105. fundur 11. janúar 2024 kl. 10:00 - 11:30 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Þóra Björg Ragnarsdóttir embættismaður
  • Leifur Bjarki Björnsson slökkviliðsstjóri
  • Arnar Jónsson Köhler embættismaður
Fundargerð ritaði: Arnar Jónsson Aðstoðarmaður skipulags- og byggingarfulltrúa
Dagskrá

1.Umsögn vegna starfsleyfis - Leikskólin Aldan

2308012

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur móttekið starfsleyfisumsókn, í gær, frá Sólbjörtu Sigríði Gestsdóttur fyrir hönd Rangárþings eystra vegna reksturs leikskólans Öldunnar sbr. meðfylgjandi starfsleyfisumsókn.



Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir upplýsingum frá byggingarfulltrúa hvort að umrædd starfsemi uppfylli 1.mgr. 14. gr. í reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti þ.e. ,,Húsnæði, þ.m.t. starfsmannabústaðir, starfsmannabúðir og húsnæði stofnana og fyrirtækja, sem fjallað er um í reglugerð þessari, skulu hafa hlotið staðfestingu leyfisveitanda byggingarleyfis á því að starfsemin sé í samræmi við samþykkta notkun húsnæðisins."
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu starfsleyfis og staðfestir að mannvirkið er á lokabyggingarstigi.

2.Umsögn vegna starfsleyfis - Fjallaís

2308061

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur móttekið starfsleyfisumsókn frá Jóhanni Þóri Jóhannssyni fyrir hönd Fjallís vegna reksturs ísbúðar að Austurvegi 4, Hvolsvelli, sbr. meðfylgjandi starfsleyfisumsókn.



Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir upplýsingum frá byggingarfulltrúa hvort að umrædd starfsemi uppfylli 1.mgr. 14. gr. í reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti þ.e. ,, Húsnæði, þ.m.t. starfsmannabústaðir, starfsmannabúðir og húsnæði stofnana og fyrirtækja, sem fjallað er um í reglugerð þessari, skulu hafa hlotið staðfestingu leyfisveitanda byggingarleyfis á því að starfsemin sé í samræmi við samþykkta notkun húsnæðisins.?
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu starfsleyfis og staðfestir að mannvirkið er á loka byggingarstigi.

3.Landskipti - Hái-Múli lóð 10

2310049

Gylfi Guðjónsson skilar inn uppfærðri afmörkun landeignarinnar að Háamúla, lóð 10.
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við breytta skráningu landeignar.

4.Umsókn um stöðuleyfi - Búland

2401003

Guðmundur Ólafsson óskar eftir stöðuleyfi til 12 mánaða fyrir tveimur gámum á landeignina Búland, L163851.

5.Umsókn um stöðuleyfi - gámur nr 3

2401007

Magnús Kristjánsson sækir um stöðuleyfi fyrir 20 feta gám á lóðinni Dufþaksbraut 11a, reitur 3
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsókn og veitir stöðuleyfi til 12 mánaða frá 11.01.2024

6.Umsögn vegna starfsleyfis - EJ Hótels ehf - Voðmúlastaðir

2401013

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur móttekið starfsleyfisumsókn frá Jóhanni Rúnari Sævarssyni fyrir hönd JR verks ehf. vegna reksturs gististaðar í flokki II ? Minna gistiheimili sbr. meðfylgjandi starfsleyfisumsókn.



Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir upplýsingum frá byggingarfulltrúa hvort að umrædd starfsemi uppfylli 1.mgr. 14. gr. í reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti þ.e. ,,Húsnæði, þ.m.t. starfsmannabústaðir, starfsmannabúðir og húsnæði stofnana og fyrirtækja, sem fjallað er um í reglugerð þessari, skulu hafa hlotið staðfestingu leyfisveitanda byggingarleyfis á því að starfsemin sé í samræmi við samþykkta notkun húsnæðisins."



Einnig að starfsemin sé í samræmi við skipulag samkvæmt skipulagslögum eða lögum um skipulag haf- og strandsvæða skv. 6. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu starfsleyfis og staðfestir að mannvirkið er á lokabyggingarstigi.

7.Umsókn um stöðuleyfi - gámur nr. 7

2401036

Brunavarnir Rangárvallarsýslu bs sækir um stöðuleyfi fyrir 40 feta gám til 12 mánaða á lóðinni Dufþaksbraut 11a, reitur 7
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsókn og veitir stöðuleyfi til 12 mánaða frá 11.01.2024

8.Umsókn um stöðuleyfi - Matarvagn við Austurveg 6

2401035

The Food Truck Company ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir matarvagn við Austurveg 6. Umsóknartími er 01.04.24 - 01.10.24
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsókn og veitir stöðuleyfi.

9.Umsókn um stöðuleyfi - gámur nr. 24

2401034

Birgir Óskarsson sækir um stöðuleyfi fyrir 40 feta gám á lóðinni Dufþaksbraut 11a, reitur 24
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsókn og veitir stöðuleyfi til 12 mánaða frá 11.01.2024

10.Umsókn um stöðuleyfi - gámur nr. 19

2401033

Sigríður Heiða Ólafsdóttir sækir um stöðuleyfi fyrir 40 feta gám á lóðinni Dufþaksbraut 11a, reitur 19
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsókn og veitir stöðuleyfi til 12 mánaða frá 11.01.2024

11.Umsókn um stöðuleyfi - gámur nr. 6

2401032

Jón Pálmi Ólafsson sækir um stöðuleyfi til 12 mánaða fyrir 20 feta gám á lóðinni Dufþaksbraut 11a, reitur 6.
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsókn og veitir stöðuleyfi til 12 mánaða frá 11.01.2024

12.Umsókn um stöðuleyfi - gámur nr. 3

2401031

Magnús Kristjánsson sækir um stöðuleyfi fyrir 20 feta gám á lóðinni Dufþaksbraut 11a, reitur 3.
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsókn og veitir stöðuleyfi til 12 mánaða frá 11.01.2024

13.Umsókn um stöðuleyfi - gámur nr. 20

2401030

Húskarlar ehf sækja um stöðuleyfi til 12 mánaða fyrir 40 feta gám á lóðinni Dufþaksbraut 11a, reitur 20.
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsókn og veitir stöðuleyfi til 12 mánaða frá 11.01.2024

14.Umsókn um stöðuleyfi - gámur nr. 17

2401029

Sigurþór Árni Helgason sækir um stöðuleyfi fyrir 40 feta gám á lóðinni Dufþaksbraut 11a, reitur 17
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsókn og veitir stöðuleyfi til 12 mánaða frá 11.01.2024

15.Umsókn um stöðuleyfi - gámur nr. 11

2401028

Sveinbjörn Már Birgisson sækir um stöðuleyfi fyrir 20 feta gám á lóðinni Dufþaksbraut 11a, reit 11.
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsókn og veitir stöðuleyfi til 12 mánaða frá 11.01.2024

16.Austurvegur 10 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2301022

Guðfinnur Guðmannsson óskar eftir byggingarheimild fyrir bílaþvottastöð.

Guðmundur Oddur Víðisson er skráður hönnunarstjóri og aðaluppdráttum hefur verið skilað inn.
Skipulags- og byggingarfulltrúi synjar umsókn um byggingarleyfi fyrir bílaþvottastöð.
Fyrirhuguð framkvæmd er ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag.

Fundi slitið - kl. 11:30.