15. fundur 05. febrúar 2024 kl. 16:30 - 18:30 á skrifstofu Rangárþings eystra
Nefndarmenn
  • Christiane L. Bahner formaður
  • Guðni Ragnarsson
  • Guri Hilstad Ólason
  • Kolbrá Lóa Ágústsdóttir
    Aðalmaður: Konráð Helgi Haraldsson
  • Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir
Fundargerð ritaði: Árný Lára Karvelsdóttir Markaðs- og kynningarfulltrúi
Dagskrá

1.Ferðaþjónusta í Rangárþingi eystra

2402012

Markaðs- og menningarnefnd þakkar Björg, Stefan og Bárði kærlega fyrir góða kynningu og umræður. Nefndin felur Markaðs- og kynningarfulltrúa að vinna áfram að verkefnum sem rætt var um á fundinum í samstarfi við byggðarþróunarfulltrúa, ferðaþjónustu- og hagsmunaaðila.

Samþykkt samhljóða.



2.Menningarsjóður Rangárþings eystra; vorúthlutun 2024

2402003

Markaðs- og menningarnefnd felur markaðs- og kynningarfulltrúa að auglýsa eftir umsóknum í vorúthlutun Menningarsjóðs Rangárþings eystra 2024.

Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 18:30.