296. fundur 28. apríl 2022 kl. 12:15 - 16:10 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson oddviti
  • Elín Fríða Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðmundur Jón Viðarsson aðalmaður
  • Lilja Einarsdóttir sveitarstjóri
  • Rafn Bergsson aðalmaður
  • Christiane L. Bahner aðalmaður
  • Guri Hilstad Ólason aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Lilja Einarsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Oddviti setur fund og óskar eftir athugasemdum við fundargerð ef einhverjar eru.
Oddviti óskar eftir að bæta einu máli á dagsskrá, máli nr 6 fundargerð 210. fundar Byggðarráðs. Samþykkt samhljóða.

1.Ársreikningur Rangárþings eystra 2021; fyrri umræða

2204060

Ársreikningur Rangárþings eystra 2021 lagður fram til fyrri umræðu í sveitarstjórn. Ársreikningurinn hefur fengið kynningu í byggðarráði að viðstöddum aðalmönnum sveitarstjórnar.
Ársreikningurinn var samþykktur í byggðarráði og vísað til fyrri umræði í sveitarstjórn.
Lagður fram ársreikningur sveitarfélagsins fyrir árið 2021.
Rekstrarniðurstaða A og B hluta var jákvæð um 59,8 m.kr. en niðurstaða A hluta var neikvæð um 15,9 m.kr. Eigið fé í árslok 2021 nam 2.375 m.kr. samkvæmt efnahagsreikningi fyrir A og B hluta og 2.325 m.kr. fyrir A hluta. Veltufé frá rekstri A og B hluta var 229 m.kr. en 155 m.kr. í A hluta. Veltufjárhlutfall var 1,5 í A og B hluta og 1,20 í A hluta. Skuldir og skuldbindingar A og B hluta námu 1.245 m.kr. í árslok 2021 en 1.220 m.kr. í A hluta. Skuldahlutfall A og B hluta í árslok 2021 var 53,8% og skuldaviðmið 24,1% sem er langt frá 150% hámarki viðmiðunarreglna samkvæmt reglugerð um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga.
Sveitarstjórn fagnar þeirri góðu niðurstöðu sem ársreikningur sveitarfélagsins sýnir. Ljóst er að jafnvægi hefur náðst í rekstri sveitarfélagsins eftir krefjandi tíma. Ársreikningurinn sýnir að fjárhagur sveitarfélagsins byggir á sterkum grunni. Þessi grunnur er einmitt það sem gerir sveitarfélaginu kleift að ráðast í þær miklu framkvæmdir sem framundan eru í sveitarfélaginu.
Sveitarstjórn vísar ársreikningi 2021 til síðari umræðu.
Samþykkt samhljóða.

2.Endurskoðun samþykkta; fyrri umræða

2204061

Á 285. fundi sveitarstjórnar Rangárþings eystara þann 14. Október 2021 samþykkti sveitarstjórn að farið yrði í heildarendurskoðun á samþykktum Rangárþings eystra.
Lögð fram til fyrri umræðu tillaga að nýjum Samþykktum um stjórn Rangárþings eystra, sem leysi af hólmi gildandi samþykktir nr. 102/2014.
Ákvæði samþykktanna hafa verið uppfærð með tilliti til breytinga á lagaumhverfi sveitarfélaga, auk þess sem breytingar hafa verið gerðar á nefndafyrirkomulagi með tilliti til framkominna tillagna um breytingar á stjórnskipulagi.
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu erindisins.

3.Tillaga að endurskoðuðu stjórnskipulagi Rangárþings eystra; fyrri umræða

2204077

289. fundi sveitarstjórnar Rangárþings eystra var samþykkt að samhliða endurskoðun samþykkta yrði farið í úttekt með það að markmiði að skýra stjórnskipulag sveitarfélagsins m.a. með myndrænum hætti. Í framhaldi af því yrði farið í úttekt á rekstri og fjárhag sveitarfélagsins. Samið var við RR-ráðgjöf.
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar. Sveitarstjórn felur ráðgjafa að undirbúa aðra útfærslu á samþykktum með tilliti til breyttrar nefndarskipunar.
Samþykkt samhljóða.

4.Ábúendatal V-Landeyja; Kynning á sveitarstjórnarfundi

1905040

Þorgils Jónsson hefur unnið að ábúendatali í Rangárþingi eystra síðast liðin 8 ár. Þorgils kemur á fund sveitarstjórnar og fer yfir stöðu vinnunnar.
Þorgils Jónsson fór yfir stöðu vinnu sinnar við ábúendatal í Rangárþingi eystra. Sveitarstjórn samþykkir að halda vinnunni áfram á sömu forsendum og verið hefur. Sveitarstjórn leggur til við komandi sveitarstjórn að farið verði að huga að rafrænni framsetningu efnisins.
Samþykkt samhljóða.

5.Golfklúbburinn Hella; ósk um styrk vegna tjóns á klúbbhúsi og flötum

2204075

Lagt fram til umræðu erindi Gólfklúbbs Hellu, þar sem óskað er eftir fjárhagslegum stuðningi til reksturs og uppbyggingar á klúbbhúsi og flötum golfvallarins vegna tjóns sem varð í vetur.
Sveitarstjórn hafnar erindinu.
Sveitarstjórn bendir á að sveitarfélagið styrkir íþróttafélög til æskulýðsstarfa með samstarfssamningum.
Samþykkt samhljóða.


Fylgiskjöl:

6.Byggðarráð - 210

2204005F

Fundargerð staðfest í heild.
  • Byggðarráð - 210 Byggðarráð samþykkir ársreikning Rangárþings eystra og vísar honum til fyrri umræði í sveitarstjórn.
  • Byggðarráð - 210 Umsækjandi hefur dregið umsóknina til baka skamkvæmt tölvupósti til byggingarfulltrúa dags. 28.04.2022.
  • Byggðarráð - 210 Lóðina hlaut Leigufélagið Borg ehf, til vara Kjarralda ehf, annar til vara Gæðapípur ehf og þriðji til vara BT mót ehf.
    Byggðarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum úthlutun lóðar.
  • Byggðarráð - 210 Lóðina hlaut Leigufélagið Borg ehf, til vara Kjarralda ehf, annar til vara Gæðapípur ehf og þriðji til vara BT mót ehf.
    Byggðarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum úthlutun lóðar.
  • 6.5 2204018 Umsókn um lóð
    Byggðarráð - 210 Lóðina hlaut Leigufélagið Borg ehf, til vara Kjarralda ehf, annar til vara Gæðapípur ehf og þriðji til vara BT mót ehf.
    Byggðarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum úthlutun lóðar.
  • 6.6 2204025 Umsókn um lóð
    Byggðarráð - 210 Lóðina hlaut Leigufélagið Borg ehf, til vara Kjarralda ehf, annar til vara Gæðapípur ehf og þriðji til vara BT mót ehf.
    Byggðarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum úthlutun lóðar.
  • Byggðarráð - 210 Umsókn um lóðina Hallgerðartúni 5 hefur verið dregin til baka samvkæmt símtali við byggingarfulltrúa 26.4.
  • Byggðarráð - 210 Byggðarráð staðfestir úthlun lóðarinnar Hallgerðartún 16.
  • Byggðarráð - 210 Byggðarráð staðfestir úthlun lóðarinnar Hallgerðartún 10.

7.Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs. - 72

2204003F

Lögð fram til umfjöllunar og samþykktar fundargerð 72. fundar stjórnar Brunavarna Rangárvallasýslu bs.
Sveitarstjórn staðfestir fyrir sitt leiti ársreikning Brunavarna Rangárvallasýslu 2021.
Sveitarstjórn lýsir jafnframt yfir ánægju sinni með nýsamþykkta brunavarnaráætlun fyrir Brunavarnir Rangárvallasýslu bs. og þakkar öllum þeim sem tóku þátt í gerð hennar fyrir vel unnin störf.
Fundargerð staðfest í heild.
  • Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs. - 72 Yfirlit yfir rekstur Brunavarna Rangárvallasýslu bs. fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins liggur ekki fyrir að svo stöddu. Afgreiðslu frestað.
  • Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs. - 72 Lagður fram ársreikningur Brunavarna Rangárvallasýslu bs. fyrir árið 2021. Margrét Jóna Ísólfsdóttir fjármálastjóri Rangárþings eystra fer yfir ársreikning.
    Ársreikningur samþykktur samhljóða.
  • Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs. - 72 Stjórn þakkar fyrir erindið og tekur vel í famkomna hugmynd. Stjórn lýsir yfir áhuga sínum á að skoða verkefnið með hlutaðeigandi aðilum og vísar málinu áfram til næstu stjórnar Brunavarna Rangárvallasýslu bs.
    Samþykkt samhljóða.
  • Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs. - 72 Stjórn lýsir yfir ánægju sinni með nýsamþykkta brunavarnaráætlun fyrir Brunavarnir Rangárvallasýslu bs. og þakkar öllum þeim sem tóku þátt í gerð hennar fyrir vel unnin störf.
    Sveitarstjórar aðildarsveitarfélaga undirrita Brunavarnaráætlun Brunavarna Rangárvallasýslu bs.

8.Slit á óvirkum byggðasamlögum

2203043

Fundargerð slitastjórnar óvirkra byggðasamlaga Ásahrepps, Rangárþings ytra, Rangárþings eystra,
Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps lögð fram til staðfestingar.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir framlagða tillögu að fjárhagslegu uppgjöri og felur slitastjórnin að sjá um að slíta byggðasamlögunum formlega,
skila lokaskýrslu til sveitarstjórna og tilkynna til fyrirtækjaskrár Skattsins um afskráningu á kennitölum.
Fundargerð staðfest í heild.

9.Félagsmálanefnd Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu. 99.fundur

2204038

Fundargerð 99. fundar Félagsmálanefndar Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu lögð fram til staðfestingar.
Fundargerð staðfest í heild.

10.Bergrisinn; Minnispunktar frá rekstrarfundi m. aðildarsveitarfélögum

2203092

Fundargerð lögð fram til kynningar.

11.SASS; 580. fundur stjórnar; 1.4.2022

2204068

Fundargerð 580. fundar stjórnar SASS lögð fram til umræðu og kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

12.13. fundur; Svæðisskipulagsgerð fyrir Suðurhálendið

2204010

Fundargerð 13. fundar nefndar um Svæðisskipulagsgerð fyrir Suðurhálendið lögð fram til umræðu og kynningar.
Fundargerð lögð fram.

13.14. fundur; Svæðisskipulagsgerð fyrir Suðurhálendið

2204009

Fundargerð 14. fundar nefndar um Svæðisskipulagsgerð fyrir Suðurhálendið lögð fram til umræðu og kynningar.
Fundargerð lögð fram.

14.15. fundur; Svæðisskipulagsgerð fyrir Suðurhálendið

2204007

Fundargerð 16. fundar nefndar um Svæðisskipulagsgerð fyrir Suðurhálendið lögð fram til umræðu og kynningar.
Fundargerð lögð fram.

15.16. fundur; Svæðisskipulagsgerð fyrir Suðurhálendið

2204008

Fundargerð 16. fundar nefndar um Svæðisskipulagsgerð fyrir Suðurhálendið lögð fram til umræðu og kynningar.
Fundargerð lögð fram.

16.Heilbrigðisnefnd Suðurlands; 217. fundargerð

2204039

Fundargerð 217. fundar heilbrigðisnefndar Suðurlands lögð fram til umræðu og kynningar.
Fundargerð lögð fram.

17.Safnmappa; þingsályktanir og frumvörp til umsagnar 2022

2201019

Lögð fram til kynningar og umsagnar frumvarp til laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:10.