275. fundur 11. febrúar 2021 kl. 12:00 - 15:40 í félagsheimilinu Goðalandi Fljótshlið
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson oddviti
  • Elín Fríða Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðmundur Jón Viðarsson aðalmaður
  • Lilja Einarsdóttir sveitarstjóri
  • Rafn Bergsson aðalmaður
  • Christiane L. Bahner aðalmaður
  • Guri Hilstad Ólason aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og sveitarstjóri
Dagskrá
Oddviti setur fund og leitar eftir athugasemdnum við fundarboð, sem engin eru.

1.Kirkjuhvoll; ýmis málefni

2102035

Ólöf Guðbjörg Eggertsdóttir, hjúkrunarforstjóri, kemur til fundar og kynnir fyrir sveitarstjórn helstu málefni og verkefni Kirkjuhvols.
Sveitarstjórn þakkar Ólöfu Guðbjörgu fyrir greinargóða yfirferð um málefni Kirkjuhvols. Sveitarstjórn vill þakka sérstaklega öllu starfsfólki Kirkjuhvols, fyrir frábært starf á mjög krefjandi tímum af völdum Covid.

Ljóst er að rekstur Kirkjuhvols verður mjög krefjandi árið 2021. Yfirvofandi er að rekstrarheimild, að hálfu ríkisins, skerðist um 7 hjúkrunarrými á árinu 2021. Í ljósi þess að um nýtt og glæsilegt húsnæði er að ræða sem tekið var í notkun 2018 og uppfyllir allar nútíma kröfur er óásættanlegt að húsnæðið standi autt og ónotað. Gangi þessar áætlanir ríkisins eftir er rekstrargrundvöllur heimilisins í verulegu uppnámi.
Einnig mun stytting vinnuviku vaktavinnufólks fela í sér verulega kostnaðaraukningu en Sjúkratryggingar hafa ekki getað svarað því hvort gert sé ráð fyrir þeim kostnaði í framlögum ársins. Forkastanlegt er að sá kostnaður sem af þessum breytingum hlýst lendi á sveitarfélaginu þar sem málaflokkurinn er á forræði ríkisins.

Samþykkt samhljóða.

2.Kirkjuhvoll mötuneyti; ýmis málefni

2102036

Bragi Þór Hansson kemur á fund sveitarstjórnar og fer yfir málefni og helstu verkefni mötuneytis sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn vill þakka Braga fyrir greinargóða yfirferð um málefni mötuneytis sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju yfir því hversu vel hefur tekist að að byggja upp nýtt sameinað mötuneyti sveitarfélagsins við síbreytilegar og krefjandi aðstæður á árinu 2020, af völdum heimsfaraldursins Covid19. Vel hefur tekist til með þau áform sem sveitarstjórn lagði upp með við sameiningu mötuneyta. Það er gleðiefni að 95% af öllum mat sem framreiddur er í mötuneytinu er matreiddur frá grunni. Áhersla er lögð á að kaupa inn íslensk aðföng og sem mest í heimabyggð auk þess sem mötuneytið hugar sérstaklega að draga úr matarsóun.
Sveitarstjórn þakkar starfsfólki mötuneytisins fyrir góð störf, lipurð og sveigjanleika við sameininguna.
Samþykkt samhljóða.

3.Leikskólinn Örk; húnsæðismál

2102021

Í lok árs 2020 varð vatnstjón í eldra húsnæði leikskólans Arkar og í kjölfarið af því hefur komið í ljós að ekki svarar kostnaði að ráðast í nauðsynlegar lagfæringar og endurbætur á húsnæðinu, enda er byggingu nýs leikskóla á áætlun. Ljóst er að finna þarf viðunandi aðstöðu fyrir starfsemi leikskólans þar til nýr leikskóli verður tekinn í notkun.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa í samvinnu við leikskólastjóra að leita hagkvæmra og mögulegra leiða til að brúa þetta tímabundna ástand.
Jafnframt er sveitarstjóra falið að flýta vinnu við byggingu nýs leikskóla með það að markmiði að framkvæmdir geti hafist á árinu.
Samþykkt samhljóða.

4.Álagning fasteignagjalda 2021; minnispunktar fjármálastjóra

2102041

Sveitarstjórn þakkar Margréti greinargóða kynningu.

5.Barnvænt samfélag; skipan verkefnahóps

2102020

Á 263. fundi sveitarstjórnar var samþykkt að taka þátt í verkefni Unicef um barnvæn samfélög.
Barnvæn sveitarfélög er verkfærakista og líkan sem styður við innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna inn í stjórnsýslu og starfsemi sveitarfélaga.Þótt ríkisvaldið beri formlega ábyrgð á að uppfylla Barnasáttmálann verður sáttmálinn aldrei að fullu innleiddur inn í íslenskt samfélag, nema í samstarfi við íslensk sveitarfélög. Það eru sveitarfélögin sem annast stærstan hluta þeirrar þjónustu sem hefur bein áhrif á daglegt líf barna.
Innleiðingarferlið tekur tvö ár og skiptist í 8 skref, sem sveitarfélag stígur með það að markmiði að virða og uppfylla réttindi barna. Að tveimur árum liðnum, getur sveitarfélag sótt um viðurkenningu frá UNICEF á Íslandi.
Innleiðingarferli barnvænna sveitarfélaga hefst þegar sveitarstjórn samþykkir formlega að innleiða líkanið og stofnaður er stýrihópur verkefnisins (1. skref). Stýrihópurinn ber ábyrgð á innleiðingu skrefanna 8 og samskiptum við UNICEF.
Fyrir liggur tillaga um skipan verkefnahóps til að stýra innleiðingu verkefnisins.
Tillaga að fulltrúum í stýrihóp Barnvæns samfélags í Rangárþingi eystra.
Gyða Björgvinsdóttir, verkefnisstjóri í Leikskólanum Örk.
Ólafur Örn Oddsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og forstöðumaður íþróttamiðstöðvar.
Páll Eggertsson, formaður Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefndar og fulltrúi fræðslunefndar.
Guðrún Björk Benediktsdóttir, umhverfis- og garðyrkjufulltrúi Rangárþings eystra.
Guri Hilstad Ólason, fulltrúi sveitarstjórnar og kennari í Hvolsskóla.
Oddur Helgi Ólafsson, fulltrúi Ungmennaráðs.
Jafnframt verði Gyða Björgvinsdóttir formaður stýrihópsins, starfsmaður og tengiliður við verkefnið.
samþykkt samhljóða.

6.Félagsheimilið Hvoll; umræður um nýtingu húsnæðis

2102019

Erindi frestað til næsta fundar.

7.Tjaldstæði Hvolsvelli; framtíðaráform

2102034

Skipulagsfulltrúa falið að hefja vinnu við deiluskipulag svæðisins.
Samþykkt samhljóða.

8.Seljalandsskóli, framtíðaráform

2102022

Sveitarstjóra falið að auglýsa Seljalandsskóla til leigu.
Samþykkt samhljóða.

9.Samfélagsleg áföll; Langtímaviðbrögð; Rangárþing eystra

1901074

Erindi frestað til næsta fundar.

10.Sirkus Íslands; ósk um styrk

2101065

Sveitarstjórn býður Sirkus Íslands velkomin í Rangárþing eystra og samþykkir að veita þeim styrk í formi frís húsnæðis, sal íþróttamiðstöðvar, vegna fyrirhugaðra sirkussýninga. Forstöðumanni íþróttamiðstöðvar falið að vera í samskiptum við umsækjanda um frekari útfærslu.
Samþykkt samhljóða.
Guðmundur Jón Viðarsson víkur af fundi undir lið 11.

11.Hamralundur ehf; bréf til sveitarstjórnar; vegna tjaldsvæðis við Hamragarða

2102040

Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samræmi við umræður á fundi.
Samþykkt samhljóða.
Guðmundur Jón Viðarsson kemur aftur til fundar.

12.Goðaland; kvöð á lóðaleigusamningi vegna skólahúsnæðis

2102004

Erindi Elínborgar Kjartansdóttur varðandi kvöð á lóðaleigusamningi að Goðalandi, Fljótshlíð.
Varðandi allt að 500 fm byggingarrétt kemur fram í kaupsamningi frá 2005 að kaupsamningshafi þurfi að ná samkomulagi við skipulagsnefnd og sveitarstjórn hyggist hann nýta rétt sinn. Sveitarstjórn lýsir sig tilbúna til þess samtals. Varðandi stærð lóðar vísast til þinglýsts eignaskiptasamnings. Sveitarstjórn lýsir yfir vilja til að færa rafmagnsinntakið. Sveitarstjórn hafnar því að fallið verði frá kvöðum um forkaupsrétt í lóðarleigusamningi.
Samþykkt samhljóða.

13.Heilbrigðisnefnd Suðurlands; Drög að samþykktum um verndarsvæði vatnsbóla.

2101079

Drög að samþykktum um vatnsverndarsvæði vatnsbóla innan lögsagnarumdæma sveitarfélaga á svæði Heilbrigðiseftirlits Suðurlands bs. lögð fram til umræðu og umsagnar.
Sveitarstjórn vísar drögunum til yfirlestrar hjá skipulags- og byggingarfulltrúa.
Samþykkt samhljóða.

14.Samstarfssamningur við Markaðsstofu Suðurlands Endurskoðun; 2020

2011091

Lagður fram til samþykktar, endurnýjaður þjónustusamningur við Markaðsstofu Suðurlands.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða endurnýjaðan samning við Markaðsstofu Suðurlands.

15.Hestamannafélagið Geysir; Þjónustusamningur 2021-2023

2101075

Lagður fram til samþykktar, endurnýjaður þjónustusamningur við Hestamannafélagið Geysi
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða endurnýjaðan samning við Hestamannafélagið Geysi.

16.Orkusjóður; Styrkur til orkuskipta, samningur

2102037

Lagt fram til kynningar.

17.Skipulagsnefnd - 95

2102001F

Lögð fram til umræðu og samþykktar fundargerð 95. fundar Skipulagsnefndar.
Fundargerð samþykkt í heild.
  • Skipulagsnefnd - 95 Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna og mælist til þess að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 95 Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna og mælist til þess að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 95 Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna og mælist til þess að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 95 Lýsing aðalskipulagsbreytingar hefur nú þegar verið auglýst og umsagnarfrestur liðinn. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Gerð hefur verið grein fyrir fornleifum á skipulagssvæðinu með fornleifaskráningu. Skipulagsnefnd leggur áherslu á það að samráð verði haft við Landsnet, RARIK og önnur veitufyrirtæki vegna legu raflína við fyrirhugað vegstæði. Í heildarendurskoðun aðalskipulags Rangárþings eystra er gert ráð fyrir breytingum á þéttbýlismörkum og verður umræddur vegur innan þeirra. Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki tillöguna til auglýsingar og eftir yfirferð Skipulagsstofnunar verði hún auglýst skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar og samþykkir tillöguna, og að eftir yfirferð Skipulagsstofnunar verði hún auglýst skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • 17.5 2101025 Landskipti; Útskák
    Skipulagsnefnd - 95 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nöfnin á hinum nýju spildum. Bókun fundar Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við landskiptin og nöfnin á hinum nýju spildum.
  • Skipulagsnefnd - 95 Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna tillöguna skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir þeim nágrönnum sem hagsmuna eiga að gæta. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar.

18.Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 41

2102004F

Lögð fram til umræðu og samþykktar fundargerð 41. fundar Heilsu, íþrótta og æskulýðsnefndar.
Fundargerð samþykkt í heild.
  • Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 41 Þröstur fór yfir starfið í félagsmiðstöðinni. Hann sagði frá þeim breytingum sem urðu á húsnæðinu eftir að leikskólinn Örk þurfti að fara í húsnæði félagsmiðstöðvarinnar. Búið er að fjarlægja öll leiktæki, húsgögn og húsbúnað og koma fyrir í geymslu. Einnig hefur verið sett upp varmadæla og búið að smíða hlíf yfir ofna.
    Núverandi húsnæði félagsmiðstöðvarinnar er Hvolsskóli. Starfsmenn hafa fundað mikið og búið til dagskrá sem gerir ráð fyrir félagsmiðstöðinni í skólanum.
  • Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 41 Dímon er með námskeið í 4-5 vikur á hverju sumri strax og skóla lýkur. Námskeiðið er fyrir börn á yngsta og miðstig grunnskóla. Upp kom hugmynd um að auglýsa eftir áhugasaömum aðilum til að vera með eitthvað námskeið fyrir 10-12 ára börn en þó þannig að það skarist ekki á við námskeiðið hjá Dímon. Óli var beðinn um að skoða það og auglýsa. Einnig var talið gott að fá yfirlit yfir allt sem í boði er fyrir börn og unglinga í sveitarfélaginu núna í sumar. Með því að hafa þetta allt sýnilegt er auðveldara og gott fyrir börn og foreldra þeirra að átta sig á þessu og skipuleggja sig.
  • Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 41 Undanfarin ár hefur hvert íþróttafélag tilnefnt einn einstakling innan sinna vébanda og HÍÆ nefnd hefur síðan valið íþróttamann ársins úr þeim sem tilnefndir eru. Á fundinum kom tillaga um að bjóða almenningi einnig að tilnefnda. Tillagan var samþykkt og mun Óli útbúa eyðublað sem verður aðgengilegt á heimasíðu sveitarfélagsins. Ákveðið var að óska eftir tilnefningum frá almenningi fyrir 11. febrúar.

    Einnig var verðlaunaafhendingin sjálf rædd. Undanfarin ár hefur íþróttamaður ársins verið valinn 17. júní. Það þykir seint og ræddu nefndarmenn möguleika á að verðlauna fyrr á árinu. Það mætti t.d. gera í janúar með því að vera með ,,íþróttadag“ þar sem íþróttafélög og einstaklingar kynna sína starfsemi og jafnvel gæti verið boðið upp á fyrirlestur.
  • Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 41 Íþrótta og afrekssjóðurinn er sjóður þar sem íþróttamenn geta sótt um styrk. Sælkja þarf um í sjóðinn fyrir 1. mars og 1 október ár hvert. Óli er beðinn um að útbúa auglýsingu til að minna fólk á íþrótta og afrekssjóðinn.
  • Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 41 Árið 2020 voru gestir sundlaugarinnar um 30.000 einstaklingar sem er töluvert minna en árið 2019 en þá voru gestir um 41.000. Ástæða þessarar minnkunnar eru Covid 19 lokanirnar en lokað var í um 94 daga í sundlauginni vegna Covid og 8 daga vegna heitavatnsskort ásamt því að í margar vikur voru fjöldatakmarkanir vegna Covid 19. Hins vegar var yfir 22% aukning í júlí mánuði en þá fór gestafjöldinn úr 6700 heimsóknir árið 2019 í um 8200 gesti. Gíðarlega mikið álag var á starfsmönnum íþróttamiðstöðvarinnar í sumar enda búningsklefar ekki tilbúnir og mikill aukning gesta í sumarfrí. Auk þess að þurfa koma sundlaugar gestum fyrir í búningsklefum voru líka fjölmargir knattspyrnuleikir á SS-vellinum og notuðu leikmenn og dómarar þá félagsmiðstöðina og íþróttasalinn sem búningsherbergi.

    Fjöldi gesta í líkamsræktina fór úr ca 18.000 manns 2019 niður í 9.000. Líkamsræktin var lokuð í 146 daga og þar voru einnig fjölda takmarkanir vegna Covid 10 auk þess sem margir veigra sér við að fara í líkamsræktina á Covid tímum.

    Framkvæmdir eru nú komnar á fullt í búningsklefunum og er farið að styttast í verklok. Það má því gera ráð fyrir því að í sumar munum við geta tekið á móti gestum með góðu móti.
  • Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 41 HÍÆ-nefnd skorar á sveitarfélagið á að taka inn eins mikið af ungmennum í sumarvinnu og hægt er. Í fyrra voru teknir inn rúmlega 30 ungmenni. Námið þeirra í menntaskólum hefur meira og minna verið í gegnum fjarfundarbúnað og því væri mjög gott og í raun nauðsynlegt fyrir þessi ungmenni sem og önnur að fá vinnu í sumar.

19.Menningarnefnd - 38

2101002F

Lögð fram til umræðu og samþykktar fundargerð 38. fundar menningarnefndar.
Fundargerð samþykkt í heild.
  • Menningarnefnd - 38 Samkvæmt reglum um Menningarsjóð Rangárþings eystra ákveður Menningarnefnd Rangárþings eystra að auglýsa eftir styrkjum úr sjóðnum. Umsóknarfrestur verður til 20. febrúar. Markaðs- og kynningarfulltrúa falið að birta auglýsingar í samræmi við umræður á fundinum.
  • Menningarnefnd - 38 Menningarnefnd vonast til þess að hægt verði að halda Kjötsúpuhátíð í haust og hvetur íbúa Rangárþings eystra til að koma með hugmyndir varðandi hátíðarhöld. Hægt er að senda tillögur og hugmyndir á netfangið arnylara@hvolsvollur.is.
    Formanni og Markaðs- og kynningarfulltrúa er falið að ræða við áhugasama aðila varðandi Kjötsúpuhátíðina 2021.
  • Menningarnefnd - 38 Menningarnefnd vonast til þess að hægt verði að halda 17. júní hátíðarhöld í ár. Menningarnefnd ákveður að boða íþrótta- og æskulýðsfulltrúa á næsta fund nefndarinnar til að ræða framkvæmd hátíðarhaldanna.
  • Menningarnefnd - 38 Menningarnefnd þakkar fyrir umsóknina og verður hún tekin fyrir ásamt öðrum umsóknum í Menningarsjóð Rangárþings eystra í lok febrúar.
  • Menningarnefnd - 38

20.SASS; 566. fundur stjórnar; 15.1.2021

2101068

Lögð fram til umræðu og samþykktar fundargerð 566. fundar stjórnar SASS.
Fundargerð samþykkt í heild.

21.Félagsmálanefnd Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu. 84. fundur 28.01.2021

2101077

Lögð fram til umræðu og samþykktar fundargerð 84. fundar félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu.
Fundargerð samþykkt í heild.
Fylgiskjöl:

22.Sorpstöð Suðurlands; 299. fundur stjórnar; 24.1.2021

2102003

Lögð fram til umræðu og samþykktar fundargerð 299. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
Fundargerð samþykkt í heild.

23.Héraðsnefnd Rangæinga; 6. fundur 3.12.2020

2102038

Lögð fram til umræðu og samþykktar fundargerð 6. fundar Héraðsnefndar Rangæinga.
Fundargerð samþykkt í heild.

24.1. fundur samstarfshóp um sameiningu sveitarfélaga

2101015

Lögð fram til kynningar og umræðu fundargerð 1. fundar samstarfshóps um sameiningu sveitarfélaga.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

25.2. fundur samstarfshóp um sameiningu sveitarfélaga

2101033

Lögð fram til kynningar og umræðu fundargerð 2. fundar samstarfshóps um sameiningu sveitarfélaga.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

26.3. fundur samstarfshóp um sameiningu sveitarfélaga

2101062

Lögð fram til kynningar og umræðu fundargerð 3. fundar samstarfshóps um sameiningu sveitarfélaga.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

27.Heilbrigðisnefnd Suðurlands; 209. fundargerð 15 janúar 2021

2101078

Lögð fram til kynningar og umræðu fundargerð 209. fundar heilbrigðisnefndar Suðurlands.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

28.Samband íslenskra sveitarfélaga; 893. fundur stjórnar

2102007

Lögð fram til kynningar og umræðu fundargerð 893.fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

29.Samband íslenskra sveitarfélaga; 894. fundur stjórnar

2102005

Lögð fram til kynningar og umræðu fundargerð 894.fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

30.Sóknaráætlun suðurlands; Aðgerðaráætlun um eflingu lýðfræðilegrar þróunar

2102039

Sveitarstjórn tilnefnir markaðs- og kynningarfulltrúa sem tengilið sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar.

31.Safnmappa; þingsályktanir og frumvörp til umsagnar 2021

2101021

Lögð fram eftirfarandi mál sem lögð hafa verið fram í samráðsgátt.
Mál nr. 370. Tillaga til þingsályktunar um áætlun og vernd orkunýtingar langsvæða.
Mál nr. 378. Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga (lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga).
Mál nr. 121. Tillaga til þingsályktunar um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld.
Mál nr. 471. Frumvarp til laga um stefnumarkandi áætlanir á sviði samgangna, fjarskipta og byggðamála.
Mál nr. 478. Frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga (sveitarfélög og kórónaveirufaraldur).
Lagt fram til kynningar.

32.Teymi um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19

2008068

9. stöðuskýrsla uppbyggingateymis félags- og atvinnumála í kjölfar Covid 19 lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

33.Landsþing sambands íslenskra sveitarfélaga; Boðun á XXXVI. landsþing; 26. mars 2021

2101081

Sveitarstjórn tilnefnir Rafn Bergsson sem varamann Lilju Einarsdóttur, í stað Benedikts Benediktssonar.
Samþykkt samhljóða.

34.Covid19; Upplýsingar

2003019

Lagðar fram til kynningar, upplýsingar frá almannavörnum vegna Covid19
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:40.