38. fundur 27. janúar 2021 kl. 14:30 - 16:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Friðrik Erlingsson
  • Harpa Mjöll Kjartansdóttir formaður
  • Guri Hilstad Ólason varaformaður
  • Lea Birna Lárusdóttir
  • Magnús Benonýsson
Starfsmenn
  • Árný Lára Karvelsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Árný Lára Karvelsdóttir Markaðs- og kynningarfulltrúi
Dagskrá

1.Menningarsjóður Rangárþings eystra - vorúthlutun 2021

2101001

Samkvæmt reglum um Menningarsjóð Rangárþings eystra ákveður Menningarnefnd Rangárþings eystra að auglýsa eftir styrkjum úr sjóðnum. Umsóknarfrestur verður til 20. febrúar. Markaðs- og kynningarfulltrúa falið að birta auglýsingar í samræmi við umræður á fundinum.

2.Kjötsúpuhátíðin 2021

2101035

Menningarnefnd vonast til þess að hægt verði að halda Kjötsúpuhátíð í haust og hvetur íbúa Rangárþings eystra til að koma með hugmyndir varðandi hátíðarhöld. Hægt er að senda tillögur og hugmyndir á netfangið arnylara@hvolsvollur.is.
Formanni og Markaðs- og kynningarfulltrúa er falið að ræða við áhugasama aðila varðandi Kjötsúpuhátíðina 2021.

3.17. júní hátíðarhöld 2021

2101036

Menningarnefnd vonast til þess að hægt verði að halda 17. júní hátíðarhöld í ár. Menningarnefnd ákveður að boða íþrótta- og æskulýðsfulltrúa á næsta fund nefndarinnar til að ræða framkvæmd hátíðarhaldanna.

4.Beiðni um styrk; Þorrablót Suðurlands

2101070

Menningarnefnd þakkar fyrir umsóknina og verður hún tekin fyrir ásamt öðrum umsóknum í Menningarsjóð Rangárþings eystra í lok febrúar.

5.Menningarnefnd; önnur mál

2005006

Fundi slitið - kl. 16:00.