1901080
Tillagan tekur til svæðis sem er um 13 ha að stærð. Svæðið afmarkast til austurs af Vallarbraut, íbúðarbyggð við Njáls- og Gunnarsgerði, Norðurgarð, Öldugerði og Litlagerð og til suðurs að miðsvæði Hvolsvallar. Norðan og vestan við svæðið er óbyggt landsvæði. Meginmarkmið skipulagsins er að skilgreina lóðir fyrir íþrótta-, skóla- og leikskólasarfsemi. Gert er ráð fyrir að skilgreina nýja lóð fyrir 6-8 deilda leikskóla, auk byggingarreits fyrir fjölnota íþróttahús og mögulegar stækkanir á grunnskóla, sundlaugarsvæði og íþróttahúsi. Endurskilgreina á Vallarbraut og aðkomu að grunnskólanum m.t.t. umferðaröryggis, auk þess sem stígakerfi og bílastæði verða endurskilgreind.