94. fundur 07. janúar 2021 kl. 08:30 - 10:10 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Esther Sigurpálsdóttir aðalmaður
  • Anton Kári Halldórsson formaður
  • Lilja Einarsdóttir aðalmaður
  • Anna Runólfsdóttir aðalmaður
  • Þórir Már Ólafsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðmundur Úlfar Gíslason skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðmundur Úlfar Gíslason Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Óskar Örn Gunnarsson var gestur undir 1.lið á dagskrá.

1.Deiliskipulag; Skóla- og íþróttasvæði

1901080

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að unnin verði lokatillaga til auglýsingar, í samræmi við umræður á fundi, sem verði lögð fyrir næsta fund skipulagsnefndar.

2.Deiliskipulag - Kirkjulækjarkot

2010089

Tillagan var auglýst frá 18. nóvember 2020 með athugasemdafresti til 30. desember 2020. Engar athugasemdir komu fram á auglýsingatíma tillögunnar. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til staðfestingar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Deiliskipulag; Þórunúpur 1

2011039

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna og mælist til þess að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Deiliskipulag - Miðkriki

2012010

Skipulagsfulltrúa falið að afla frekari gagna.

5.Réttarmói 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2012070

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á deiliskipulagi á svæðinu.

6.Réttarmói 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2012072

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á deiliskipulagi á svæðinu.

7.Landskipti; Spennistöð RARIK, Nýbýlavegi Hvolsvelli

2012075

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfang hinnar nýju spildu.

8.Aðalskipulagsbreyting; Rein og Birkilundur

2101002

Skipulagsnefnd samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar. Skipulagsnefnd mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010,.

9.Landskipti; Kúfhóll

2101003

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfang hinnar nýju spildu.

Fundi slitið - kl. 10:10.