38. fundur 23. janúar 2024 kl. 12:30 á skrifstofu Rangárþings eystra
Nefndarmenn
  • Anna Runólfsdóttir aðalmaður
  • Baldur Ólafsson aðalmaður
  • Bjarki Oddsson aðalmaður
  • Elvar Eyvindsson aðalmaður
  • Guðmundur Ólafsson aðalmaður
  • Guri Hilstad Ólason aðalmaður
  • Sigurður Þór Þórhallsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Þóra Björg Ragnarsdóttir Skipulagsfulltrúi
  • Arnar Jónsson Köhler embættismaður
Fundargerð ritaði: Þóra Björg Ragnarsdóttir Skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá

1.Deiliskipulag - Ormsvöllur og Dufþaksbraut

2401053

Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna tillöguna áfram.

2.Deiliskipulag - Hvolsvegur og Hlíðarvegur

2211022

Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna tillöguna áfram.

3.Deiliskipulag - Ytra-Seljaland

2205094

Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir 39 frístundahúsualóðum. Á hverri lóð verður heimilt að byggja allt að 130 m2 hús ásamt 25 m2 geymslu/gestahúsi. Mesta mænishæð er 6,0 m frá gólfkóta.
Deiliskipulagstillagan var send til umsagnaraðila og auglýst frá 20. nóvember 2023 til 3. janúar 2023. Athugasemdir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands um mögulegan skort og gæði neysluvatns með borholu, að staðsetja þurfi sorpílát þegar frístundalóðir eru fleiri en 20. Deiliskipulagstillagan hefur verið auglýst áður og en þar bárust athugasemdir frá landeigendum sem fjallað hefur verið um.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Aðalskipulagsbreyting - Butra

2308046

Tillagan gerir ráð fyrir að um 25 ha. svæði úr landbúnaðarlandi (L1) verði breytt í skógræktarsvæði.
Skipulagslýsingin var send til umsagnaraðila og auglýst frá 20. nóvember með athugasemdarfrest til og með 9. desember 2023. Umsagnir bárust frá Náttúrufræðisamtökum Íslands þar sem bent er á að skógrækt skuli falla vel að landi, vernda landslag og ásýnd svæða. Skipulagsstofnun bendir á að verið er að taka landbúnaðarland (L1) og gera þurfi grein fyrir forsendum þess og taka þurfi afstöðu til hvernig breytingin samræmist aðalskipulagi sveitarfélagsins. Skipulags- og umhverfisnefnd telur staðsetninguna henta undir skógrækt og komi ekki til með að spilla ásýnd. Landið er á rýru landi sem hentar vel til landgræðslu og skógræktar en skógrækt er einnig landbúnaður.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við umhverfismatsskýrslu og framkomna tillögu og leggur til við sveitarstjórn að hún verði send til Skipulagsstofnunar til yfirferðar skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Aðalskipulag - Bergþórugerði

2311144

Verið er að breyta fjölda íbúða úr 40 í 90 í heilda við Bergþórugerði á Hvolsvelli (ÍB9). Skipulagssvæðið er óbreytt.
Skipulagslýsingin var send til umsagnaraðila og auglýst frá 20. desember 2023 með athugasemdafrest til og með 10. janúar 2024. Tillagan var einnig kynnt með opnu húsi hjá Skipulags- og byggingarembætti sveitarfélagsins þann 3. janúar sl. Umsagnir bárust frá Vegagerðinni um að fullt samráð skuli eiga sér stað varðandi tengingu við Þjóðveg og Skipulagsstofnun bendir á að umhverfismatið þurfi að vera skýrt og vísa í einstaka umhverfisþætti.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við framkomna tillögu og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Aðalskipulag - Skeggjastaðir land 14

2311149

Aðalskipulagslýsingin gerir ráð fyrir að landeigninni Skeggjastaðir 14, sem er 4 ha og Fákaflöt 26,7 ha, verði breytt í íbúðarbyggð (ÍB) úr landbúnaðarlandi (LÍ).
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við framkomna lýsingu og leggur til við sveitarstjórn að hún verði auglýst og kynnt fyrir almenningi skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Aðalskipulag - Stóra-Mörk 1, breyting

2301088

Um er að ræða breytingu á landnotkun á jörðunum Stóra-Mörk 1 L163808, Stóra-Mörk 3 L163810 og Stóra-Mörk 3B L224421 úr landbúnaðarlandi (L) í ca 3,4 ha svæði undir verslun- og þjónustu (VÞ), ca 23 ha svæði undir afþreyingar- og ferðamannasvæði (AF) og ca 27 ha svæði undir skógræktar- og landgræðslusvæði (SL).
Skipulagstillagan var auglýst frá 22.nóvember 2023 með athugasemdarfrest til og með 8.janúar 2024. Ábendingar bárust frá Vegagerðinni og Heilbrigðiseftirlitinu sem hafa verið leiðréttar. Umhverfisstofnun bendir á að Nauthúsagil er á náttúruminjaskrá og því mikilvægt að tjaldsvæðið hafi ekki neikvæð áhrif á landslag og ásýnd staðarins. Umhverfisstofnun bendir einnig á að fjalla þurfi ítarlegra um hvernig verði tekið tillit til ábyrgðartegunda á Íslandi og ítarlegri umfjöllun um náttúrufar. Brugðist hefur verið við þeim athugasemdum með þeim hætti að skilmálar verða settir í deiliskipulag til að draga úr neikvæðum áhrifum landslags og ásýnd. Staðið er að fornleifaskráningu fyrir deiliskipulög svæðanna. Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við breytingu á flokkun landbúnaðarlands og tekur undir umsögn Búnaðarsambands Suðurlands.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði afgreidd skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Ungmennaþing haust 2023

2310003

Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar fyrir góðar ábendingar og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna þær áfram.

9.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 104

2312006F

  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 104 Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir athugasemd við veitingu rekstrarleyfis vegna misræmis á samþykktum teikningum og úttektarskýrslu brunavarna.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 104 Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við útgáfu rekstrarleyfis.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 104 Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir athugasemd við veitingu rekstrarleyfis vegna misræmis á samþykktum teikningum og úttektarskýrslu brunavarna.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 104 Byggingarheimild til niðurrifs verður gefin út að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:
    - Vottorð um að eignin sé veðbandalaus verði lagt fram.
    - Áætlun um meðhöndlun byggingar- og niðurrifsúrgangs verði lögð fram.
    - Byggingarstjóri verði skráður á framkvæmdina.

10.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 105

2401003F

  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 105 Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu starfsleyfis og staðfestir að mannvirkið er á lokabyggingarstigi.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 105 Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu starfsleyfis og staðfestir að mannvirkið er á loka byggingarstigi.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 105 Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við breytta skráningu landeignar.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 105
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 105 Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsókn og veitir stöðuleyfi til 12 mánaða frá 11.01.2024
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 105 Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu starfsleyfis og staðfestir að mannvirkið er á lokabyggingarstigi.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 105 Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsókn og veitir stöðuleyfi til 12 mánaða frá 11.01.2024
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 105 Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsókn og veitir stöðuleyfi.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 105 Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsókn og veitir stöðuleyfi til 12 mánaða frá 11.01.2024
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 105 Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsókn og veitir stöðuleyfi til 12 mánaða frá 11.01.2024
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 105 Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsókn og veitir stöðuleyfi til 12 mánaða frá 11.01.2024
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 105 Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsókn og veitir stöðuleyfi til 12 mánaða frá 11.01.2024
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 105 Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsókn og veitir stöðuleyfi til 12 mánaða frá 11.01.2024
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 105 Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsókn og veitir stöðuleyfi til 12 mánaða frá 11.01.2024
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 105 Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsókn og veitir stöðuleyfi til 12 mánaða frá 11.01.2024
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 105 Skipulags- og byggingarfulltrúi synjar umsókn um byggingarleyfi fyrir bílaþvottastöð.
    Fyrirhuguð framkvæmd er ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag.

Fundi slitið.