99. fundur 19. september 2023 kl. 10:00 - 10:50 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Þóra Björg Ragnarsdóttir embættismaður
  • Ólafur Rúnarsson embættismaður
  • Leifur Bjarki Björnsson slökkviliðsstjóri
Fundargerð ritaði: Þóra Björg Ragnarsdóttir Fulltrúi skipulags- og byggingaembættis
Dagskrá

1.Breytt skráning fasteigna - Hallgerðartún 69-75

2309033

Bjarg íbúðafélag óskar eftir fjölgun fasteignanúmera.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd og samþykkir að fjölga fasteignarnúmerum að Hallgerðartúni 69-75.

2.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Rein - Flokkur 1,

2309048

Páll Elíasson óskar eftir byggingarheimild fyrir 165,2 m2 skemmu að Rein, L164138 skv. meðfylgjandi uppdráttum.

Sigurður Unnar Sigurðsson skilar inn uppdráttum dags. 30.maí 2023.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu. - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

3.Umsögn vegna rekstrarleyfis - Langidalur, Ferðafélag Íslands

2309034

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna rekstrarleyfis umsóknar Ferðafélags Íslands að Langadal, L173444. Sótt er um leyfir til reksturs gististaðar í flokki II-e Fjallaskáli með heimild fyrir 75 gesti.
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athguasemd við veitingu rekstrarleyfis.

4.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Miðkriki 164183 - Flokkur 2,

2306089

Ari Steinn Hjaltested óskar eftir byggingarleyfi fyrir 133,4 m2 gistihúsi að Miðkrika, L164183.

Guðjón Þ. Sigfússon skilar inn aðaluppdráttum dags. 27.júlí 2023.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa og jákvæða umsögn Mannvirkja- og umhverfissviðs vegna byggingarhæfi lóða. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd - Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

5.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Nýbýlavegur 46 - Flokkur 2,

2309054

Leigufélagið Borg ehf. óskar eftir byggingarleyfi fyrir 575,2 m2 fjölbýlishúsi að Nýbýlaveg 46, L231446.

Guðmundur Úlfar Gíslason skilar inn aðaluppdráttum dags. 1.ágúst 2023.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa og jákvæða umsögn Mannvirkja- og umhverfissviðs vegna byggingarhæfi lóða. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd - Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

6.Umsókn um niðurrif mannvirkis - Butra

2309056

Margrét Ósk Ingjaldsdóttir óskar eftir heimild til að fjarlægja og farga mannvirki á lóðinni Butra, L164083.
Byggingarheimild til niðurrifs verður gefin út að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:
- Vottorð um að eignin sé veðbandalaus verði lagt fram.
- Áætlun um meðhöndlun byggingar- og niðurrifsúrgangs verði lögð fram.
- Byggingarstjóri verði skráður á framkvæmdina.

7.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Hvolstún 19 - Flokkur 2,

2309062

Páll Jóhannsson óskar eftir byggingarleyfi fyrir 219,9 m2 íbúðarhúsi að Hvolstúni 19, L200403, skv. meðfylgjandi uppdráttum.

Guðmundur Úlfar Gíslason skilar inn aðaluppdráttum dags. 1.september 2023.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa og jákvæða umsögn Mannvirkja- og umhverfissviðs vegna byggingarhæfi lóða. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd - Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Fundi slitið - kl. 10:50.