39. fundur 06. febrúar 2024 kl. 10:00 - 10:45 á skrifstofu Rangárþings eystra
Nefndarmenn
  • Anna Runólfsdóttir aðalmaður
  • Baldur Ólafsson aðalmaður
  • Konráð Helgi Haraldsson varamaður
    Aðalmaður: Bjarki Oddsson
  • Elvar Eyvindsson aðalmaður
  • Guðmundur Ólafsson aðalmaður
  • Guri Hilstad Ólason aðalmaður
Starfsmenn
  • Þóra Björg Ragnarsdóttir Skipulagsfulltrúi
  • Arnar Jónsson Köhler embættismaður
Fundargerð ritaði: Þóra Björg Ragnarsdóttir Skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá
KHH situr hjá við afgreiðslu málsins.

1.Aðalskipulag - Steinar 1, breyting

2304022

Um er að ræða breytingu á landnotkun á hluta jarðarinnar Steinar 1 L163721 og lóðarinnar Hvassafell 2, samtals að stærð 107,6 ha, L219654 úr Landbúnaðarland (L) í verslun- og þjónustu (VÞ).
Tillagan var send til yfirferðar til Skipulagsstofnunar þar sem athugasemdir bárust, umsagnaraðilar veittu einnig umsagnir á vinnslutillögu og óskað var eftir umsögn Ráðgjafamiðstöðvar Landbúnaðarins (RML). Í umsögn RML kemur fram að stærsti hluti svæðisins sé gott landbúnaðarland en þó þurfi líklega að endurskipuleggja og/eða bæta framræslu til að hægt sé að rækta landið. Skipulags- og umhverfisnefnd tekur undir umsögn RML og að ekki hafi verið vöntun á ræktunarlandi á þessu svæði undanfarin ár. Þrátt fyrir að víða sé verið að taka gott landbúnaðarland til landnýtingar, við ótengda ræktun skal hafa í huga að stærsti hluti láglendis sveitarfélagsins sé gott eða allgott ræktunarland og ekki sé hægt að hefta alfarið aðra nýtingu lands, á meðan lítil eftirspurn sé eftir landi til ræktunar.
Í greinargerð er tekið fram að leitast verði við að hönnun falli sem best að svæðinu og forðast skuli óþarfa röskun lands frá því sem nú er. Hugtakið dreifbýlisyfirbragð kemur fram í landskipulagsstefnu og stefnt er að uppbygging svæðisins haldi því.
Umhverfisstofnun bendir á að framkvæmdin geti haft neikvæð áhrif á búsvæði fugla og geti rýrt verndargildi svæðisins og hverfisvernd. Tilkynning hefur verið send til Skipulagsstofnunar um mögulega matsskyldu framkvæmdar í samræmi við lið 12.03.
Í samráði við Vegagerðina og framkvæmdaraðila verða vegtengingar skoðaðar í heild sinni fyrir svæðið.
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands bendir framkvæmdaraðilum á að skoða aðra kosti framkvæmdarinnar sem falla betur að aðalskipulagi sveitarfélagsins og vilja fá betri grein fyrir umfangi og fyrirkomulagi fráveitu á svæðinu og að skólphreinsivirki sé staðsett innan verndarsvæða. Nánari umfjöllun um fráveitu verður á deiliskipulagsstigi. Gert er ráð fyrir að bera saman 0-kost og svo tillögu breytingarinnar. Áfram verður gert ráð fyrir að hönnun og skipulag taki mið af núverandi náttúrufari svæðisins og það skerðist sem minnst.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að uppfærð tillaga verði send til yfirferðar hjá Skipulagsstofnun og auglýst skv. 31. mgr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Deiliskipulag - Öldugarður

2304002

Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir að heimilt veðri að byggja allt að 200 m² íbúðarhús, 100 m² bílskúr og tvö gestahús sem verða 60-80 m². Mænishæð verður frá 5 til 7 m.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu að deiliskipulagi og að það verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Deiliskipulag - Ey

2401095

Umræður breytingu á deiliskipulagi að Ey sem samþykkt var 14.febrúar 2013. Tillagagan gerir ráð fyrir einni íbúðarhúsalóð sem er 2 ha. að stærð með heimild fyrir 300 m² íbúðarhúsi, tveimur 50 m² gestahúsum og allt að 200 m² skemmu.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir athugasemd við staðvísi en skv. reglugerð 577/2017 kemur m.a. fram að staðgreinar raðast rökréttt í hækkandi röð og eru leiðandi fyrir notendur. Nefndin leggur til að hin- nýja lóð fá staðfangið Ey 2b eða 3b. Að öðru leiti samþykkir nefndin tillögu að breyttu deiliskipulagi og að það verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundi slitið - kl. 10:45.