274. fundur 14. janúar 2021 kl. 12:00 - 14:40 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson oddviti
  • Elín Fríða Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðmundur Jón Viðarsson aðalmaður
  • Lilja Einarsdóttir sveitarstjóri
  • Rafn Bergsson aðalmaður
  • Christiane L. Bahner aðalmaður
  • Guri Hilstad Ólason aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Fundur sveitarstjórnar var haldinn í fjarfundi á eftirfarandi slóð: https://us02web.zoom.us/j/89600041007
Oddviti setur fund og leitar eftir athugasemdnum við fundarboð, sem engin eru. Oddviti óskar eftir bæta við einum lið á dagskrá fundar, lið 5: Stytting vinnuviku; tillögur vinnutímahóps Leikskólans Arkar færast aðrir liðir eftir því. Samþykkt samhljóða.

1.Breytingar á almenningssamgöngum á suðurlandi 2021; Strætó

2012062

Lagt fram til umræðu bréf Vegagerðarinnar um breytingu á almenningssamgöngum.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra fordæmir þá ákvörðun Vegagerðarinnar að fella niður ferð leiðar 52 frá Fjölbrautaskóla Suðurlands kl. 14:50 á föstudögum. Kennslu við skólann lýkur kl. 14:30 á föstudögum og mun þetta verða til þess að nemendur komast ekki heim með Strætó fyrr en kl. 16:05 en það er algerlega óásættanlegt, ekki síst í ljósi þess á nú á tímum Covid-19 er ekki æskilegt að nemendur dvelji í húsnæði skólans utan kennslutíma til að koma í veg fyrir hópamyndanir.
Samþykkt samhljóða.

2.Njálsgerði 10; söluferli

2012066

Á 272. fundi sveitarstjórnar var ákveðið að setja einbýlishús að Njálsgerði 10 á sölu. Fyrir fundi liggur tilboð sem barst í eignina að upphæð 39.000.000.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka fyrirliggjandi tilboði í Njálsgerði 10.

3.Bergrisinn; Beiðni um aukna fjárheimild til aðildarsveitarfélaga

2101019

Stjórn Bergrisans bs óskar eftir aukinni fjárheimild byggðasamlagsins til aðildarsveitarfélaganna. Um er að ræða viðaukasamning um þjónustu vegna sértækra þjónustuþarfa og lán til uppbyggingar á sértæku húsnæði á Sólheimum.
Gert er ráð fyrir að fjárhagsáætlun Bergrisans taki breytingum og uppgjör á henni eigi sér stað í lok ársins 2021.
Erindi stjórnar Bergrisans, auk viðaukasamnings tekið til umfjöllunar og afgreiðslu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða erindið og viðaukasamninginn fyrir sitt leiti.

4.Gjaldskrá skipulags- og byggingarfulltrúa des 2020

2012034

Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur fram til samþykktar uppfærða gjaldskrá skipulags- og byggingarfulltrúa í Rangárþingi eystra.
Gjaldskrá samþykkt samhljóða.

5.Stytting vinnuviku; tillögur vinnutímahóps Leikskólans Arkar

2012081

Starfs- og kjaranefnd vísaði tillögum Leikskólans Arkar um styttingu vinnuvikunnar til afgreiðslu í sveitarstjórn, þar sem hluti tillögunnar féll ekki undir kjarasamninga að mati nefndarinnar.
Bókun nefndarinnar var eftirfarandi:
Starfs- og kjaranefnd fjallar um málið og fellur tillagan í stórum dráttum innan ramma kjarasamning. Þó falla liðir F: „Starfsmenn fá 30 mín neysluhlé á vinnutíma. Deildastjóri hefur forræði yfir þeim“ og I: „möguleiki á að hagræða ef stytting lendir á rauðum degi í samráði við deildarstjóra“ ekki innan ramma kjarasamninga og er því tillögunni vísað til sveitarstjórnar til ákvörðunartöku enda nær umboð starfs- og kjaranefndar einungis til tillagna sem falla að öllu leyti innan ramma kjarasamninga. Einnig bendir nefndin á að ekki komi fram í tillögunni, svar við lið nr. 9 í skapalóni, það er „Í hverju felast umbætur til betri nýtingar vinnutíma þannig að ekki komi til breytinga á launum eða launakostnaði sveitarfélaga né röskunar á starfsemi vinnustaðar eða skerðingar á opinberri þjónustu“ Starfs- og kjaranefnd vísar tillögunni til sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn tekur undir bókun starf- og kjaranefndar. Sveitarstjórn vill árétta að hún er ekki mótfallin því að starfsmenn leikskólans Arkar fái fulla 4 klukkustunda vinnustyttingu á viku gegn framsali kaffitíma, sé það vilji starfsmanna en útfærsla á tillögunni verður þó að falla undir ákvæði kjarasamninga.
Athugasemd nefndarinnar fjallar um útfærslu á neysluhléi, tilfærslu á styttingu hitti hún á rauða daga (sérstaka frídaga) auk skorts á tillögum um umbætur á betri nýtingu á vinnutíma og tekur sveitarstjórn undir þessar ábendingar. Vill sveitarstjórn biðla til vinnutímahóps leikskólans að útfæra tillögurnar þannig að þær falli undir ákvæði kjarasamninga eða senda tillöguna til skoðunar hjá innleiðingarhóp Sambands íslenskra sveitarfélaga og stéttarfélaganna. Sá hópur leggur mat á tillögurnar og sker úr um hvort þær falli undir kjarasamninga.
Samþykkt samhljóða.

6.Samningur PWC um endurskoðun 2020

2012058

Fyrir fundi liggur endurnýjun á samningi við PwC um endurskoðun og reikningsskilaþjónustu við Rangárþing eystra. Samningurinn er til þriggja ára.
Samningur samþykktur samhljóða.

7.Veiðifélag eystri Rangár; Félagsfundur 18. desember 2020

2012045

Sveitarstjórn staðfestir veitt umboð til Christiane L Bahner, um setu fyrir hönd sveitarfélagsins á fundinum.

8.11. fundur stjórnar Skógasafns 10.12.2020

2012046

Ákvörðun sveitarstjórnar um að veita Byggðasafninu í Skógum sem sveitarfélagið á í samvinnu við önnur sveitarfélög, einfalda ábyrgð vegna lántöku þess hjá Lánasjóði sveitarfélaga og hún tryggð með tekjum sveitarfélagsins:
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Byggðasafnsins í Skógum hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 28.000.000 kr. til 12 ára, í samræmi við fyrirliggjandi lánsumsókn. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Byggðasafninu í Skógum. Sveitarstjórnin veitir Lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til endurfjármögnunar á afborgunum eldri lána 2020 og 2021 hjá sjóðnum auk fjármögnun á framkvæmdum Byggðasafnsins 2018, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Sveitarstjórnin skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Byggðasafnsins í Skógum til að breyta ekki ákvæði samþykkta Byggðasafnsins sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.
Fari svo að Rangárþing eystra selji eignarhlut í Byggðasafninu í Skógum til annarra opinberra aðila, skuldbindur Rangárþing eystra sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.
Jafnframt er Lilju Einarsdóttur sveitarstjóra, kt. 040273-4849 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Rangárþings eystra veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn.
Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn samþykkir fjárhagsáætlun 2021 fyrir sitt leiti. Fundargerð staðfesti í heild.

9.Hagtölur um atvinnulíf á Suðurlandi með áherslu á ferðaþjónustu

2008070

Þórður Freyr Sigurðsson, sviðsstjóri þróunarsviðs SASS, kemur á fundinn og kynnir fyrir sveitarstjórn skýrslu þar sem teknar eru saman hagtölur um atvinnulíf á Suðurlandi með áherslu á ferðaþjónustu.
Sveitarstjórn þakkar Þórði Frey fyrir greinargóða og áhugaverða kynningu.

10.Starfs- og kjaranefnd - 1

2012007F

Fundargerð staðfest í heild.
  • 10.1 2009082 Stytting vinnuvikunnar; ýmsar leiðbeiningar
    Starfs- og kjaranefnd - 1 Starfs- og kjaranefnd fer yfir ýmsar upplýsingar sem borist hafa frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga er varða útfærslur á styttingu vinnuvikunnar.
  • 10.2 2012069 Stytting vinnuviku; tillögur starfshópa 2020
    Starfs- og kjaranefnd - 1 Stafs og kjaranefnd fer yfir tillögur frá þeim stofnunum sem nú þegar hafa sent inn tillögur.
    Ólafur Örn Oddsson kemur inn á fundinn fyrir hönd vinnutímanefndar íþróttamiðstöðvar og fer yfir og skýrir tillögur dagvinnufólks í íþróttamiðstöð.
    Valborg Jónsdóttir, Árný Jóna Sigurðardóttir og
    Andrea Hrund Bjarnadóttir sem sytja í vinnutímanefnd leikskólans Arkar koma inn á fundinn og fara yfir og skýra út tillögur leikskólns.

11.Starfs- og kjaranefnd - 2

2101001F

Fundargerð staðfest í heild.
  • 11.1 2012080 Stytting vinnuviku; tillögur vinnutímahóps Hvolsskóla
    Starfs- og kjaranefnd - 2 Starfs og kjaranefnd fjallar um málið og fellur tillagan innan ramma kjarasamninga, en í fylgiskjali 2 kemur fram:
    Niðurstaða samtals getur einnig verið á þá leið að óbreytt vinnufyrirkomulag henti best, enda telji starfsmenn sig nú þegar búa við betra fyrrikomulag.

    Starfs- og kjaranefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leiti og leggur til að sveitarstjórn samþykki tillöguna.
    Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun starfs- og kjaranefndar.
  • 11.2 2012081 Stytting vinnuviku; tillögur vinnutímahóps Leikskólans Arkar
    Starfs- og kjaranefnd - 2 Starfs- og kjaranefnd fjallar um málið og fellur tillagan í stórum dráttum innan innan ramma kjarasamning.
    Þó falla liðir F: „Starfsmenn fá 30 mín neysluhlé á vinnutíma. Deildastjóri hefur forræði yfir þeim“ og I: „möguleiki á að hagræða ef stytting lendir á rauðum degi í samráði við deildarstjóra“ og ekki innan ramma kjarasamninga og er því tillögunni vísað til sveitarstjórnar til ákvörðunartöku enda nær umboð starfs- og kjaranefndar einungis til tillagana sem falla að öllu leyti innan ramma kjarasamninga.
    Einnig bendir nefndin á að ekki komi fram í tillögunni, svar við lið nr. 9 í skapalóni, það er „Í hverju felast umbætur til betri nýtingar vinnutíma þannig að ekki komi til breytinga á launum eða launakostnaði sveitarfélaga né röskunar á starfsemi vinnustaðar eða skerðingar á opinberri þjónustu“


    Starfs- og kjaranefnd vísar tillögunni til sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun starfs- og kjaranefndar.
  • 11.3 2012082 Stytting vinnuviku; tillögur vinnutímahóps skrifstofu Rangárþings eystra
    Starfs- og kjaranefnd - 2 Starfs og kjaranefnd fjallar um málið og fellur tillagan innan ramma kjarasamninga, en í fylgiskjali 2 kemur fram:
    Niðurstaða samtals getur einnig verið á þá leið að óbreytt vinnufyrirkomulag henti best, enda telji starfsmenn sig nú þegar búa við betra fyrrikomulag.


    Starfs- og kjaranefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leiti og leggur til að sveitarstjórn samþykki tillöguna.
    Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun starfs- og kjaranefndar.
  • 11.4 2012083 Stytting vinnuviku; tillögur vinnutímahóps Íþróttamiðstöð
    Starfs- og kjaranefnd - 2 Starfs og kjaranefnd fjallar um málið og fellur tillagan innan ramma kjarasamninga.

    Starfs- og kjaranefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leiti og leggur til að sveitarstjórn samþykki tillöguna.
    Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun starfs- og kjaranefndar.
  • 11.5 2012084 Stytting vinnuviku; tillögur vinnutímahóps Áhaldahúss
    Starfs- og kjaranefnd - 2 Tillögur frá vinnutímahóp Áhaldahúss hafa ekki borist borist nefndinni og því ekki hægt að taka afstöðu. Bókun fundar Sveitarstjórn hvetur starfsmenn áhaldahúss, til að klára tillögur um styttingu vinnuviku sem allra fyrst.
    Sveitarstjórn staðfestir bókun starfs- og kjaranefndar.

12.Skipulagsnefnd - 94

2012002F

Fundargerð staðfest í heild.
  • Skipulagsnefnd - 94 Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að unnin verði lokatillaga til auglýsingar, í samræmi við umræður á fundi, sem verði lögð fyrir næsta fund skipulagsnefndar. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir að unnin verði lokatillaga til auglýsingar, sem verði lögð fyrir á næsta fundi Skipulagsnefndar.
  • Skipulagsnefnd - 94 Tillagan var auglýst frá 18. nóvember 2020 með athugasemdafresti til 30. desember 2020. Engar athugasemdir komu fram á auglýsingatíma tillögunnar. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til staðfestingar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til staðfestingar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 94 Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna og mælist til þess að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 94 Skipulagsfulltrúa falið að afla frekari gagna. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar.
  • Skipulagsnefnd - 94 Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á deiliskipulagi á svæðinu. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi á svæðinu.
  • Skipulagsnefnd - 94 Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á deiliskipulagi á svæðinu. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi á svæðinu.
  • Skipulagsnefnd - 94 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfang hinnar nýju spildu. Bókun fundar Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfang hinnar nýju spildu.
  • Skipulagsnefnd - 94 Skipulagsnefnd samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar. Skipulagsnefnd mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010,. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar og að hún verði send Skipulagsstofnun til umsagnar auk annarra umsagnaraðila, ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • 12.9 2101003 Landskipti; Kúfhóll
    Skipulagsnefnd - 94 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfang hinnar nýju spildu. Bókun fundar Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfang hinnar nýju spildu.

13.Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 50

2012004F

Fundargerð staðfest í heild.
  • Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 50 Valborg Jónsdóttir, leikskólastjóri, fer yfir tillögu leikskólans um styttingu á opnunartíma leikskólans Arkar til hagræðingar. Tillagan er um að loka leikskólanum kl. 16:15 í stað 16:30 enda eru þessar 15 mínútur lítið nýttar. Fræðslunefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti til vorsins 2022 en verði endurskoðað fyrr verði verulegar breytingar á eftirspurn eftir vistunartímanum.
    Samþykkt samhljóða.
  • Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 50 Fræðslunefnd þakkar leikskólastjóra fyrir góða kynningu og vel unna starfsáætlun Leiksólans Arkar árið 2020-2021 og staðfestir áætlunina.
    Samþykkt samhljóða.
  • Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 50 Fræðslunefnd þakkar leikskólastjóra fyrir góða yfirferð ársskýrslu Leikskólans Arkar. Einnig vill Fræðslunefnd þakkar öllu starfsfólki Leikskólans Arkar fyrir þrautseigju og sveiganleika í starfi í þeim aðstæðum sem sköpuðust vegna heimsfaraldurs Covid-19 á starfsárinu.
    Ársskýrsla 2019-2020 staðfest.
    Samþykkt samhljóða.
  • Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 50 Fræðslunefnd þakkar fyrir góða yfirferð á skólanámskrá og starfsáætlun Hvolsskóla veturinn 2020-2021 og staðfestir hana. Fræðslunefnd þakkar öllu starfsfólki Hvolsskóla fyrir þrautseigju og sveiganleika í starfi í þeim aðstæðum sem sköpuðust vegna heimsfaraldurs Covid-19 á starfsárinu.
    Samþykkt samhljóða.
  • Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 50 Umræða um tillögur að tilnefningum til Menntaverðlauna Suðurlands. Formanni og ritara falið að vinna áfram að málinu í samstarfi með skólastjórnendum.
    Samþykkt samhljóða.
  • 13.6 2012025 Skólastefna
    Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 50 Fræðslunefnd leggur til að gildistími núverandi Skólastefnu verði framlengdur út árið 2021 þar sem ekki hefur tekist að hefja vinnu við endurskoðun vegna Covid-19 heimsfaraldurs.
    Samþykkt samhljóða.
  • Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 50 Lagt fram til kynningar.
  • Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 50 Lagt fram til kynningar.

14.Bergrisinn; 24. fundur stjórnar; 9.12.2020

2101016

Fundargerð staðfest í heild.

15.Bergrisinn; 25. fundur stjórnar; 14.12.2020

2101017

Fundargerð staðfest í heild.

16.Aðalfundargerð Samtaka sunnlenska sveitarfélaga 2020

2012051

Fundargerð staðfest í heild.

17.565. fundur stjórnar SASS; 4.12.2020

2012048

Sveitarstjórn tekur undir bókun 3. dagskráliðar fundar SASS er varðar heildarframlag ríkisins til sóknaráætlunar og skiptareglu milli landshluta.
Fundargerð staðfest í heild.

18.83. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu; 10.12.2020

2012050

Fundargerð ásamt greinargerð um grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar lögð fram til umræðu.
Almenn mál liður 1. Sveitarstjórn samþykkir að hækka grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar um 6% í samræmi við tillögu nefndarinnar. Fundargerð staðfest í heild.
Fylgiskjöl:

19.Deiliskipulag; Skóla- og íþróttasvæði

1901080

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

20.Samráðsfundur við Vegagerð haust 2020

2101028

Fundargerð lögð fram til kynningar.

21.Samstarfshópur um sameiningu sveitarfélaga

2101029

Fundargerð lögð fram til kynningar.

22.Samband íslenskra sveitarfélaga; 892. fundur stjórnar

2012047

Fundargerð lögð fram til kynningar.

23.Félag landeigenda á Álmenningum; ályktun um stofnun miðhálendisþjóðgarðs

2101026

Lagt fram til kynningar.

24.Hestamannafélagið Geysir; ársskýrsla 2020

2101027

Lagt fram til kynningar.

25.Áskorun til sveitarfélaga um skýr markmið varðandi framboð grænkerafæðis í skólum

26.Safnmappa; þingsályktanir og frumvörp til umsagnar 2020

2001021

Lögð fram til umfjöllunar eftirfarandi mál til umsagnar:
Mál nr. 360 Tillaga þingsályktunar um græna atvinnubyltingu.
Mál nr. 356 Frumvarp til laga um gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála.
Mál nr. 355 Frumvarp til laga um Barna- og fjölskyldustofu.
Mál nr. 354 Frumvarp til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna
Mál nr. 369 Frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð.
Mál nr. 336 frumvarp til laga um kosningalög.
Drög að frumvarpi um breytingar á ýmsum lögum vegna áhrifa Covid-19
Lagt fram til kynningar.

27.Safnmappa; þingsályktanir og frumvörp til umsagnar 2021

28.Velferðarvaktin; Tillögur til ríkis og sveitarfélaga í mótvægisaðgerðum vegna Covid 19

29.Sérstakur húsnæðisstuðningur; Tilraunaverkefni

2012061

Sveitarstjórn vísar skýrslunni til Félagsmálastjóra.

Fundi slitið - kl. 14:40.