205. fundur 30. september 2021 kl. 08:15 - 09:00 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Christiane L. Bahner aðalmaður
  • Rafn Bergsson formaður
  • Elín Fríða Sigurðardóttir varamaður
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir embættismaður
  • Lilja Einarsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá

1.Beiðni um skólavist í sveitarfélagi utan lögheimilis 2021-2022

2109011

Byggðarráð samþykkir beiðni um skólavist utan lögheimilis.
Samþykkt samhljóða.

2.Beiðni um tónlistarnám í sveitarfélagi utan lögheimilis 2021-2022

2109012

Erindinu vísað til sveitarstjórnar.

3.Tónsmiðja Suðurlands; Ósk um niðurgreiðlsu skólagjalda 2021-2022

2109004

Erindi vísað til sveitarstjórnar.

4.Opnunartími á skrifstofu Rangárþings eystra

2109093

Lögð er fram tillaga um breyttan opnunartíma skrifstofu Rangárþings eystra þannig að opið verði mánudag til fimmtudags frá 9-16 og föstudag frá 9-13, í stað þess að hafa lokað í hádeginu.
Byggðarráð samþykkir samhljóða tillöguna.

5.Menningarnefnd - 43

2107007F

Löð fram til staðfestingar fundargerð 43. fundar menningarnefndar.
Byggðarráð vísar reglum um úthlutun úr menningarsjóð til staðfestingar í sveitarstjórn.
Fundargerð staðfest að öðru leiti.
  • Menningarnefnd - 43 Í ljósi aðstæðna i nærsamfélaginu hefur Menningarnefnd Rangárþings eystra ákveðið að aflýsa hefðbundinni Kjötsúpuhátíð 2021. Menningarnefnd felur Markaðs- og kynningarfulltrúa að kanna möguleika á einhvers konar dagskrá sem yrði sent út í streymi. Sú dagskrá verður auglýst síðar.

    Menningarnefnd hlakkar til að hefja undirbúning að Kjötsúpuhátíð 2022 sem haldin verður 26. - 28. ágúst 2022.
  • Menningarnefnd - 43 Menningarnefnd Rangárþings eystra leggur fram endurskoðaðar reglur um úthlutun úr Menningarsjóði Rangárþings. Menningarnefnd felur Markaðs- og kynningarfulltrúa að auglýsa haustúthlutun 2021 úr sjóðnum.
  • Menningarnefnd - 43 Ýmis mál rædd.

6.Menningarnefnd - 45

2109003F

Löð fram til staðfestingar fundargerð 45. fundar menningarnefndar
Fundargerð staðfest í heild.
Byggðarráð óskar styrkhöfum til hamingju með styrkveitinguna úr Menningarsjóð sveitarfélagsins. Byggðarráð fagnar hversu fjölbreyttar umsóknir bárust í sjóðinn.
  • Menningarnefnd - 45 Menningarnefnd lýsir yfir ánægju sinni yfir þeim fjölda góðra umsókna sem bárust í Menningarsjóðinn að þessu sinni og ljóst er að menningarlífið blómstrar í Rangárþingi eystra þrátt fyrir að tímar hafi verið erfiðir síðustu misseri.

    Sex umsóknir bárust í sjóðinn að heildarupphæð 1.615.000 en 800.000 voru til úthlutunar. Ekki var unnt að styrkja allar umsóknir en Menningarnefnd leggur til að eftirfarandi verkefni hljóti styrk úr haustúthlutun Menningarsjóðs Rangárþings eystra.

    Katrínarlind; sögu- og upplýsingaskilti 190.000
    Vika 861; Ljósmyndaverkefni 125.000
    Jazz undir fjöllum 250.000
    Náttúrutónar I og II 75.000
    Fiðlufjör; Lokatónleikar 150.000
  • Menningarnefnd - 45 Ýmis mál rædd.

7.Stjórn Njálurefils SES - 10

2109002F

Löð fram til kynningar fundargerð 10. fundar stjórnar Njálurefis ses.
Fundargerð lögð fram.
  • 7.1 2109020 Njálurefill; Undirbúningur fyrir kynningu í september á hönnun sýningarrýmis og uppsetningu refilsins
    Stjórn Njálurefils SES - 10 Forsætisráðherra hefur óskað eftir að hitta stjórn Njálurefils og fá kynningu á stöðu verkefnisins. Formanni falið í samvinnu við markaðs og kynningarfulltrúa Rangárþings eystra að útbúa stutta kynningu og undirbúa mótttökuna.
  • 7.2 2109021 Njálurefill; Húsnæðismál
    Stjórn Njálurefils SES - 10 Ákveðið að funda með húseiganda Lava.
    Sveitarstjóra Rangárþings eystra falið að dagsetja fund.
  • 7.3 2109022 Njálurefill; Geymsla refilsins meðan á framkvæmdum við húsnæðið stendur
    Stjórn Njálurefils SES - 10 Samþykkt að klára að ganga frá reflinum þannig að hann verði tilbúiinn til uppsetningar.
    Að því loknu verði honum komið fyrir í eldtefjandi kassa.
    Formanni falið að vinna málið áfram.

8.Katla jarðvangur; 61. fundur stjórnar 20.09.2021

2109065

Löð fram til staðfestingar fundargerð 61. fundar stjórnar Kötlu jarðvangs.
Fundargerð staðfest í heild.

9.Félagsmálanefnd Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu. 91. fundur 22.09.2021

2109077

Löð fram til staðfestingar fundargerð 91. fundar Félagsmálanefndar Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu.
Fundargerð staðfest í heild.
Fylgiskjöl:

10.Aðalfundur Vottunarstofunar Túns ehf 2021; Fundargerð

2109026

Lögð fram til kynningar aðalfundargerð Vottunarstofunar Túns ehf.
Fundargerð staðfest í heild.

11.SASS; 572. fundur stjórnar; 3.9.2021

2109034

Lögð fram til kynningar fundargerð 572. fundar stjórnar SASS.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

12.Markaðsstofa Suðurlands; Aðalfundarargerð 2021

2109036

Lögð fram til kynningar aðalfundargerð Markaðssofu Suðurlands.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

13.Markaðsstofa Suðurlands; Fundargerð 1. fundur 2021

2109037

Lögð fram til kynningar fundargerð 1. fundar stjórnar Markaðssofu Suðurlands.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

14.Markaðsstofa Suðurlands;Fundargerð 2. fundur 2021

2109038

Lögð fram til kynningar fundargerð 2. fundar stjórnar Markaðssofu Suðurlands.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

15.Sorpstöð Suðurlands; 305. fundur stjórnar; 21.09.2021

2109082

Lögð fram til kynningar fundargerð 305. fundar stjórnar Sorpst öðvar Suðurlands.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

16.Sorpstöð Suðurlands; 304. fundur stjórnar; 24.08.2021

2109083

Lögð fram til kynningar fundargerð 304. fundar stjórnar Sorpst öðvar Suðurlands.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

17.Námsgagnasjóður; úthlutun 2021

2109042

Lagt fram til kynningar bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna umsóknar í Námsgagnasjóð 2021.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

18.Fyrirhuguð niðurfelling hluta af Vallarvegi af vegaskrá

2109046

Lagt fram til kynningar bréf Vegagerðarinnar vegna fyrirhugaðrar niðurfellingar á 1,2 km af Vallarveg af vegaskrá.
Lagt fram til kynningar. Erindi sent samgöngu- og umferðarnefnd til kynningar.

19.Fyrirhuguð niðurfelling Lindartúnsvegar af vegaskrá

2109045

Lagt fram til kynningar bréf Vegagerðarinnar vegna fyrirhugaðrar niðurfellingar á Lindartúnsvegar af vegaskrá.
Lagt fram til kynningar. Erindi sent samgöngu- og umferðarnefnd til kynningar.

20.Fyrirhuguð niðurfelling Efra Hólsvegar af vegaskrá

2109044

Lagt fram til kynningar bréf Vegagerðarinnar vegna fyrirhugaðrar niðurfellingar Efra Hólsvegar af vegaskrá.
Lagt fram til kynningar. Erindi sent samgöngu- og umferðarnefnd til kynningar.

21.Fyrirhuguð niðurfelling Flókastaðavegar af vegaskrá

2109067

Lagt fram til kynningar bréf Vegagerðarinnar vegna fyrirhugaðrar niðurfellingar Flókastaðavegar af vegaskrá.
Lagt fram til kynningar. Erindi sent samgöngu- og umferðarnefnd til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:00.