23. fundur 05. maí 2023 kl. 10:00 - 11:05 á skrifstofu Rangárþings eystra
Nefndarmenn
 • Heiðbrá Ólafsdóttir varamaður
  Aðalmaður: Anna Runólfsdóttir
 • Baldur Ólafsson aðalmaður
 • Lea Birna Lárusdóttir varamaður
  Aðalmaður: Bjarki Oddsson
 • Elvar Eyvindsson aðalmaður
 • Guðmundur Ólafsson aðalmaður
 • Guri Hilstad Ólason aðalmaður
 • Sigurður Þór Þórhallsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
 • Þóra Björg Ragnarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Þóra Björg Ragnarsdóttir Skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá

1.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Steinar 2 og 3 land 163724 - Flokkur 1,

2302018

Sigurður Örn Kristjánsson óskar eftir byggingarheimild fyrir 95,7 m2 frístundarhúsi að Steinum 2. Guðmundur Hreinsson skilar inn uppdráttum dags. 23.janúar 2023. Á 87. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa var málinu vísað til skipulags- og umhverfisnefndar.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að grenndarkynna framkvæmdina. Grenndarkynnt verði fyrir landeigendum Steinar 1, Steinar 2, Steinar 3, Steinar 5, Hvassafell og Hvassafell 2.
Afgreiðslu málsins er frestað á meðan grenndarkynning stendur yfir.

2.Umsókn um framkvæmdarleyfi - Mastur við Breiðabólstað

2303104

Íslandsturnar sækja um heimild til þess að reisa 18 m fjarskiptamastur fyrir farsímaþjónustu á lóðinni Breiðabólsstaður 1 spennistöð L227732 í samræmi við meðfylgjandi uppdrætti unna af Íslandsturnum, dags. 01.02.2023.
Í ljósi niðurstöðu grenndarkynningar þar sem mikill fjöldi athugasemda barst, leggur skipulags- og umhverfisnefnd til við sveitarstjórn að umsókn um framkvæmdarleyfi verði hafnað.

3.Deiliskipulag - Kirkjulækjarkot lóð 2

2108016

Jana Flieglová óskar eftir að deiliskipuleggja ca 1,5 ha svæði í landi Kirkjulækjarkots lóð 2 L190740. Gert er ráð fyrir íbúðarhúsi, bílskúr og gestahúsi. Heildarbyggingarmagn er ca 250 m2.
Á 20.fundi skipulags- og umhverfisnefndar var málinu frestað vegna athugasemdar Vegagerðarinnar. Í bréfi dags. 28.apríl 2023 er Vegagerðin búin að draga til baka upphaflega athugasemd.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við Sveitarstjórn að hún verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2012.

4.Landskipti - Hvassafell

2302001

Heiða Björg Scheving óskar eftir samruna á Steina 5, L223108 við jörðina Hvassafell, L163670 og síðar landskipti á Hvassafelli, L163970 þar sem ný lóð er afmörkuð og hnitsett skv. meðfylgjandi uppdrætti.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og samruna við jörðina Hvassafell, L163670.

5.Deiliskipulag - Deild

2305027

Sveinn Þorgrímsson óskar eftir heimild til deiliskipulagsgerðar á jörðinni Deild í Fljótshlíð. Um er að ræða þrjár 5000 m2 íbúðalóðir. Á Hverri lóð verður heimild fyrir allt að 150 m2 íbúðarhúsi, allt að 100 m2 gestahúsi og allt að 75 m2 skemmu/gróðurhúsi. Hámarksmænishæð íbúðarhúss er 6,0m frá botnplötu en hámarksmæniðshæð annarra húsa er 4,0m frá botnplötu.
Skipulag- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst og kynnt almenningi og hagsmunaaðilum í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Frumvarp - tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggöf og skipulagi, 1028. mál

2305026

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn vegna frumvarps til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi, 1028.mál

7.Sorpstöð Rangárvallasýslu - Skráning sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. að Strönd 2022

2305028

Niðurstöður skráninga Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs.

Fundi slitið - kl. 11:05.