94. fundur 07. janúar 2021 kl. 08:30 - 10:10 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Esther Sigurpálsdóttir aðalmaður
  • Anton Kári Halldórsson formaður
  • Lilja Einarsdóttir aðalmaður
  • Anna Runólfsdóttir aðalmaður
  • Þórir Már Ólafsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðmundur Úlfar Gíslason skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðmundur Úlfar Gíslason Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Óskar Örn Gunnarsson var gestur undir 1.lið á dagskrá.

1.Deiliskipulag; Skóla- og íþróttasvæði

1901080

Tillagan tekur til svæðis sem er um 13 ha að stærð. Svæðið afmarkast til austurs af Vallarbraut, íbúðarbyggð við Njáls- og Gunnarsgerði, Norðurgarð, Öldugerði og Litlagerð og til suðurs að miðsvæði Hvolsvallar. Norðan og vestan við svæðið er óbyggt landsvæði. Meginmarkmið skipulagsins er að skilgreina lóðir fyrir íþrótta-, skóla- og leikskólasarfsemi. Gert er ráð fyrir að skilgreina nýja lóð fyrir 6-8 deilda leikskóla, auk byggingarreits fyrir fjölnota íþróttahús og mögulegar stækkanir á grunnskóla, sundlaugarsvæði og íþróttahúsi. Endurskilgreina á Vallarbraut og aðkomu að grunnskólanum m.t.t. umferðaröryggis, auk þess sem stígakerfi og bílastæði verða endurskilgreind.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að unnin verði lokatillaga til auglýsingar, í samræmi við umræður á fundi, sem verði lögð fyrir næsta fund skipulagsnefndar.

2.Deiliskipulag - Kirkjulækjarkot

2010089

Már Guðnason fh. Litlaholts ehf óskar eftir því að fá að gera deiliskipulag í landi Kirkjulækjarkots 1 L164034. Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir tveimur íbúðalóðum. Á hvorri lóð er gert ráð fyrir íbúðarhúsi og bílskúr, allt að 250 m2 að stærð.
Tillagan var auglýst frá 18. nóvember 2020 með athugasemdafresti til 30. desember 2020. Engar athugasemdir komu fram á auglýsingatíma tillögunnar. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til staðfestingar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Deiliskipulag; Þórunúpur 1

2011039

Guðjón Þ Sigfússon, fh. Lýsis hf kt:440269-5089, óskar eftir því að deiliskipuleggja ca 19,5 ha spildu út úr jörðinni Þórunúpur 1 L164209. Gert verður ráð fyrir íbúðarhúsi ásamt útihúsum. Heildarbyggingarmagn verður 1000 m2.
Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna og mælist til þess að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Deiliskipulag - Miðkriki

2012010

Ari Steinn Hjaltested óskar eftir því að fá að gera deiliskipulag á Miðkrika L164183 skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Landhönnun slf, dags. 3.4.2020. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir núverandi íbúðarhúsi og bílskúr, ásamt byggingu vélaskemmu, geymslu og tveggja gistihúsa.
Skipulagsfulltrúa falið að afla frekari gagna.

5.Réttarmói 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2012070

Víðir Jóhannsson óskar eftir því að byggja 78 m2 bílskúr og gestaíbúð á einni hæð skv. uppdráttum unnum af Verkfræðistofu Ívars Haukssonar, dags. 1.12.2020.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á deiliskipulagi á svæðinu.

6.Réttarmói 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2012072

Víðir Jóhannsson óskar eftir því að gera 130 m2 viðbyggingu við íbúðarhúsið á Réttarmóa 1, Hellishólum, skv. uppdrætti unnum af Verkfræðistofu Ívars Haukssonar dags. 4.12.2020.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á deiliskipulagi á svæðinu.

7.Landskipti; Spennistöð RARIK, Nýbýlavegi Hvolsvelli

2012075

RARIK óskar eftir því að skipta 56 m2 lóð út úr Stórólfshvoli L164192, skv. uppdrættu unnum af Bölti ehf. dags. 11.9.2017. Lóðin er undir spennistöð, sem er hluti af dreifikerfi RARIK. Lóðin mun fá staðfangið Nýbýlavegur spennistöð.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfang hinnar nýju spildu.

8.Aðalskipulagsbreyting; Rein og Birkilundur

2101002

Lagt er til að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Breytingin felur í sér að landnotkun á 3,2 ha svæði, sem eru lóðirnar Rein L164138 og Hlíðarból lóð L164126 í Fljótshlíð, verður breytt í íbúðabyggð (ÍB).
Skipulagsnefnd samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar. Skipulagsnefnd mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010,.

9.Landskipti; Kúfhóll

2101003

Hrafnkell Stefánsson óskar eftir þvi að skipta 5.626 m2 spildu út úr Kúfhóli L163876, skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Verkfræðistofunni EFLU ehf, dags. 22.12.2020. Hin nýja spilda mun fá staðfangið Kúfhóll 2.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfang hinnar nýju spildu.

Fundi slitið - kl. 10:10.