9. fundur 08. maí 2023 kl. 16:30 - 17:30 á skrifstofu Rangárþings eystra
Nefndarmenn
  • Christiane L. Bahner formaður
  • Guðni Ragnarsson
  • Guri Hilstad Ólason
  • Kristín Jóhannsdóttir
    Aðalmaður: Guðni Steinarr Guðjónsson
  • Stefán Friðrik Friðriksson
  • Konráð Helgi Haraldsson
  • Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir
Fundargerð ritaði: Helga Guðrún Lárusdóttir starfsmaður
Dagskrá

1.Víkingurinn 2023

2305011

Beiðni kom frá félagi kraftamanna um að hluti keppninnar Víkingar 2023 fari fram í Rangárþingi eystra 14. - 16. júlí 2023. Beðið er um styrk að upphæð 250. þúsund að auki beiðni um aðstöðu fyrir viðburðinn.
Markaðs- og menningarnefnd þakkar erindið en leggur til að ekki verði tekið þátt í þessu verkefni í ár.

2.17. júní hátíðarhöld 2023

2304013

Auglýst var eftir áhugasömum aðilum til að halda 17. júní hátíðarhöld á Hvolsvelli.
Markaðs og menningarnefnd þakkar þeim aðilum sem sóttu um fyrir áhugann. Markaðs og kynningarfulltrúa er falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræðu fundarins.

3.Ferðamálastefna Rangárþings eystra

1903081

Markaðs- og menningarnefnd leggur til að núverandi ferðamálastefna Rangárþings eystra verði endurskoðuð og aðgerðaráætlun yfirfarin sérstaklega með tilliti til eftirfarandi spurninga varðandi meginþætti ferðamálastefnunnar.

1.
Katla jarðvangur verði þekktur sem eitt helsta útivistarsvæði landsins til náttúruskoðunar, í fjölbreyttu landslagi með verndun og nýtingu að leiðarljósi.
Hvað hefur áunnist hjá Kötlu jarðvangi frá þeim tíma sem ferðamálastefnan var samþykkt og hvað hefur sveitarfélagið gert til að efla Kötlu jarðvang? Hver eru næstu skref í tilvist Kötlu jarðvangs?

2.
Að efla kynningu, samvinnu, fræðslu og nýsköpun í menningar- og sögutengdri ferðaþjónustu í sveitarfélaginu.
Hvað hefur verið gert í að efla kynningu, samvinnu, fræðslu og nýsköpun í menningar- og sögutengdri ferðaþjónustu í sveitarfélaginu?

3.
Áhersla verði lögð á Hvolsvöll sem áfangastað og miðstöð þjónustu í alfaraleið. Megináhersla verði á sögu, góða þjónustu, gestrisni, snyrtimennsku og sjálfbærni, þar sem vörur úr héraði verði í forgrunni.
Hvernig hefur því verið fylgt eftir að gera Hvolsvöll af áfangastað og miðstöð þjónustu í alfaraleið? Hvað var gert til að efla sögu, góða þjónustu, gestrisni, snyrtimennsku og sjálfbærni frá því að ferðmálaáætlun var samþykkt?

4.
Sveitarfélagið sinni skipulagsmálum af framsækni og taki þar mið af þróun atvinnulífs, en á sama tíma sé gætt að jafnvægi milli hagsmuna ferðaþjónustu og íbúa. Að tryggt sé nægt úrval lóða, í þéttbýli og dreifbýli, fyrir fjölbreytta starfsemi og búsetuform.
Er tryggt að nægt úrval lóða. Í þéttbýli og dreifbýli sé í boði fyrir ferðþjónustufyrirtæki og tengda starfsemi í sveitarfélaginu?

5.
Sveitarfélagið standi vörð um góðar og öruggar samgöngur og stuðli að góðu aðgengi að náttúruperlum svæðisins - þar sem við á.
Hvernig stendur sveitarfélagið vörð um góðar samgöngur og aðgengi að náttúruperlum svæðisins ? sérstaklega með tilliti til væntanlegs metfjölda ferðafólks í sumar og næstu ár?

6.
Efla skal jákvæða og góða ímynd sveitarfélagsins sem verði höfð að leiðarljósi fyrir starfandi fyrirtæki, íbúa og gesti. Byggt verði á þeirri ímynd til að efla samfélagið inn á við og út á við.
Hvernig hefur verið góð ímynd sveitafélagsins verið eflt og hvernig hefur verið byggt á þeirri ímynd?

7.
Sveitarfélagið leggur áherslu á gott samstarf og samráð við íbúa, ferðaþjónustuaðila og aðra hagsmunaaðila við framkvæmd þessarar stefnu.
Hvernig hefur samráð og samstarf við íbúa, ferðaþjóstuaðila og annara hagsmunaaðila verið háttað þegar kemur að því að framfylgja ferðamálastefnunni?

Fundi slitið - kl. 17:30.