104. fundur 13. desember 2023 kl. 10:30 - 11:37 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Þóra Björg Ragnarsdóttir embættismaður
  • Leifur Bjarki Björnsson slökkviliðsstjóri
  • Arnar Jónsson Köhler embættismaður
Fundargerð ritaði: Arnar Jonsson Aðstoðarmaður skipulags- og byggingarfulltrúa
Dagskrá

1.Umsögn vegna rekstrarleyfi - Hótel Skógarfoss

2312002

Sýslumaðurinn á suðurlandi óskar eftir umsögn vegna leyfi til reksturs gististaðar í flokki-II Tegund:C Minna gistiheimili að Hótel Skógafoss Apartments ,Skógafossvegur7. 861 Hvolsvelli. Sérstaklega er óskað eftir afstöðu slökkviliðs- og heilbrigðiseftirlits til leyfilegs gestafjölda
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir athugasemd við veitingu rekstrarleyfis vegna misræmis á samþykktum teikningum og úttektarskýrslu brunavarna.

2.Umsögn vegna rekstrarleyfi - A Hótel Moldnúpur 2

2312008

Sýslumaðurinn á suðurlandi óskar eftir umsögn um reksturs gististaðar í flokk IV - Tegund: A Hótel að Boutique Hotel Anna, Moldnúpur 2, 861 Hvolsvelli. Sérstaklega er óskað eftir afstöðu slökkviliðs- og heilbrigðiseftirlits til leyfilegs gestafjölda.
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við útgáfu rekstrarleyfis.

3.Umsögn vegna starfsleyfis - EJ Hótels ehf

2312031

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur móttekið starfsleyfisumsókn frá Jóhanni Þóri Jóhanssyni fyrir hönd EJ Hotels ehf. vegna reksturs gististaðar að Skógafossvegi 7, 861 Hvolsvelli.



Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir upplýsingum frá byggingarfulltrúa hvort að umrædd starfsemi uppfylli 1.mgr. 14. gr. í reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti þ.e. ,, Húsnæði, þ.m.t. starfsmannabústaðir, starfsmannabúðir og húsnæði stofnana og fyrirtækja, sem fjallað er um í reglugerð þessari, skulu hafa hlotið staðfestingu leyfisveitanda byggingarleyfis á því að starfsemin sé í samræmi við samþykkta notkun húsnæðisins
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir athugasemd við veitingu rekstrarleyfis vegna misræmis á samþykktum teikningum og úttektarskýrslu brunavarna.

4.Umsókn um niðurrif mannvirkis - Oddakoti

2312034

Þráinn V. Ragnarsson óskar eftir heimild til niðurrifs á matshluta 05 að Oddakoti, Austur Landeyjum.

Byggingarheimild til niðurrifs verður gefin út að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:
- Vottorð um að eignin sé veðbandalaus verði lagt fram.
- Áætlun um meðhöndlun byggingar- og niðurrifsúrgangs verði lögð fram.
- Byggingarstjóri verði skráður á framkvæmdina.

Fundi slitið - kl. 11:37.