208. fundur 27. janúar 2022 kl. 08:15 - 08:58 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson varaformaður
  • Christiane L. Bahner aðalmaður
  • Rafn Bergsson formaður
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir embættismaður
  • Lilja Einarsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Fundur byggðarráðs haldinn í fjarfundi á eftirfarandi slóð:
https://us02web.zoom.us/j/86831907649?pwd=RVpyZE90UkRmTlVpWklnZUFzTkdmdz09

Formaður byggðarrás setur fund og óskar eftir athugasemdum við fundarboð ef einhverjar eru.

1.Umsókn um lóðir í Þórsmörk - Langidalur og Húsadalur

2112154

Ferðafélag Íslands óskar eftir því að fá úthlutað lóðunum L1 og L2 í Langadal og H2, H3 og H4 í Húsadal þar sem að lóðirnar ná til fasteigna í eigu Ferðafélagsins.
Umræddar lóðir hafa ekki verið stofnaðar, enda stendur yfir vinna við stofnun þjóðlendna í Rangárþingi eystra og lóðirnar því ekki til úthlutunar að svo stöddu. Erindinu hafnað.
Samþykkt samhljóða.

2.Umsókn um lóð - Ytri-Skógar

2201026

Atlantic Salmon ehf óskar eftir því að fá úthlutað lóð sunnan við félagsheimilið Fossbúð undir ferðaþjónustutengda starfsemi skv. meðfylgjandi umsókn.
Byggðarráð hafnar umsókn um lóðirnar, þar sem þær hafa ekki verið auglýstar til úthlutunar. Skipulagsfulltrúa falið að undirbúa auglýsingu lóðanna.
Samþykkt samhljóða.

3.Beiðni um styrkveitingu til Styrktarfélags Klúbbsins Stróks 2022

2201054

Lagt fram bréf frá 20. janúar 2022 þar sem Styrktarfélag Klúbbsins Stróks á Selfossi fer fram á styrk vegna starfsársins 2022.
Byggðarráð samþykkir að styrkja starfsemi Klúbbsins Stróks um 100.000 kr.
Samþykkt samhljóða.

4.Félagsmálanefnd Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu. 95. fundur

2201050

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 95. fundar Félagsmálanefndar Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu.
Fundargerð staðfest í heild.
Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leiti gjaldskrá félagslegrar heimaþjónustu.
Samþykkt samhljóða.

5.SASS; 577. fundur stjórnar; 7.1.2022

2201032

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 577.fundar stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.
Byggðarráð vísar fundargerð til sveitarstjórnar.

6.Sorpstöð Suðurlands; 308. fundur stjórnar; 18.1.2022

2201043

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 2083.fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
Fundargerð staðfest í heild.

7.Samband íslenskra sveitarfélaga; 905. fundur stjórnar

2201051

Lögð fram til kynningar fundargerð 905. fundar sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerð lögð fram.

8.Bergrisinn; 32. fundur stjórnar; 20. september 2021

2201052

Lögð fram til kynningar fundargeð 32. fundar stjórnar Bergrisans.
Fundargerð lögð fram.

9.Bergrisinn; 33. fundur stjórnar; 24. nóvember 2021

2201053

Lögð fram til kynningar fundargeð 33. fundar stjórnar Bergrisans.
Fundargerð lögð fram.

10.Bergrisinn; 34. fundur stjórnar; 10. janúar 2022

2201033

Lögð fram til kynningar fundargerð 34. fundar stjórnar Bergrisans.
Fundargerð lögð fram.

11.Fjölmiðlaskýrsla 2021

2201009

Árlega safnar Creditinfo saman upplýsingum um umfang umfjöllunar í fjölmiðlum um Rangárþing eystra. Skýrsla þess efnis lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

12.Covid19; Upplýsingar

2003019

Lagðar fram til kynningar aðgerðir og sóttvarnarreglur stjórnvalda vegna COVID-19.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 08:58.