91. fundur 01. október 2020 kl. 08:30 - 09:46 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Esther Sigurpálsdóttir aðalmaður
  • Anton Kári Halldórsson formaður
  • Lilja Einarsdóttir aðalmaður
  • Anna Runólfsdóttir aðalmaður
  • Þórir Már Ólafsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðmundur Úlfar Gíslason skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðmundur Úlfar Gíslason Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Samþykkt er að bæta við máli nr. 6 á dagskrá fundarins.

1.Breytt skráning landeignar; Langanes 5

2009044

Erindi Sigrúnar Aspelund um staðfestingu á lóðamörkum er hafnað. Skipulagsnefnd mælist til þess að lóðamörk á lóðum nr. 5, 6, 7, 8 og 8a verði samkvæmt gildandi deiliskipulagi frá 2002 með áorðnum breytingum.

2.Tillögur um ný götuheiti á Hvolsvelli og Skógum

2009047

Skipulagsnefnd þakkar fyrir tillögur að nöfnum á götum í nýju íbúðahverfi á Hvolsvelli og á Ytri Skógum. Eftir yfirferð tillagna leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að gatan fyrir ofan Gunnarsgerði fái heitið Hallgerði, gatan fyrir ofan Króktún fái heitið Bergþórutún og svokallaður ofanbyggðarvegur fái heitið Akurbraut. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að gatan við Héraðsskólann á Ytri Skógum fái heitið Skólavegur og að gatan við heimavistina fái nafnið Vistarvegur.

3.Landskipti; Hlíðarból

2009060

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nöfnin á hinum nýju spildum.

4.Umsókn um lóð; Hvolstún 27

2009066

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að úthlutun verði hafnað.

5.Umsókn um lóð; Hvolstún 27

2009088

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að úthluta lóðinni Hvolstún 27 til Örvars Arasonar.

6.Landskipti; Eystra-Seljaland

2008030

Skipulagsnefnd samþykkir nýtt staðfang á L230586.

Fundi slitið - kl. 09:46.