95. fundur 04. febrúar 2021 kl. 08:15 - 08:50 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Esther Sigurpálsdóttir aðalmaður
  • Anton Kári Halldórsson formaður
  • Lilja Einarsdóttir aðalmaður
  • Anna Runólfsdóttir aðalmaður
  • Þórir Már Ólafsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðmundur Úlfar Gíslason skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðmundur Úlfar Gíslason Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Deiliskipulag; Ystabæliskot

1606016

Deiliskipulagið í Ystabæliskoti tekur til afmörkunar fimm íbúðarlóða sem hver um sig er ca 3,4 ha. Á hverri lóð verður heimilt að byggja allt að 5 hús og er heildarbyggingarmagn 450 m2.
Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna og mælist til þess að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Deiliskipulag; Skóla- og íþróttasvæði

1901080

Tillagan tekur til svæðis sem er um 13 ha að stærð. Svæðið afmarkast til austurs af Vallarbraut, íbúðarbyggð við Njáls- og Gunnarsgerði, Norðurgarð, Öldugerði og Litlagerð og til suðurs að miðsvæði Hvolsvallar. Norðan og vestan við svæðið er óbyggt landsvæði. Meginmarkmið skipulagsins er að skilgreina lóðir fyrir íþrótta-, skóla- og leikskólasarfsemi. Gert er ráð fyrir að skilgreina nýja lóð fyrir 6-8 deilda leikskóla, auk byggingarreits fyrir fjölnota íþróttahús og mögulegar stækkanir á grunnskóla, sundlaugarsvæði og íþróttahúsi. Endurskilgreina á Vallarbraut og aðkomu að grunnskólanum m.t.t. umferðaröryggis, auk þess sem stígakerfi og bílastæði verða endurskilgreind.
Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna og mælist til þess að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Deiliskipulag; Nýr ofanbyggðarvegur á Hvolsvelli

1912031

Um er að ræða nýtt deiliskipulag af svokölluðum Ofanbyggðarvegi. Vegurinn mun liggja frá hringtorgi við Þjóðvegi nr. 1, sem staðsett verður vestan við Hvolsvöll. Frá hringtorginu mun vegurinn liggja norður fyrir byggðina á Hvolsvelli og tengjast Nýbýlavegi.
Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna og mælist til þess að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Aðalskipulag; Nýr ofanbyggðarvegur

2004012

Fyrirhuguð er breyting á Aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Meginmarkmið breytingarinnar er að skilgreina nýjan veg sem mun tengja betur byggðina á Hvolsvelli við íþróttasvæði ásamt því að létta á umferð um þjóðveg 1 í gegnum þéttbýlið og auka umferðaröryggi.
Lýsing aðalskipulagsbreytingar hefur nú þegar verið auglýst og umsagnarfrestur liðinn. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Gerð hefur verið grein fyrir fornleifum á skipulagssvæðinu með fornleifaskráningu. Skipulagsnefnd leggur áherslu á það að samráð verði haft við Landsnet, RARIK og önnur veitufyrirtæki vegna legu raflína við fyrirhugað vegstæði. Í heildarendurskoðun aðalskipulags Rangárþings eystra er gert ráð fyrir breytingum á þéttbýlismörkum og verður umræddur vegur innan þeirra. Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki tillöguna til auglýsingar og eftir yfirferð Skipulagsstofnunar verði hún auglýst skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Landskipti; Útskák

2101025

Hinrik Þorsteinsson fh. Glób ehf. óskar eftir því að stofna 8 lóðir út úr Kirkjulækjarkoti land L164032, skv. deiliskipulagi í Útskák, Fljótshlíð. Lóðirnar eru Útskák 1 stærð 1817,2 m2, Útskák 2 stærð 4569 m2, Útskák 3 stærð 3231,1 m2, Útskák 4 stærð 3052,8 m2, Útskák 6 stærð 4851,7 m2, Útskák 8 stærð 4467,8 m2, Útskák 9 stærð 3472,3 m2 og Útskák 11 stærð 6210,9 m2.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nöfnin á hinum nýju spildum.

6.Miðkriki; Umsókn um stækkun á bílskúr

2102001

Ari Steinn Hjaltested óskar eftir því að stækka bílskúr í Miðkrika L164183. Óskað er eftir stækkun úr 36 m2 í ca 100 m2.
Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna tillöguna skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir þeim nágrönnum sem hagsmuna eiga að gæta.

Fundi slitið - kl. 08:50.