291. fundur 10. febrúar 2022 kl. 12:00 - 16:35 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson oddviti
  • Elín Fríða Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðmundur Jón Viðarsson aðalmaður
  • Lilja Einarsdóttir sveitarstjóri
  • Rafn Bergsson aðalmaður
  • Christiane L. Bahner aðalmaður
  • Guri Hilstad Ólason aðalmaður
  • Arnar Gauti Markússon varamaður
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Oddviti sett fund og óskaði eftir athugasemdum við fundarboð ef einhverjar eru.
Oddviti óskar eftir að bæta tveimur liðum á dagsrká fundar. Lið nr 1. Ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga og lið nr. 6 Fyrirspurn vegna félagsheimilisins Goðalands. Aðrir liðir færast eftir því.
Einnig var óskað eftir á uppröðun á dagsrká. Liður 5. Pósturinn; Tilkynning um lokun póstafgreiðslu á Hvolsvelli í lið númer 1 og liður 14 Fossbúð leiga í lið númer 2.
Samþykkt samhljóða.
Christiane L Bahner fór af fundi kl 13.30 og í hennar stað kom Arnar Gauti Markússon.

1.Pósturinn; Tilkynning um lokun á Hvolsvelli

2202003

Hörður Jónsson framkvæmdastjóri Rekstrarsviðs og Kjartan Flosason forstöðumaður pósthúsa mæta á fundinn og fara yfir fyrirhugaða lokun póstafgreiðslu á Hvolsvelli og breytingu á þjónustu.
Sveitarstjórn þakkar þeim Herði og Kjartani fyrir greingargóða kynningu á málefnum póstþjónustu á Hvolsvelli.
Sveitarstjórn harmar ákvörðun Íslandspósts um lokun póstafgreiðslu á Hvolsvelli og lýsir yfir áhyggjum af skertri þjónstu og fækkun starfa í sveitarfélaginu.
Sveitarstjórn skorar á Íslandspóst að endurskoða ákvörðun sína og halda áfram opinni póstafgreiðslu á Hvolsvelli.

2.Fossbúð; leiga

2202019

Sveitarstjórn vísar málinu til umfjöllunar í Húsnefnd Fossbóðar.
Samþykkt samhljóða.
Arnar Gauti Markússon kemur til fundar.

3.Ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga

2003047

Heimild sveitarstjórna til að víkja frá tilteknum ákvæðum sveitarstjórnarlaga til að tryggja starfshæfi sitt og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélags, á grundvelli VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, hefur verið framlengd til 31. mars 2022.
Á grundvelli bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga samþykkir sveitarstjórn Rangárþings eystra að heimila fjarfundi sveitarstjórnar, byggðarráðs og annarra lögbundinna nefnda sveitarfélagsins án þess að fjarlægðir séu miklar, samgöngur innan sveitarfélagsins erfiðar eða að mælt sé fyrir um notkun slíks búnaðar í samþykktum sveitarfélagsins. Einnig samþykkir sveitarstjórn Rangárþings eystra að staðfesting fundargerða sveitarstjórnar, byggðarráðs og annarra lögbundinna nefnda verði með öðrum hætti en mælt er fyrir um í 10. og 11. gr. leiðbeininga innanríkisráðuneytisins, frá 15. janúar 2013, um ritun fundargerða, nr. 22/2013. Ákvæðið gildir til 31. mars 2022. Samþykkt samhljóða.

4.Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 12122015 um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga; frestun gildistöku um 1 ár

2201059

Breyting á reglugerð nr. 1212/2015. Um er að ræða frestun gildistöku reglugerðar nr. 230/2021 um eitt ár.
Skv. reglugerð nr. 230/2021 ber sveitarfélögum að færa byggðasamlög, sameignarfélög, sameignarfyrirtæki með ótakmarkaðri ábyrgð sveitarfélagsins í samantekin reikningsskil sín m.v. hlutfallslega ábyrgð sveitarfélagsins. Gildir þetta um einstaka liði rekstrar og efnahags óháð stærð eignarhlutarins. Skv. reglugerðinni skyldi þessi breyting taka gildi þegar á árinu 2021 og eiga við ársreikning þess árs og fjárhagsáætlun 2022 og svo áfram.
Með hinni nýju reglugerð, nr. 14/2022, er sveitarfélögum heimilt að ákveða að þessi breyting taki gildi 2022. Jafnframt er þeim sveitarfélögum sem hyggjast nýta sér þessa heimild skylt að taka tilliti til þessa í fjárhagsáætlun 2022 með samþykkt viðauka eigi síðar en 1. júní nk.
Sveitarstjórn samþykkir að nýta umrædda heimild og felur fjármálastjóra að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun 2022 sem komi til afgreiðslu sveitarstjórnar í síðasta lagi í maí 2022.
Fylgiskjöl:

5.Skólastefna Rangárþings eystra; erindisbréf og skipan í stýrihóp

2201023

Fulltrúar L-lista óska eftir að skipta út fulltrúa í stýrihóp um endurskoðun skólastefnu Rangárþings eystra.
Eftirfarandi breyting verður á vinnuhóp vegna skólastefnu:

Í stað Arnars Gauta Markússonar kemur Christiane Leonor Bahner.
Samþykkt samhljóða.

6.Yfirdráttarheimild hjá Landsbanka Íslands

2202013

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða endurnýjun á 100.000.000 kr yfirdráttarheimild hjá Landsbankanum.

7.Fyrirspurn vegna félagsheimilisins Goðalands

2202033

Sveitarstjóra falið að skoða mögulegar leiðir varðandi leigu á aðstöðu.
Samþykkt samhljóða.

8.Reglur um styrki til félaga og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

2202010

Sveitarstjórn Rangárþings eystra er heimilt að veita styrki til greiðslu fasteignaskatts af fasteignum þar sem fram fer starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni, svo sem menningar,- íþrótta,- æskulýðs- og tómstundastarfsemi og mannúðarstörf sbr. heimild í 2. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995, um tekjustofna sveitarfélaga.
Lögð fram til umræðu og samþykktar reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts af fasteignum þar sem fram fer starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni.
Samþykkt samhljóða.

9.Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á suður- og suðvesturlandi; 2022 -2033

2201031

Í samræmi við ákvæði 6. greinar laga nr. 55/2003 og samkomulag frá 15. maí 2009 hefur samstarfsvettvangur SORPU bs, Sorpurðunar Vesturlands hf. Sorpstöðvar Suðurlands bs og Kölku, sorpeyðingarstöðvar sf. unnið tillögu að nýrri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á starfssvæði samlaganna fjögurra fyrir tímabilið 2022 -2033.

Tillagan hefur á vinnslustigi verið kynnt á vettvangi aðildarsveitarfélaganna og hlotið meðferð í samræmi við ákvæði laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana sbr. lög nr. 111/2021.

Í samræmi við framangreind ákvæði laga nr. 55/2003 er tillagan nú lögð fram til formlegrar staðfestingar.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra staðfestir fyrir sitt leiti framlagða svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á suður- og suðvesturlandi 2022-2033.
Samþykkt samhljóða.

10.Könnun á meðal íbúa Rangárþings eystra um sameiningarviðræður; Tilboð í gerð könnunar

2201047

Sveitarstjórn samþykkir að Lilju Einarsdóttur, Antoni Kára Halldórssyni og Christiane L. Bahner verði falið að meta tilboð frá Gallup og Félagsvísindastofnun og velja þar á milli. Sömu aðilar sjá um að semja spurningar í samvinnu við samningsaðila.
Samþykkt samhljóða.

11.Kirkjuhvoll; fjárhagsáætlun 2022

2202015

Lögð fram til umræðu og samþykktar fjárhagsáætlun Kirkjuhvols 2022.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fjárhagsáætlun Kirkjuhvols.

12.Undirbúningur að stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar fyrir sveitarfélög á landsbyggðinni

2202017

Sveitarstjórn samþykkir að vera stofnandi að fyrirhugaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar. Samþykkt er að leggja fram 100.000 kr. Stofnfé. Sveitarstjóra er falið að taka þátt í stofnfundi fyrirhugaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar og undirrita stofnskjöl fyrir hönd sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.

13.Íþróttamiðstöð; ýmis málefni

2202026

Ólafur Örn Oddsson forstöðumaður íþróttamannvirkja kemur til fundar sveitarstjórnar og fer yfir starfsemi íþróttamiðstöðvarinnar og störf íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.
Sveitarstjórn þakkar Ólafi Erni fyrir greinargóða yfirferð um málefni íþróttamiðstöðvar og störf íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.
Sveitarstjórn vill áfram leggja áherslu á uppbyggingu íþrótta- og ungmennastarfs í sveitarfélaginu. Innleiðing heilsueflandi samfélags er í fullum gangi og hvetur sveitarstjórn alla íbúa til að nýta sér framboð og upplýsingar sem heilsueflandi samfélag hefur upp á að bjóða.
Guðmundur Jón Viðarsson víkur af fundi.

14.Umsókn um framkvæmdarleyfi - Steypustöð Ormsvöllur 21

2112097

Spesían ehf óskar eftir framkvæmdarleyfi fyrir uppsetningu á nýrri steypustöð á lóðinni Ormsvöllur 21 skv. meðfylgjandi gögnum.
Framkvæmdarleyfið var grenndarkynnt fyrir viðkomandi aðilum. Ein athugasemd kom frá eigendum iðnaðarhúss að Ormsvelli 23. Athugasemdin snýr að sementsryki sem berist frá núverandi steypustöð og yfir á lóðina Ormsvöll 23 og valdi þar tjóni m.a. á bifreiðum. Einnig er bent á að óeðlilegt sé að leyfa rekstur steypustöðvar innan þéttbýlisins. Sveitarstjórn bendir á að verið er að endurnýja tækjabúnað steypustöðvarinnar og verða skilyrði til steinsteypuframleiðslu allt önnur og snyrtilegri en eru með núverandi tækjabúnaði. Einnig er bent á að lóð steypustöðvarinnar er á skilgreindu svæði undir atvinnustarfsemi. Sveitarstjórn samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis fyrir uppsetningu á nýrri steypustöð á lóðinni Ormsvöllur 21. Leyfið er veitt tímabundið þar til að lóðir í nýju athafna/iðnaðarsvæði, samkvæmt tillögu að nýju aðalskipulagi sem nú er á loka vinnslustigi, verða tilbúnar til úthlutunar.
Samþykkt samhljóða.
Guðmunur Jón Viðarsson kemur aftur til fundar.

15.Aðalskipulag; Innsend erindi til sveitarstjórnar; Athugasemdir vegna tengivegar 261 ofl.

2202021

Sveitarstjórn þakkar fyrir innkomnar ábendingar og athugasemdir. Til að leiðrétta misskilning þá vill sveitarstjórn árétta eftirfarandi. Vinna við endurskoðun aðalskipulags Rangárþings eystra hefur staðið yfir frá upphafi núverandi kjörtímabils. Starfshópur skipaður sveitarstjórn og skipulagsnefnd ásamt skipulagsráðgjöfum hafa unnið að gerð tillögunnar. Fundir starfshópsins hafa verið fjölmargir og ferli tillögunar allt skv. skipulagslögum nr. 123/2010. Tillagan er enn á vinnslustigi og hefur enn ekki verið auglýst formlega til athugasemda. Þegar það verður gert mun tillagan verða auglýst á vef sveitarfélagsins, héraðs- og landsdekkjandi miðlum. Athugasemdafrestur við tillöguna verður 6 vikur frá upphafi auglýsingar. Öllum þeim sem hagsmuni eiga að gæta er gefinn kostur á því að gera athugasemdir við tillöguna. Einnig verður tillagan send til umsagnar lögboðinna umsagnaraðila. Eftir að athugasemdafresti líkur þarf skipulagsnefnd og sveitarstjórn að fjalla um innkomnar athugasemdir/umsagnir og taka rökstudda afstöðu til þeirra og gera breytingar ef þurfa þykir.

Sveitarstjórn vísar innkomnum ábendingum og athugasemdum til frekari vinnu starfshóps um endurskoðun aðalskipulags Rangárþings eystra.

Samþykkt samhljóða.

16.Umdæmisráð barnaverndar

2202023

Nýsamþykktar breytingar á barnaverndarlögum fela í sér grundvallarbreytingar á uppbyggingu barnaverndar innan sveitarfélaga. Samkvæmt lögunum verða barnaverndarnefndir lagðar niður og í stað þeirra verða starfræktar tvær aðskildar einingar á vettvangi sveitarfélaga, annars vegar barnaverndarþjónusta og hins vegar umdæmisráð barnaverndar. Breytingarnar taka gildi þann 28. maí 2022.
Í ljósi þess að, að baki hvers umdæmisráðs skulu vera a.m.k. 6000 íbúar hafa sveitarfélög víða á landinu hafið samtal um samstarf slíks umdæmisráðs. Tillögur hafa verið um umdæmisráð í hverjum landshluta eða jafnvel landsbyggðinni í heild sinni.
Sveitarstjóra í samvinnu við félagsmálastjóra falið að halda áfram samtali um samstarf varðandi umdæmisráð og koma með tillögu til sveitarstjórnar þegar þær liggja fyrir.
Samþykkt samhljóða.

17.Aðgerðaráætlun; Heimsfaraldur inflúensu; COVID-19

2003042

Lögð fram til kynningar og umræðu 5. útgáfa aðgerðaráætlunar Rangárþings eystra vegna viðbragða við heimsfaraldursins COVID-19.
Sveitarstjórn staðfestir samhljóða 5. útgáfu aðgerðaráætlunarinnar.

18.Byggðarráð - 208

2201002F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 208. fundar byggðarráðs Rangárþings eystra.
Fundargerð staðfest í heild.

19.Skipulagsnefnd - 107

2201005F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 107. fundar skipulagsnefndar Rangárþings eytsra.
Fundargerð staðfest í heild.
  • Skipulagsnefnd - 107 Tillagan var auglýst frá 15. desember 2021 með athugasemdafresti til 26. janúar 2022. Í umsögn Veðurstofu Íslands er bent á að ef um er að ræða gos í suðurhluta Eyjafjallajökuls sé mögulegt að umrætt svæði verði fyrir áhrifum hlaupvatns. Skipulagsnefnd bendir á að komi til náttúruhamfara þá er í gildi viðbragðsáætlun fyrir sveitarfélagið. Í umsögn Vegagerðarinnar kemur fram að sýna þurfi á uppdrætti veghelgunarsvæði, sem er 15m frá miðlínu tengivega. Einnig er bent á að umferðaröryggi á þjóðvegum byggi meðal annars á fjölda og þéttleika tenginga og þ.a.l. lágmarksfjarlægðum á milli tenginga. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarsjórn að afgreiðslu málsins verði frestað á meðan að athugað verður hvort hægt sé að bregðast við athugasemd Vegagerðarinnar. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar og frestar afgreiðslu málsins.
  • Skipulagsnefnd - 107 Tillagan var auglýst frá 15. desember 2021 með athugasemdafresti til 26. janúar 2022. Í umsögn Vegagerðarinnar kemur fram að ef sótt verður um að vegurinn að skipulagssvæðinu verði héraðsvegur þá gildi ákvæði í vegalögum nr. 80/2007 og reglugerð nr. 774/2010 um m.a. fjarlægð á milli vegamóta og að byggingar séu staðsettar í a.m.k. 50m fjarlægð frá vegum. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar og samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 107 Tillagan var auglýst frá 15. desember 2021 með athugasemdafresti til 26. janúar 2022. Í umsögn Veðurstofu Íslands er bent á að ef um er að ræða gos í vesturhluta Kötlu sé mögulegt að umrætt svæði verði fyrir áhrifum hlaupvatns. Skipulagsnefnd bendir á að komi til náttúruhamfara þá er í gildi viðbragðsáætlun fyrir sveitarfélagið. Í athugasemd Heilbrigðiseftirlits Suðurlands kemur fram að í auglýstri tillögu frá 2019 eru 3 sameiginleg hreinsivirki fyrir svæðið. Í núverandi tillögu er gert ráð fyrir hreinsivirki við hverja lóð. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að afgreiðslu málsins verði frestað á meðan brugðist er við athugasemd heilbrigðiseftirlits suðurlands. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar og frestar afgreiðslu málsins.
  • Skipulagsnefnd - 107 Skiplagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að lóðarúthlutun verði samþykkt. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir lóðaúthlutun.
  • Skipulagsnefnd - 107 Skiplagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að lóðarúthlutun verði samþykkt. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir lóðaúthlutun.
  • Skipulagsnefnd - 107 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og hin nýju staðföng. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og hin nýju staðföng.
  • Skipulagsnefnd - 107 Skipulagsnefnd gerir ekki athugaemd við tillögu að viðbyggingu við íbúðarhúsið í Litlagerði 6 eins og hún er sett fram í þeim gögnum sem liggja fyrir fundinum. Bókun fundar Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við tillögu að viðbyggingu við íbúðarhúsið í Litlagerði 6 skv. þeim gögnum sem fyrir fundinum liggja.
  • Skipulagsnefnd - 107 Skipulagsnefnd samþykkir framkomna tillögu og leggur til við sveitarstjórn að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir framkomna tillögu og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 107 Lagt fram til kynningar. Skipulagsnefnd leggur til að núverandi gámasvæði verði nýtt áfram sem grenndarstöð. Við nánari hönnun skuli gætt að því að aðgengi að svæðinu sé gott.

20.Stjórn Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu - 57

2201001F

Lögð fram til umfjöllunar og staðfestingar fundargerð 57. fundar stjórnar Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu
Fundargerð staðfest í heild.
  • 20.1 2106091 Trúnaðarmál; Starfsmannamál
    Stjórn Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu - 57 Bókun færð í trúnaðarmálabók.
  • 20.2 2201017 Félags- og skólaþjónusta; Önnur mál 57. fundur
    Stjórn Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu - 57 Stjórn samþykkir að óska eftir áliti frá RR-Ráðgjöf um fýsileika þess að rekstrarform og skipurit félags- og skólaþjónustunnar verði endurskoðað í ljósi nýrra farsældarla.
    Formanni falið að fylgja málinu eftir.
    Samþykkt samhljóða.

21.Stjórn Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu - 58

2201004F

Lögð fram til umfjöllunar og staðfestingar fundargerð 58. fundar stjórnar Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu
Fundargerð staðest í heild.
  • 21.1 2201065 Trúnaðarmál; Starfsmannamál 2022
    Stjórn Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu - 58 Bókun færð í trúnaðarmálabók
  • 21.2 2201070 Félags- og skólaþjónusta; Endurskoðun á Stjórnskipulagi og rekstri með tilliti til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna nr. 862021
    Stjórn Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu - 58 Dagskrárlið frestað til næsta fundar.
    Samþykkt samhljóða.
  • 21.3 2201022 Landshlutateymi um samþætta þjónustu við fötluð börn; Lokaskýrsla
    Stjórn Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu - 58 Lagt fram til kynningar.

22.Jafnréttisnefnd; 19.fundur 2022

2202024

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 19. fundar jafnréttisnefndar Rangárþings eystra.
Fundargerð staðfest í heild.

23.Jafnréttisnefnd; 20.fundur 2022

2202025

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 20. fundar jafnréttisnefndar Rangárþings eystra
Fundargerð staðfest í heild.
Sveitarstjórn hvetur íbúa til að kynna sér jafnréttisviku Rangárþings eystra á miðlum sveitarfélagsins sem haldin verður vikuna 14. - 20. febrúar.
Samþykkt samhljóða.

24.SASS; 577. fundur stjórnar; 7.1.2022

2201032

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 577. fundar stjórnar SASS.
Liður 3.i.
Umdæmisráð barnaverndar
Stjórn SASS leggur til að sveitarfélögin á Suðurlandi kanni möguleika á að sameinast um
rekstur umdæmisráðs barnaverndar í landshlutanum á grundvelli breytinga á
barnaverndarlögum nr. 80/2002 (barnaverndarþjónusta, samþætting o.fl.) sem gildi tóku
1. janúar sl. Slíkt væri í anda hugmynda að sameiginlegu umdæmisráði barnaverndar á
höfuðborgarsvæðinu sem til umfjöllunar var undir fimmta lið í fundargerð stjórnar SSH nr.
531 frá 1. nóvember sl.
Gera má ráð fyrir að með sameiginlegu umdæmisráði fyrir landshlutann verði markmiðum
frumvarpsins um faglega meðferð barnaverndarmála og sjálfstæði frá almennri
stjórnsýslu sveitarfélaga náð betur en með smærri umdæmisráðum. Stjórn SASS hvetur
sveitarfélögin til að ræða viljann til slíks samstarfs.

Sveitarstjórn vísar til afgreiðslu 16. dagskrárliðar fundargerðar sveitarstjórnar nr. 291.
Í ljósi þess að, að baki hvers umdæmisráðs skulu vera a.m.k. 6000 íbúar hafa sveitarfélög víða á landinu hafið samtal um samstarf slíks umdæmisráðs. Tillögur hafa verið um umdæmisráð í hverjum landshluta eða jafnvel landsbyggðinni í heild sinni.
Sveitarstjóra í samvinnu við félagsmálastjóra falið að halda áfram samtali um samstarf varðandi umdæmisráð og koma með tillögu til sveitarstjórnar þegar þær liggja fyrir.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerð staðfest í heild.

25.Samband íslenskra sveitarfélaga; 906. fundur stjórnar

2202020

Lögð fram til umræðu fundargerð 906. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerð lögð fram.

26.Covid19; Upplýsingar

2003019

Lagðar fram til kynningar aðgerðir og sóttvarnarreglur stjórnvalda vegna COVID-19.
Lagt fram til kynningar.

27.Teymi um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19

2008068

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð teymis um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19.
Lagt fram til kynningar.

28.Safnmappa; þingsályktanir og frumvörp til umsagnar 2022

2201019

Lagt fram til kynningar og umsagnar mál 271.frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda, nr. 116/2012 (móttaka einstaklinga með vernd, innflytjendaráð).
Mál nr 20 tillögu til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál.
Mál nr 181 frumvarp til laga um almannavarnir (almannavarnastig o.fl.).
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:35.