95. fundur 04. febrúar 2021 kl. 08:15 - 08:50 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Esther Sigurpálsdóttir aðalmaður
  • Anton Kári Halldórsson formaður
  • Lilja Einarsdóttir aðalmaður
  • Anna Runólfsdóttir aðalmaður
  • Þórir Már Ólafsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðmundur Úlfar Gíslason skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðmundur Úlfar Gíslason Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Deiliskipulag; Ystabæliskot

1606016

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna og mælist til þess að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Deiliskipulag; Skóla- og íþróttasvæði

1901080

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna og mælist til þess að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Deiliskipulag; Nýr ofanbyggðarvegur á Hvolsvelli

1912031

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna og mælist til þess að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Aðalskipulag; Nýr ofanbyggðarvegur

2004012

Lýsing aðalskipulagsbreytingar hefur nú þegar verið auglýst og umsagnarfrestur liðinn. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Gerð hefur verið grein fyrir fornleifum á skipulagssvæðinu með fornleifaskráningu. Skipulagsnefnd leggur áherslu á það að samráð verði haft við Landsnet, RARIK og önnur veitufyrirtæki vegna legu raflína við fyrirhugað vegstæði. Í heildarendurskoðun aðalskipulags Rangárþings eystra er gert ráð fyrir breytingum á þéttbýlismörkum og verður umræddur vegur innan þeirra. Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki tillöguna til auglýsingar og eftir yfirferð Skipulagsstofnunar verði hún auglýst skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Landskipti; Útskák

2101025

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nöfnin á hinum nýju spildum.

6.Miðkriki; Umsókn um stækkun á bílskúr

2102001

Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna tillöguna skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir þeim nágrönnum sem hagsmuna eiga að gæta.

Fundi slitið - kl. 08:50.