oddsson, Rafn Bergsson og Tómas Birgir Magnússon.
Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram. Sveitarstjórn leggur til að boðað verði til fundar með fjallskilanefndum til að ræða málefnið.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

13.Aðalskipulag - Stóra-Mörk 1, breyting

2301088

Um er að ræða breytingu á landnotkun á jörðunum Stóra-Mörk 1 L163808, Stóra-Mörk 3 L163810 og Stóra-Mörk 3B L224421 úr landbúnaðarlandi (L) í ca 3,4 ha svæði undir verslun- og þjónustu (VÞ), ca 23 ha svæði undir afþreyingar- og ferðamannasvæði (AF) og ca 27 ha svæði undir skógræktar- og landgræðslusvæði (SL). Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið: Lýsing aðalskipulagsbreytingar hefur nú þegar verið auglýst og umsagnarfrestur liðinn. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Tillagan hefur verið kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með opnu húsi hjá skipulagsfulltrúa þann 20. mars 2023. Brugðist hefur verið við athugasemdum og ábendingum umsagnaraðila í meðfylgjandi tillögu. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til athugunar fyrir auglýsingu í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til athugunar fyrir auglýsingu í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

14.Landskipti - Stóra-Mörk 1

2303037

Ásgeir Árnason óskar eftir því að skipta tveimur spildum út úr Stóru-Mörk 1 L163808 skv. meðfylgjandi uppdráttum unnum af EFLA verkfræðistofa. Annars vegar er um að ræða spilduna Tangar stærð 25 ha og hins vegar spilduna Stóra-Mörk 1C stærð 21,2 ha. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið: Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu.
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

15.Aðalskipulag - Eystra-Seljaland F7, breyting

2302072

Um er að ræða breytingu á landnotkun á spildunni Eystra-Seljaland F7 L231719 úr Landbúnaðarland (L) í verslun- og þjónustu (VÞ).
Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið: Lýsing aðalskipulagsbreytingar hefur nú þegar verið auglýst og umsagnarfrestur liðinn. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Tillagan hefur verið kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með opnu húsi hjá skipulagsfulltrúa þann 20. mars 2023. Brugðist hefur verið við athugasemdum og ábendingum umsagnaraðila í meðfylgjandi tillögu. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til athugunar fyrir auglýsingu í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að hún verði send til Skipulagsstofnunar til athugunar fyrir auglýsingu í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

16.Aðalskipulag - Dílaflöt, breyting

2301089

Um er að ræða breytingu á landnotkun á ca 15 ha svæði úr spildunni Dílaflöt L234644 úr Landbúnaðarland (L) í verslun- og þjónustu (VÞ).
Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Lýsing aðalskipulagsbreytingar hefur nú þegar verið auglýst og umsagnarfrestur liðinn. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Tillagan hefur verið kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með opnu húsi hjá skipulagsfulltrúa þann 20. mars 2023. Brugðist hefur verið við athugasemdum og ábendingum umsagnaraðila í meðfylgjandi tillögu. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til athugunar fyrir auglýsingu í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að hún verði send til Skipulagsstofnunar til athugunar fyrir auglýsingu í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

17.Deiliskipulag - Skeggjastaðir land 17

2205050

Sigurjón Veigar Þórðarson óskar eftir því að deiliskipuleggja ca 0,7 ha spildu úr lóðinni Skeggjastaðir land 17. Gert er ráð fyrir allt að 150 m2 íbúðarhúsi ásamt 50 m2 geymslu/gestahúsi eða gróðurhúsi. Einnig er heimilt að byggja allt að 150 m2 skemmu/geymslu eða útihús. Heildarbyggingarmagn er 350 m2. Mænishæð er allt að 6,0 m m.v. gólfkóta. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi: Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

18.Deiliskipulag - Snotruholt

2304086

Um er að ræða tillögu að deiliskipulagi á ca 3,3 ha svæði úr landi Snotru L163897. Gert er ráð fyrir allt að fimm gestahúsum til útleigu fyrir ferðamenn. Hvert hús er allt að 60 m2 að stærð með mænishæð allt að 5,0m frá botnplötu. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið: Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

19.Deiliskipulag - Deild

2305027

Sveinn Þorgrímsson óskar eftir heimild til deiliskipulagsgerðar á jörðinni Deild í Fljótshlíð. Um er að ræða þrjár 5000 m2 íbúðalóðir. Á Hverri lóð verður heimild fyrir allt að 150 m2 íbúðarhúsi, allt að 100 m2 gestahúsi og allt að 75 m2 skemmu/gróðurhúsi. Hámarks mænishæð íbúðarhúss er 6,0m frá botnplötu en hámarks mænishæð annarra húsa er 4,0m frá botnplötu. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi: Skipulag- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst og kynnt almenningi og hagsmunaaðilum í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst og kynnt almenningi og hagsmunaaðilum í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.
Fylgiskjöl:

20.Deiliskipulag - Kirkjulækjarkot lóð 2

2108016

Jana Flieglová óskar eftir að deiliskipuleggja ca 1,5 ha svæði í landi Kirkjulækjarkots lóð 2 L190740. Gert er ráð fyrir íbúðarhúsi, bílskúr og gestahúsi. Heildarbyggingarmagn er ca 250 m2. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi: Á 20.fundi skipulags- og umhverfisnefndar var málinu frestað vegna athugasemdar Vegagerðarinnar. Í bréfi dags. 28.apríl 2023 er Vegagerðin búin að draga til baka upphaflega athugasemd.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við Sveitarstjórn að hún verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2012.
Til máls tók: Bjarki Oddsson.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að hún verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

21.Deiliskipulag - Bergþórugerði

2304018

Lagt er til að gerð verði breyting á deiliskipulagi í Bergþórugerði á Hvolsvelli. Breytingin felst í því að íbúðum í götunni er fjölgað úr 40 í 84. Gert er ráð fyrir 46 íbúðum í 2ja hæða fjölbýlishúsum með risi, 6 íbúðum í þremur parhúsum með risi og 22 íbúðum í einbýlishúsum, þar af 3 á tveimur hæðum með risi og 10 íbúðum í 2ja hæða raðhúsum með risi. Hámarks mænishæð er 7,5m. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að gerð verði aðalskipulagsbreyting vegna fjölda íbúða í Bergþórugerði. Tillagan verði auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Til máls tók: Tómas Birgir Magnússon.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að gerð verði aðalskipulagsbreyting vegna fjölda íbúða í Bergþórugerði. Sveitarstjórn samþykkir að deiliskipulagstillaga verði auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

22.Landskipti - Moldnúpur

2304047

Jóhann Geir Frímannsson óskar eftir því að stofna 18.230 m2 lóð úr Moldnúpi, L163783. Hin nýja lóð fær staðfangið Moldnúpur 3. Landskiptauppdrátturinn er unnin af Eflu verkfræðistofu dags. 21.mars 2023. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið: Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfang hinnar nýju spildu.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfang hinnar nýju spildu.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

23.Landskipti - Stóra-Mörk 3

2303038

Ásgeir Árnason óskar eftir því að skipta tveimur spildum út úr jörðinni Stóra-Mörk 3 L163810. Annars vegar er það spildan Stóra-Mörk 3C stærð 6ha og hins vegar Stóra-Mörk 3B stærð 27035,1 m2, skv. meðfylgjandi uppdráttum unnum af EFLA verkfræðistofa. Skipulags- og umhverfisnefndar bókaði eftirfarandi um málið: Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu.
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og staðfang hinna nýju spildna.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

24.Landskipti - Hvassafell

2302001

Heiða Björg Scheving óskar eftir samruna á Steina 5, L223108 við jörðina Hvassafell, L163670 og síðar landskipti á Hvassafelli, L163970 þar sem ný lóð er afmörkuð og hnitsett skv. meðfylgjandi uppdrætti. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi: Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og samruna við jörðina Hvassafell, L163670.
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og samruna við jörðina Hvassafell.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

25.Umsögn vegna rekstrarleyfis - Borgarskálinn ehf.

2304101

Sýslumaður Suðurlands óskar eftir umsögn vegna umsóknar frá Borgarskálinn ehf. að Stóru-Borg lóð, F2322209, fyrir leyfi til reksturs gististaðar í flokki II-H frístundahús. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi um málið: Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að grenndarkynna umsóknina. Grenndarkynnt verði fyrir landeigendum að Stóru-Borg, Stóru-Borg lóð, Stóru-Borg 2 og Stóru-Borg 4. Afgreiðslu málsins er frestað á meðan að grenndarkynning stendur yfir.
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn, með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

26.Umsögn vegna rekstrarleyfis - Hótel Spói

2305025

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna umsóknar Gengur ehf. kt. 600194-2919 fyrir rekstrarleyfi fyrir gististaðar í flokki II-C, minna gistiheimili að Hlíðarvegi 15.
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

27.Skipulags- og umhverfisnefnd - 22

2304004F

Lögð fram til um umræðu og samþykktar fundargerð 22. fundar skipulags- og umhverfisnefdar.
Fundargerð staðfest í heild.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 22 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 22 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir veitingu framkvæmdarleyfi.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 22 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 22 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að grenndarkynna umsóknina. Grenndarkynnt verði fyrir landeigendum að Stóru-Borg, Stóru-Borg lóð, Stóru-Borg 2 og Stóru-Borg 4. Afgreiðslu málsins er frestað á meðan að grenndarkynning stendur yfir.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 22 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að grenndarkynna framkvæmdina. Grenndarkynnt verði fyrir Skarðshlíð 1-3, Drangshlíð 1-2 og Drangshlíðardal, Drangshlíðardal 2 og Drangshlíð land. Afgreiðslu málsins er frestað á meðan að grenndarkynning stendur yfir.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 22 Lýsing aðalskipulagsbreytingar hefur nú þegar verið auglýst og umsagnarfrestur liðinn. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Tillagan hefur verið kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með opnu húsi hjá skipulagsfulltrúa þann 20. mars 2023. Brugðist hefur verið við athugasemdum og ábendingum umsagnaraðila í meðfylgjandi tillögu. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til athugunar fyrir auglýsingu í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 22 Lýsing aðalskipulagsbreytingar hefur nú þegar verið auglýst og umsagnarfrestur liðinn. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Tillagan hefur verið kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með opnu húsi hjá skipulagsfulltrúa þann 20. mars 2023. Brugðist hefur verið við athugasemdum og ábendingum umsagnaraðila í meðfylgjandi tillögu. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til athugunar fyrir auglýsingu í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 22 Lýsing aðalskipulagsbreytingar hefur nú þegar verið auglýst og umsagnarfrestur liðinn. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Tillagan hefur verið kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með opnu húsi hjá skipulagsfulltrúa þann 20. mars 2023. Brugðist hefur verið við athugasemdum og ábendingum umsagnaraðila í meðfylgjandi tillögu. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til athugunar fyrir auglýsingu í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 22 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 22 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu að hundagerði við Hvolsvöll og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 22 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að gerð verði aðalskipulagsbreyting vegna fjölda íbúða í Bergþórugerði. Tillagan verði auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 22 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 22 Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfang hinnar nýju spildu.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 22 Fundargerð staðfest í heild.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 22 Fundargerð staðfest.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 22 Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 22

28.Skipulags- og umhverfisnefnd - 23

2305004F

Lögð fram til um umræðu og samþykktar fundargerð 23. fundar skipulags- og umhverfisnefdar.
Fundargerð staðfest í heild.

29.Markaðs- og menningarnefnd - 9

2305003F

Lögð fram til um umræðu og samþykktar fundargerð 9. fundar Markaðs- og menningarnefndar.
Fundargerð staðfest í heild.
  • 29.1 2305011 Víkingurinn 2023
    Markaðs- og menningarnefnd - 9 Markaðs- og menningarnefnd þakkar erindið en leggur til að ekki verði tekið þátt í þessu verkefni í ár.
  • Markaðs- og menningarnefnd - 9 Markaðs og menningarnefnd þakkar þeim aðilum sem sóttu um fyrir áhugann. Markaðs og kynningarfulltrúa er falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræðu fundarins.
  • Markaðs- og menningarnefnd - 9 Markaðs- og menningarnefnd leggur til að núverandi ferðamálastefna Rangárþings eystra verði endurskoðuð og aðgerðaráætlun yfirfarin sérstaklega með tilliti til eftirfarandi spurninga varðandi meginþætti ferðamálastefnunnar.

    1.
    Katla jarðvangur verði þekktur sem eitt helsta útivistarsvæði landsins til náttúruskoðunar, í fjölbreyttu landslagi með verndun og nýtingu að leiðarljósi.
    Hvað hefur áunnist hjá Kötlu jarðvangi frá þeim tíma sem ferðamálastefnan var samþykkt og hvað hefur sveitarfélagið gert til að efla Kötlu jarðvang? Hver eru næstu skref í tilvist Kötlu jarðvangs?

    2.
    Að efla kynningu, samvinnu, fræðslu og nýsköpun í menningar- og sögutengdri ferðaþjónustu í sveitarfélaginu.
    Hvað hefur verið gert í að efla kynningu, samvinnu, fræðslu og nýsköpun í menningar- og sögutengdri ferðaþjónustu í sveitarfélaginu?

    3.
    Áhersla verði lögð á Hvolsvöll sem áfangastað og miðstöð þjónustu í alfaraleið. Megináhersla verði á sögu, góða þjónustu, gestrisni, snyrtimennsku og sjálfbærni, þar sem vörur úr héraði verði í forgrunni.
    Hvernig hefur því verið fylgt eftir að gera Hvolsvöll af áfangastað og miðstöð þjónustu í alfaraleið? Hvað var gert til að efla sögu, góða þjónustu, gestrisni, snyrtimennsku og sjálfbærni frá því að ferðmálaáætlun var samþykkt?

    4.
    Sveitarfélagið sinni skipulagsmálum af framsækni og taki þar mið af þróun atvinnulífs, en á sama tíma sé gætt að jafnvægi milli hagsmuna ferðaþjónustu og íbúa. Að tryggt sé nægt úrval lóða, í þéttbýli og dreifbýli, fyrir fjölbreytta starfsemi og búsetuform.
    Er tryggt að nægt úrval lóða. Í þéttbýli og dreifbýli sé í boði fyrir ferðþjónustufyrirtæki og tengda starfsemi í sveitarfélaginu?

    5.
    Sveitarfélagið standi vörð um góðar og öruggar samgöngur og stuðli að góðu aðgengi að náttúruperlum svæðisins - þar sem við á.
    Hvernig stendur sveitarfélagið vörð um góðar samgöngur og aðgengi að náttúruperlum svæðisins ? sérstaklega með tilliti til væntanlegs metfjölda ferðafólks í sumar og næstu ár?

    6.
    Efla skal jákvæða og góða ímynd sveitarfélagsins sem verði höfð að leiðarljósi fyrir starfandi fyrirtæki, íbúa og gesti. Byggt verði á þeirri ímynd til að efla samfélagið inn á við og út á við.
    Hvernig hefur verið góð ímynd sveitafélagsins verið eflt og hvernig hefur verið byggt á þeirri ímynd?

    7.
    Sveitarfélagið leggur áherslu á gott samstarf og samráð við íbúa, ferðaþjónustuaðila og aðra hagsmunaaðila við framkvæmd þessarar stefnu.
    Hvernig hefur samráð og samstarf við íbúa, ferðaþjóstuaðila og annara hagsmunaaðila verið háttað þegar kemur að því að framfylgja ferðamálastefnunni?

30.Sorpstöð Rangárvallasýslu bs; 226 fundur stjórnar

2305015

Lögð fram til umræðu og samþykktar fundargerð 226. fundar stjórnar Sorpstöðvar Rangárvallasýslu.
Fundargerð staðfest í heild.
Fylgiskjöl:

31.Sorpstöð Rangárvallasýslu bs; 227 fundur stjórnar

2305014

Lögð fram til umræðu og samþykktar fundargerð 227. fundar stjórnar Sorpstöðvar Rangárvallasýslu.
Til máls tóku: Rafn Bergsson, Tómas Birgir Magnússon og Anton Kári Halldórsson.
Fundargerð staðfest í heild.
Fylgiskjöl:

32.72. fundur stjórnar Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur - Skaftafellssýslu

2305002

Lögð fram til umræðu og samþykktar fundargerð 72. fundar stjórnar Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur - Skaftafellssýslu.
Fundargerð staðfest í heild.

33.Sorpstöð Rangárvallasýslu bs; 228 fundur stjórnar

2305016

Lögð fram til umræðu og samþykktar fundargerð 228. fundar stjórnar Sorpstöðvar Rangárvallasýslu.
Fundargerð staðfest í heild.
Fylgiskjöl:

34.25. fundur svæðisskipulagsnefndar Suðurhálendisins

2305030

Lögð fram til umræði og kynningar fundargerð 25. fundar svæðisskipulagsnefndar Suðurhálendisins.
Til máls tók: Anton Kári Halldórsson.
Í samræmi við tillögu svæðisskipulagsnefndar með tilvísan í 3. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 15. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021, samþykkir sveitarstjórn tillgöu að svæðisskipulagi Suðurhálendis 2022-2042.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

35.Samband íslenskra sveitarfélaga; 925. fundur stjórnar

2305013

Lögð fram til umræði og kynningar fundargerð 925. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerð lög fram.

37.227. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands

2305032

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 227. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands.
Fundargerð lög fram.

38.Barnvænt sveitarfélag; Greinargerð vegna stöðumats

2304097

Lögð fram til kynningar greingargerð vegna stöðumats Barnvæns sveitarfélags.
Til máls tók: Anton Kári Halldórsson, Guri Hilstad Ólason, Tómas Birgir Magnússon.
Lagt fram til kynningar.

Sveitarstjórn þakkar fyrir greinargóða skýrslu og óskar eftir að fá verkefnastjóra Barnvæns samfélags til fundar við sveitarstjórn til að fara yfir niðurstöður skýrslunnar og næstu skref í verkefninu.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

39.Bréf frá Vinum íslenskrar náttúru

2305019

Lagt fram til umræðu og kynningar bréf frá Vinum íslenskrar náttúru þar sem sveitarfélgög eru hvött til að huga vel að því við skipulagningu á skógrækt með hvaða hætti hún kemur til meða að hafa áhrif á vistkerfi og ásýnd landsins. Einkunnarorð félagsins eru: Rétt tré á réttum stað.
Til máls tóku: Anton Kári Halldórsson og Bjarki Oddsson.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið.