107. fundur 03. febrúar 2022 kl. 08:30 - 09:39 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Esther Sigurpálsdóttir aðalmaður
  • Anton Kári Halldórsson formaður
  • Lilja Einarsdóttir aðalmaður
  • Anna Runólfsdóttir aðalmaður
  • Þórir Már Ólafsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðmundur Úlfar Gíslason skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðmundur Úlfar Gíslason Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Borin var upp tillaga þess efnis að bæta tveimur málum við fundinn. Annars vegar mál nr. 2112072 og hins vegar mál nr. 2202001. Samþykkt samhljóða.

1.Deiliskipulag - Moldnúpur

2111022

Eyja Þóra Einarsdóttir óskar eftir því að deilskipuleggja ca 1,0 ha lóð úr landi Moldnúps L163783. Á byggingarreit B1 er gert ráð fyrir hesthúsi/reiðskemmu, sambyggðt eða aðskilið, allt að 2000 m2 að stærð.
Tillagan var auglýst frá 15. desember 2021 með athugasemdafresti til 26. janúar 2022. Í umsögn Veðurstofu Íslands er bent á að ef um er að ræða gos í suðurhluta Eyjafjallajökuls sé mögulegt að umrætt svæði verði fyrir áhrifum hlaupvatns. Skipulagsnefnd bendir á að komi til náttúruhamfara þá er í gildi viðbragðsáætlun fyrir sveitarfélagið. Í umsögn Vegagerðarinnar kemur fram að sýna þurfi á uppdrætti veghelgunarsvæði, sem er 15m frá miðlínu tengivega. Einnig er bent á að umferðaröryggi á þjóðvegum byggi meðal annars á fjölda og þéttleika tenginga og þ.a.l. lágmarksfjarlægðum á milli tenginga. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarsjórn að afgreiðslu málsins verði frestað á meðan að athugað verður hvort hægt sé að bregðast við athugasemd Vegagerðarinnar.

2.Deiliskipulag - Ýrarlundur

2111102

Páll B. Guðmundsson óskar eftir því að deiliskipuleggja lóðina Ýrarlundur sem er ca 2,0 ha að stærð skv. uppdrætti unnum af P-Ark, dags. nóv.2021. Skipulagið gerir ráð fyrir einu frístudnahúsi á tveimur hæðum, allt að 150 m2 að stærð.
Tillagan var auglýst frá 15. desember 2021 með athugasemdafresti til 26. janúar 2022. Í umsögn Vegagerðarinnar kemur fram að ef sótt verður um að vegurinn að skipulagssvæðinu verði héraðsvegur þá gildi ákvæði í vegalögum nr. 80/2007 og reglugerð nr. 774/2010 um m.a. fjarlægð á milli vegamóta og að byggingar séu staðsettar í a.m.k. 50m fjarlægð frá vegum. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Deiliskipulag - Eyvindarholt, Langhólmi breyting

2111116

Kjartan Garðarsson óskar eftir því að breyta deiliskipulagi á jörðinni Borgarhóll (Eyvindarholt_Langhólmi). Breytingarnar felast í því að núverandi frístundabyggð er minnkuð úr 36,2 ha í 9,9 ha og frístundahúsalóðum fækkað úr 14 í 10. Auk hinna 10 frístundahúsalóða er gert ráð fyrir 3 íbúðarhúsalóðum, lóð undir þjónustuhús, 2 gróðurhús og vélaskemmu.
Tillagan var auglýst frá 15. desember 2021 með athugasemdafresti til 26. janúar 2022. Í umsögn Veðurstofu Íslands er bent á að ef um er að ræða gos í vesturhluta Kötlu sé mögulegt að umrætt svæði verði fyrir áhrifum hlaupvatns. Skipulagsnefnd bendir á að komi til náttúruhamfara þá er í gildi viðbragðsáætlun fyrir sveitarfélagið. Í athugasemd Heilbrigðiseftirlits Suðurlands kemur fram að í auglýstri tillögu frá 2019 eru 3 sameiginleg hreinsivirki fyrir svæðið. Í núverandi tillögu er gert ráð fyrir hreinsivirki við hverja lóð. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að afgreiðslu málsins verði frestað á meðan brugðist er við athugasemd heilbrigðiseftirlits suðurlands.

4.Umsókn um lóð - Hvolstún 21

2201064

Kári Sighvatsson óskar eftir því að fá úthlutað lóðinni Hvolstún 21 skv. meðfylgjand umsókn.
Skiplagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að lóðarúthlutun verði samþykkt.

5.Umsókn um lóð - Hallgerðartún 7

2201074

Heiðar Þór Sigurjónsson óskar eftir því að fá úthlutað lóðinni Hallgerðartún 7 skv. meðfylgjandi umsókn.
Skiplagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að lóðarúthlutun verði samþykkt.

6.Landskipti - Völlur 1

2201075

Jón Valur Jónsson óskar eftir því að skipta 21 lóð út úr jörðinni Völlur 1 skv. meðfylgjandi lóðarblöðum. Lóðirnar fá staðföng skv. gildandi deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og hin nýju staðföng.

7.Viðbygging við Litlagerði 6 - Grenndarkynning

2201076

Halldór Hrannar Hafsteinsson óskar eftir þvi að fá leyfi til að gera viðbyggingu við íbúðarhúsið í Litlagerði 6 skv. meðfylgjandi drögum.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugaemd við tillögu að viðbyggingu við íbúðarhúsið í Litlagerði 6 eins og hún er sett fram í þeim gögnum sem liggja fyrir fundinum.

8.Deiliskipulag - Lómatjörn

2112072

Deiliskipulagið nær yfir lóðina Lómatjörn L232713 sem er 8200 m2 að stærð. Heimilt verður að byggja íbúðarhús með bílgeymslu, sambyggðri eða stakstæðri, og gestahús. Hámarksbyggingarmagn er 164 m2.
Skipulagsnefnd samþykkir framkomna tillögu og leggur til við sveitarstjórn að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Gámasvæði Hvolsvelli 2022

2202001

Lagðar eru fram til kynningar tvær tillögur að mögulegu gámasvæði fyrir sorp á Hvolsvelli.
Lagt fram til kynningar. Skipulagsnefnd leggur til að núverandi gámasvæði verði nýtt áfram sem grenndarstöð. Við nánari hönnun skuli gætt að því að aðgengi að svæðinu sé gott.

Fundi slitið - kl. 09:39.