270. fundur 08. október 2020 kl. 12:00 - 15:46 í fjarfundi
Nefndarmenn
 • Anton Kári Halldórsson oddviti
 • Elín Fríða Sigurðardóttir aðalmaður
 • Guðmundur Jón Viðarsson aðalmaður
 • Lilja Einarsdóttir sveitarstjóri
 • Rafn Bergsson aðalmaður
 • Christiane L. Bahner aðalmaður
 • Guri Hilstad Ólason aðalmaður
Starfsmenn
 • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Fundur sveitarstjórnar er haldin í fjarfundi, með fjarfundarforritinu Zoom á eftirfarandi slóð: https://us02web.zoom.us/j/81356260727
Oddviti setur fund og leitar eftir athugasemdnum við fundarboð, sem engin eru. Oddviti óskar eftir að bæta einu máli við dagskrá fundar, liður 1
Ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga. Aðrir liðir færast eftir því. Samþykkt samhljóða

1.Ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga

2003047

Á grundvelli bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga samþykkir sveitarstjórn Rangárþings eystra að heimila fjarfundi sveitarstjórnar, byggðarráðs og annarra lögbundinna nefnda sveitarfélagsins án þess að fjarlægðir séu miklar, samgöngur innan sveitarfélagsins erfiðar eða að mælt sé fyrir um notkun slíks búnaðar í samþykktum sveitarfélagsins.
Einnig samþykkir sveitarstjórn Rangárþings eystra að staðfesting fundargerða sveitarstjórnar, byggðarrásð og annarra lögbundinna nefnda verði með öðrum hætti en mælt er fyrir um í 10 og 11. gr. leiðbeininga innanríkisráðuneytisins, frá 15. janúar 2013, um ritun fundargerða, nr. 22/2013.
Samþykkt samhljóða.

2.Hestamannafélagið Geysir; ósk um áframhaldandi þjónustusamning

2009080

Lagt fram erindi Ólafs Þórissonar fyrir hönd Hestamannafélagsins Geysis þar sem hann óskar eftir áframhaldandi samstarfssamning við Rangárþing eystra.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir að halda samstarfinu áfram og felur sveitarstjóra að endurnýja samning við Hestamannafélagið Geysi. Samþykkt samhljóða.

3.Persónuverndarfulltrúi; tilboð í þjónusu

2010006

Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi við núverandi þjónustuaðila sem er Dattaca Labs.
Samþykkt samhljóða.

4.Viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2020

2010010

Ljóst er að efnahagsleg árhrif Kórónuveirufaraldursins eru mikil og hefur Rangárþing eystra ekki orðið varhluta af því. Áhrifin á fjárhag sveitarfélagsins eru umtalsverð og munar þar mest um lækkun greiðslna frá jöfnunarsjóði um 65 milljónir króna og lækkun útsvarstekna um tæpar 80 milljónir króna. Ákvörðun sveitarstjórnar á vordögum um að leggja áherslu á atvinnuskapandi verkefni í sveitarfélaginu og ráða til sín stóran hóp sumarstarfsmanna kemur fram í auknum útgjöldum á árinu 2020.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðauka 3 við fjárhagsáætlun, að upphæð 165.411.773, á móti er handbært fé ársins 2020 lækkað.

5.Trúnaðarmál

2009017

6.Trúnaðarmál

2008047

7.Byggðarráð - 196

2009005F

Fundargerð staðfest í heild.

8.Skipulagsnefnd - 91

2009007F

Fundargerð staðfest í heild.
 • Skipulagsnefnd - 91 Erindi Sigrúnar Aspelund um staðfestingu á lóðamörkum er hafnað. Skipulagsnefnd mælist til þess að lóðamörk á lóðum nr. 5, 6, 7, 8 og 8a verði samkvæmt gildandi deiliskipulagi frá 2002 með áorðnum breytingum. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar.
 • Skipulagsnefnd - 91 Skipulagsnefnd þakkar fyrir tillögur að nöfnum á götum í nýju íbúðahverfi á Hvolsvelli og á Ytri Skógum. Eftir yfirferð tillagna leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að gatan fyrir ofan Gunnarsgerði fái heitið Hallgerði, gatan fyrir ofan Króktún fái heitið Bergþórutún og svokallaður ofanbyggðarvegur fái heitið Akurbraut. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að gatan við Héraðsskólann á Ytri Skógum fái heitið Skólavegur og að gatan við heimavistina fái nafnið Vistarvegur.
  Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um nafngiftir á götum á Ytri Skógum, en það eru nöfnin Skólavegur og Vistarvegur. Einnig samþykkir sveitarstjórn tillögu um að ofanbyggðarvegur fái heitið Akurbraut.
  Varðandi tillögu skipulagsnefndar um nafnið Hallgerði, var leitað álits Árnastofnunar sem taldi nafngiftina ekki samræmast góðri málnotkun. Því samþykkir sveitarstjórn að gatan fyrir ofan Króktún fái heitið Hallgerðartún og gatan fyrir ofan Gunnarsgerði fái heitið Bergþórugerði.
  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulagsnefnd - 91 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nöfnin á hinum nýju spildum. Bókun fundar Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við landskiptin og nöfnin á hinum nýju spildum.
  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulagsnefnd - 91 Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að úthlutun verði hafnað. Bókun fundar Sveitarstjórn hafnar úthlutun á lóðinni Hvolstún 27.
  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulagsnefnd - 91 Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að úthluta lóðinni Hvolstún 27 til Örvars Arasonar. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir úthlutun á lóðinni Hvolstún 27 til Örvars Arasonar.
  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulagsnefnd - 91 Skipulagsnefnd samþykkir nýtt staðfang á L230586. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða nýtt staðfang.

9.18. fundur jafnréttisnefndar; 06.01.2020

2010011

Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með að jafnréttisnefnd ætli að standa að jafnréttisviku í Rangárþingi eystra í nóvember nk.
Sveitarstjóra falið að skrá Rangárþing eystra í jafnvægisvogina.
Fundargerð staðfest í heild.

10.Tónlistarskóli Rangæinga; 20. stjórnarfundur 23. september 2020

2009084

Fundargerð staðfest í heild.

11.212. fundur Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs.

2010012

Fundargerð staðfest í heild.

12.296. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 22.9.2020

2010007

Fundargerð staðfest í heild.

13.Bergrisinn; 20. fundur stjórnar; 14.09.2020

2009081

Fundargerð staðfest í heild.

14.80. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu; 24.09.2020

2009083

Fundargerð staðfest í heild.

15.207. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands; 21.09.2020

2009090

Fundargerð lögð fram.

16.Samband íslenskra sveitarfélaga; 887. fundur stjórnar

2009091

Fundargerð lögð fram.

17.Samband íslenskra sveitarfélaga; 888. fundur stjórnar

2010005

Fundargerð lögð fram.

18.Fjárhagsáætlun Rangárþings eystra 2021-2024

2009033

Umræða í sveitarstjórn um yfirstandandi fjárhagsáætlanagerð og leiðir til hagræðingar á árinu 2021, vegna tekjusamdráttar af völdum Covid 19.

19.Endurskoðun á friðlýsingu Skógafoss og nágrenni

2009094

Lagt fram til kynningar.

20.Aðgerðaráætlun SOS vegna svæðisáætlunar

2009087

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:46.