22. fundur 02. maí 2023 kl. 10:00 - 11:10 á skrifstofu Rangárþings eystra
Nefndarmenn
 • Heiðbrá Ólafsdóttir varamaður
  Aðalmaður: Anna Runólfsdóttir
 • Baldur Ólafsson aðalmaður
 • Bjarki Oddsson aðalmaður
 • Elvar Eyvindsson aðalmaður
 • Guðmundur Ólafsson aðalmaður
 • Guri Hilstad Ólason aðalmaður
 • Sigurður Þór Þórhallsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Þóra Björg Ragnarsdóttir embættismaður
 • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þóra Björg Ragnarsdóttir Skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá
Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar Guðmundi Úlfari Gíslasyni fyrir vel unnin störf og býður Þóru Björg Ragnarsdóttur velkomna til starfa.
Elvar Eyvindsson víkur af fundi við afgreiðslu málsins.

1.Deiliskipulag - Snotruholt

2304086

Um er að ræða tillögu að deiliskipulagi á ca 3,3 ha svæði úr landi Snotru L163897. Gert er ráð fyrir allt að fimm gestahúsum til útleigu fyrir ferðamenn. Hvert hús er allt að 60 m2 að stærð með mænishæð allt að 5,0m frá botnplötu.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Elvar kemur aftur til fundar.

2.Umsókn um framkvæmdarleyfi - Seljalandsfoss, lagfæringar á göngustíg

2303089

Seljalandsfoss ehf. óskar eftir framkvæmdarleyfi vegna hruns úr klettaveggjum við göngustíg fossins ásamt lagfæringum á göngustígum.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir veitingu framkvæmdarleyfi.

3.Deiliskipulag - Skeggjastaðir land 17

2205050

Sigurjón Veigar Þórðarson óskar eftir því að deiliskipuleggja ca 0,7 ha spildu úr lóðinni Skeggjastaðir land 17. Gert er ráð fyrir allt að 150 m2 íbúðarhúsi ásamt 50 m2 geymslu/gestahúsi eða gróðurhúsi. Einnig er heimilt að byggja allt að 150 m2 skemmu/geymslu eða útihús. Heildarbyggingarmagn er 350 m2. Mænishæð er allt að 6,0m m.v. gólfkóta.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Umsögn vegna rekstrarleyfis - Borgarskálinn ehf.

2304101

Sýslumaður Suðurlands óskar eftir umsögn vegna umsóknar frá Borgarskálinn ehf. að Stóru-Borg lóð, F2322209, fyrir leyfi til reksturs gististaðar í flokki II-H frístundahús.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að grenndarkynna umsóknina. Grenndarkynnt verði fyrir landeigendum að Stóru-Borg, Stóru-Borg lóð, Stóru-Borg 2 og Stóru-Borg 4. Afgreiðslu málsins er frestað á meðan að grenndarkynning stendur yfir.

5.Umsókn um byggingaráform - Veiðihús veiðifélags Skógár

2304108

Rent Nordic ehf. óskar eftir heimild til byggingaráforma á veiðihúsi á lóð sem er í óskiptu landi Skarðhshlíðarbæja, A-Eyjafjöllum, skv. meðfylgjandi gögnum.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að grenndarkynna framkvæmdina. Grenndarkynnt verði fyrir Skarðshlíð 1-3, Drangshlíð 1-2 og Drangshlíðardal, Drangshlíðardal 2 og Drangshlíð land. Afgreiðslu málsins er frestað á meðan að grenndarkynning stendur yfir.

6.Aðalskipulag - Stóra-Mörk 1, breyting

2301088

Um er að ræða breytingu á landnotkun á jörðunum Stóra-Mörk 1 L163808, Stóra-Mörk 3 L163810 og Stóra-Mörk 3B L224421 úr landbúnaðarlandi (L) í ca 3,4 ha svæði undir verslun- og þjónustu (VÞ), ca 23 ha svæði undir afþreyingar- og ferðamannasvæði (AF) og ca 27 ha svæði undir skógræktar- og landgræðslusvæði (SL).
Lýsing aðalskipulagsbreytingar hefur nú þegar verið auglýst og umsagnarfrestur liðinn. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Tillagan hefur verið kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með opnu húsi hjá skipulagsfulltrúa þann 20. mars 2023. Brugðist hefur verið við athugasemdum og ábendingum umsagnaraðila í meðfylgjandi tillögu. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til athugunar fyrir auglýsingu í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Aðalskipulag - Dílaflöt, breyting

2301089

Um er að ræða breytingu á landnotkun á ca 15 ha svæði úr spildunni Dílaflöt L234644 úr Landbúnaðarland (L) í verslun- og þjónustu (VÞ).
Lýsing aðalskipulagsbreytingar hefur nú þegar verið auglýst og umsagnarfrestur liðinn. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Tillagan hefur verið kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með opnu húsi hjá skipulagsfulltrúa þann 20. mars 2023. Brugðist hefur verið við athugasemdum og ábendingum umsagnaraðila í meðfylgjandi tillögu. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til athugunar fyrir auglýsingu í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Aðalskipulag - Eystra-Seljaland F7, breyting

2302072

Um er að ræða breytingu á landnotkun á spildunni Eystra-Seljaland F7 L231719 úr Landbúnaðarland (L) í verslun- og þjónustu (VÞ).
Lýsing aðalskipulagsbreytingar hefur nú þegar verið auglýst og umsagnarfrestur liðinn. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Tillagan hefur verið kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með opnu húsi hjá skipulagsfulltrúa þann 20. mars 2023. Brugðist hefur verið við athugasemdum og ábendingum umsagnaraðila í meðfylgjandi tillögu. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til athugunar fyrir auglýsingu í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Landskipti - Stóra-Mörk 1

2303037

Ásgeir Árnason óskar eftir því að skipta tveimur spildum út úr Stóru-Mörk 1 L163808 skv. meðfylgjandi uppdráttum unnum af EFLA verkfræðistofa. Annars vegar er um að ræða spilduna Tangar stærð 25 ha og hins vegar spilduna Stóra-Mörk 1C stærð 21,2 ha.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu.

10.Umsókn um framkvæmdarleyfi - Hundagerði Rangárþings eystra

2304080

Ósk barst til Ráðhús Rangárþings eystra að koma fyrir hundagerði við Hvolsvöll.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu að hundagerði við Hvolsvöll og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.

11.Deiliskipulag - Bergþórugerði

2304018

Lagt er til að gerð verði breyting á deiliskipulagi í Bergþórugerði á Hvolsvelli. Breytingin felst í því að íbúðum í götunni er fjölgað úr 40 í 84. Gert er ráð fyrir 46 íbúðum í 2ja hæða fjölbýlishúsum með risi, 6 íbúðum í þremur parhúsum með risi og 22 íbúðum í einbýlishúsum, þar af 3 á tveimur hæðum með risi og 10 íbúðum í 2ja hæða raðhúsum með risi. Hámarksmænishæð er 7,5m.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að gerð verði aðalskipulagsbreyting vegna fjölda íbúða í Bergþórugerði. Tillagan verði auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

12.Landskipti - Stóra-Mörk 3

2303038

Ásgeir Árnason óskar eftir því að skipta tveimur spildum út úr jörðinni Stóra-Mörk 3 L163810. Annars vegar er það spildan Stóra-Mörk 3C stærð 6ha og hins vegar Stóra-Mörk 3B stærð 27035,1 m2, skv. meðfylgjandi uppdráttum unnum af EFLA verkfræðistofa.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu.

13.Landskipti - Moldnúpur

2304047

Jóhann Geir Frímannsson óskar eftir því að stofna 18.230 m2 lóð úr Moldnúpi, L163783. Hin nýja lóð fær staðfangið Moldnúpur 3.
Landskiptauppdrátturinn er unnin af Eflu verkfræðistofu dags. 21.mars 2023.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfang hinnar nýju spildu.

14.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 90

2304009F

Fundargerð staðfest í heild.
 • 14.1 2304034 Umsögn vegna starfsleyfis - Nikolett Molnar
  Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 90
 • 14.2 2304035 Umsókn um stöðuleyfi - Rauðafell 1
  Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 90 Stöðuleyfi er veitt til 12 mánaða frá 25.apríl 2023.
 • 14.3 2304043 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Steinar 1 163721 - Flokkur 2,
  Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 90 Byggingaráform samþykkt.
 • 14.4 2304051 Umsókn um stöðuleyfi - Matarvagn við Austurveg
  Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 90 Stöðuleyfi samþykkt til 1. nóvember 2023 með fyrirvara vegna framkvæmda við miðbæ Hvolsvallar.
 • 14.5 2303105 Umsókn um stöðuleyfi - Matarvagn við Skóga, The Food Truck Company
  Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 90
 • 14.6 2303112 Hátún 163946 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2,
  Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 90 Niðurrif samþykkt
 • 14.7 2304082 Ásólfsskáli 2 - Flutningsheimild
  Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 90 Samþykkt.
 • 14.8 2304083 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Leirur 2 163701 - Flokkur 2,
  Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 90 Byggingaráform samþykkt.
 • 14.9 2304077 Umsókn um byggingarleyfi - Tröð, mhl 06
  Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 90 Byggingaráform samþykkt.
 • 14.10 2302006 Umsögn vegna starfsleyfis - Naglasúpa ehf
  Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 90 Samþykkt með fyrirvara um að aðeins utanumhald og umsjón verði hýst að Nýbýlavegi 42.
 • 14.11 2304092 Breytt skráning fasteignar - Hólmabær
  Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 90 Samþykkt með fyrirvara um uppfærða uppdrætti.

15.Framkvæmdir og viðhald - Nýr leikskóli Vallarbraut

2011011

Fundargerð 29. verkfundar við nýjan leikskóla á Hvolsvelli
Fundargerð staðfest.

16.Gatnagerð - Hallgerðartún 3. áfangi

2301012

Niðurstaða útboðs á gatnagerð í 3. áfanga Hallgerðartún
Lagt fram til kynningar.

17.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 91

2304011F

 • 17.1 2304100 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Gunnarsgerði 9 - Flokkur 2,
  Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 91 Samþykkt.
 • 17.2 2304101 Umsögn vegna rekstrarleyfis - Borgarskálinn ehf.
  Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 91 Afgreiðslu málsins er vísað til skipulgs- og umhverfisnefndar þar sem að grenndarkynna þarf umsóknina.
 • 17.3 2304108 Umsókn um byggingaráform - Veiðihús veiðifélags Skógár
  Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 91 Málinu vísað til skipulags- og umhverfisnefndar þar sem að grenndarkynna þarf umsóknina.
 • 17.4 2304109 Breytt skráning landeignar - Samruni, Hvassafell og Steinar 5
  Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 91 Samþykkt.

Fundi slitið - kl. 11:10.