50. fundur 09. desember 2020 kl. 12:00 - 13:10 í fjarfundi
Nefndarmenn
 • Lilja Einarsdóttir formaður
 • Esther Sigurpálsdóttir
 • Páll Eggertsson
 • Arnar Gauti Markússon
 • Rafn Bergsson
 • Pálína B. Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara
 • Andrea H. Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi kennara
 • Birna Sigurðardóttir skólastjóri
 • Ólafur Þórisson áheyrnarfulltrúi foreldra
 • Árný Lára Karvelsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra
 • Valborg Jónsdóttir leikskólastjóri
Fundargerð ritaði: Árný Lára Karvelsdóttir Markaðs- og kynningarfulltrúi
Dagskrá

1.Tillaga að hagræðingu í rekstri Leikskólans Arkar

2010037

Valborg Jónsdóttir, leikskólastjóri, fer yfir tillögu leikskólans um styttingu á opnunartíma leikskólans Arkar til hagræðingar. Tillagan er um að loka leikskólanum kl. 16:15 í stað 16:30 enda eru þessar 15 mínútur lítið nýttar. Fræðslunefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti til vorsins 2022 en verði endurskoðað fyrr verði verulegar breytingar á eftirspurn eftir vistunartímanum.
Samþykkt samhljóða.

2.Starfsáætlun leikskólans Arkar veturinn 2020-2021

2010094

Fræðslunefnd þakkar leikskólastjóra fyrir góða kynningu og vel unna starfsáætlun Leiksólans Arkar árið 2020-2021 og staðfestir áætlunina.
Samþykkt samhljóða.

3.Ársskýrsla Leikskólans Arkar 2019-2020

2010095

Fræðslunefnd þakkar leikskólastjóra fyrir góða yfirferð ársskýrslu Leikskólans Arkar. Einnig vill Fræðslunefnd þakkar öllu starfsfólki Leikskólans Arkar fyrir þrautseigju og sveiganleika í starfi í þeim aðstæðum sem sköpuðust vegna heimsfaraldurs Covid-19 á starfsárinu.
Ársskýrsla 2019-2020 staðfest.
Samþykkt samhljóða.

4.Skólanámskrá Hvolsskóla veturinn 2020-2021

2010029

Fræðslunefnd þakkar fyrir góða yfirferð á skólanámskrá og starfsáætlun Hvolsskóla veturinn 2020-2021 og staðfestir hana. Fræðslunefnd þakkar öllu starfsfólki Hvolsskóla fyrir þrautseigju og sveiganleika í starfi í þeim aðstæðum sem sköpuðust vegna heimsfaraldurs Covid-19 á starfsárinu.
Samþykkt samhljóða.

5.Tilnefning til Menntaverðlauna Suðurlands

2012024

Umræða um tillögur að tilnefningum til Menntaverðlauna Suðurlands. Formanni og ritara falið að vinna áfram að málinu í samstarfi með skólastjórnendum.
Samþykkt samhljóða.

6.Skólastefna

2012025

Fræðslunefnd leggur til að gildistími núverandi Skólastefnu verði framlengdur út árið 2021 þar sem ekki hefur tekist að hefja vinnu við endurskoðun vegna Covid-19 heimsfaraldurs.
Samþykkt samhljóða.

7.Eftirfylgni með úttekt á Hvolsskóla

2005054

Lagt fram til kynningar.

8.Bréf frá verkefnastjórnum í Landshlutateymi Suðurlands og GRR

2011049

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 13:10.