45. fundur 20. september 2021 kl. 15:00 - 16:15 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Friðrik Erlingsson
  • Harpa Mjöll Kjartansdóttir formaður
  • Guri Hilstad Ólason varaformaður
  • Lea Birna Lárusdóttir
  • Magnús Benonýsson
Starfsmenn
  • Árný Lára Karvelsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Árný Lára Karvelsdóttir Markaðs- og kynningarfulltrúi
Dagskrá

1.Menningarsjóður Rangárþings eystra - haustúthlutun 2021

2105076

Menningarnefnd lýsir yfir ánægju sinni yfir þeim fjölda góðra umsókna sem bárust í Menningarsjóðinn að þessu sinni og ljóst er að menningarlífið blómstrar í Rangárþingi eystra þrátt fyrir að tímar hafi verið erfiðir síðustu misseri.

Sex umsóknir bárust í sjóðinn að heildarupphæð 1.615.000 en 800.000 voru til úthlutunar. Ekki var unnt að styrkja allar umsóknir en Menningarnefnd leggur til að eftirfarandi verkefni hljóti styrk úr haustúthlutun Menningarsjóðs Rangárþings eystra.

Katrínarlind; sögu- og upplýsingaskilti 190.000
Vika 861; Ljósmyndaverkefni 125.000
Jazz undir fjöllum 250.000
Náttúrutónar I og II 75.000
Fiðlufjör; Lokatónleikar 150.000

2.Menningarnefnd; önnur mál

2005006

Ýmis mál rædd.

Fundi slitið - kl. 16:15.