325. fundur 11. apríl 2024 kl. 12:00 - 13:22 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson aðalmaður
  • Kolbrá Lóa Ágústsdóttir varamaður
    Aðalmaður: Rafn Bergsson
  • Elvar Eyvindsson varamaður
    Aðalmaður: Sigríður Karólína Viðarsdóttir
  • Árný Hrund Svavarsdóttir aðalmaður
  • Bjarki Oddsson aðalmaður
  • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
  • Guri Hilstad Ólason varamaður
    Aðalmaður: Lilja Einarsdóttir
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
  • Árný Lára Karvelsdóttir yfirmaður tæknideildar
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Oddviti setur fund og óskar eftir athugasemdum við fundarboð.
Í fundarsalnum sitja Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri, Árný Hrund Svavarsdóttir, Elvar Eyvindsson í fjarveru Sigríðar Karólínu Viðarsdóttur, Guri Hilstad Ólason í fjarveru Lilju Einarsdóttur, Kolbrá Lóa Ágústsdóttir í fjarveru Rafns Bergssonar, Bjarki Oddsson og oddviti Tómas Birgir Magnússon. Margrét Jóna Ísólfsdóttir skrifstofu- og fjármálastjóri sem ritar fundargerð og Árný Lára Karvelsdóttir sem sér um upptöku og útsendingarmál.

1.Minnisblað sveitarstjóra; 11. apríl 2024

2404000

Lagt fram minnisblað sveitarstjóra um helstu verkefni liðinna vikna.
Til máls tóku: AKH og GHÓ.
Lagt fram til kynningar.

2.Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Rangárþings eystra; Endurskoðun

2311053

Lögð fram til fyrri umræðu samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Rangárþings eystra.
Til máls tóku: BO.
Sveitarstjórn samþykkir í fyrri umræðu samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Rangárþings eystra og vísar samþytkktunum til seinni umræði í sveitarstjórn.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

3.Staða allra leigu- og afnotasamninga í félagsheimilum og öðru húsnæði í eigu Rangárþings eystra öðru en íbúðarhúsnæði

2403133

Lagt fram minnsiblað um stöðu leigu- og afnotasamninga í félagsheimilum og öðru húsnæði í eigu Rangárþings eystra öðru en íbúðarhúsnæði.
Til máls tólku: GHÓ og AKH.
Lagt fram til kynningar.

4.Samstarfsyfirlýsing um öruggara Suðurland

2404152

Lögð fram samstarfsyfirlýsing um öruggar Suðurland. Svæðisbundið samráð gegn ofbeldi og öðrum afbrotum.
Til máls tóku: BO, AKH og TBM.
Sveitarstjórn samþykkir samstarfsyfirlýsinguna og felur sveitarstjóra að undirrita hana f.h. sveitarfélagsins. Sveitarstjórn samþykkir einnig að skipa þær Svövu Davíðsdóttur og Ingu Jöru Jónsdóttur í framkvæmdateymi sem vinnur á milli árlegra funda svæðisbundins samráðs.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

5.Gjaldskrá félagsheimila m. gistináttaskatti

2403136

Lögð fram til samþykktar gjaldskrá félagsheimila.
Sveitarstjórn samþykkir með sjö samhljóða atkvæðum uppfærða gjaldsrká félagsheimila 2024.

6.Foreldraráð leikskólans Öldunnar; Tillaga um samræmingu á niðurfellingu fæðisgjalda milli skólastiga.

2401043

Lögð fram til samþykktar gjaldskrá og reglur fyrir mötuneyti Hvolsskóla 2024.

Lögð fram til samþykktar gjaldskrá leikskólans Öldunnar 2024.
Til máls tóku: BO, AKH og TBM.
Gjaldskrá og reglur fyrir mötuneyti Hvolsskóla 2024 samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.
Gjaldskrá leikskólans Öldunnar 2024 samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

7.Brunavarnir Rangárvallasýslu bs; Ársreikningur 2023

2404147

Lagður fram til staðfestingar ársreikningur Brunavarna Rangárvallasýslu bs fyrir árið 2023.
Til máls tóku: BO og AKH.
Sveitarstjórn samþykkir með sjö samhljóða atkvæðum ársreikning Brunavarna Rangárvallasýslu bs fyrir árið 2023.

8.Breyting á reglum um garðslátt til ellilífeyris- og örorkulífeyrisþega

2404155

Lagðar fram til samþykktar reglur um garðslátt til ellilífeyris- og örorkulífeyrisþega.
Til máls tók: AKH.
Sveitarstjórn samþykkir með sjö samhljóða atkvæðum, breytingar á reglum um garðslátt til elli- og örorkulífeyrisþega.

9.Tillaga B-lista um endurbætur á göngustígum í Tunguskóg

2404162

Lögð fram tillaga B-lista um endurbætur á göngustígum í Tunguskógi.
Til máls tóku: GHÓ, TBM, AKH og GHÓ.
Sveitarstjórn felur Skipulags- og umhverfisnefnd að hefja vinnu við deiluskipulag á svæðinu. Einnig verði farið í endurbætur og viðhald á núverandi stígakerfi í sumar.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.
Hlé gert á fundi 12:51. Fundur hefst aftur 12:54.

10.Tillaga B-lista um endurbætur á heilsustíg

2404161

Lögð fram tillaga B-lista um endurbætur á heilsustíg sem liggur í gegnum Hvolsvöll.
Til máls tóku: KLÁ, AKH, TBM, BO, GHÓ og ÁHS.
Sveitarstjórn vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu í heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd sem vinni tillögur að framtíð heilsustígsins.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

11.Áskorun til sveitarstjórnar um að grípa til aðgerða til að efla vetrarferðarmennsku

2404157

Á 17. fundi markaðs og menningarnefndar var málið tekið fyrir. Nefndin samþykkti eftirfarandi bókun:

Markaðs- og menningarnefnd skorar á sveitarstjórn Rangárþings eystra að kanna möguleikann á að efla vetrarferðamennsku á svæðinu í samvinnu við ferðaþjónustuaðila, og þá sérstaklega til að laða að ferðamenn sem vilja skoða norðurljós.
Til máls tóku: AKH, GHÓ, TBM og BO.
Sveitarstjórn þakkar markaðs- og menningarnefnd fyrir áskorunina og lýsir sig tilbúna til þátttöku í verkefninu í samvinnu við ferðaþjónustuaðila á svæðinu.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

12.Fyrirspurnir B-lista; Sveitarstjórnarfundi 11. apríl 2024

2404163

Lagðar fram fyrirspurning fulltrúa B-listans.
Til máls tóku: GHÓ, AKH, TBM og BO.

Svör sveitarstjóra við fyrirspurn fulltrúa B-lista:

1.
Eins og rætt var um í fjárhagsáætlunarvinnu er ekki um það umfangsmiklar framkvæmdir að ræða að þær séu útboðsskyldar. Verkefnið er í vinnslu á framkvæmdasviði sveitarfélagsins. Verið er að kanna verð hjá verktökum og skipuleggja forgangsröðun. Vonast er til þess að sumarið dugi okkur til þó nokkurra framkvæmda við gangstéttir og stíga.

2.
Umræddri fyrirspurn var að mestu svarað í síðasta minnisblaði sveitarstjóra. Sveitarfélagið hefur í gegnum tíðina gert afskaplega vel við hvers konar félagsstarf með aðgangi að húsnæði sveitarfélagsins. Stefnt er að því að halda því áfram. Líkt og kom fram í áðurnefndu minnisblaði er rafíþróttadeild Dímons að missa sitt húsnæði og verið er að skoða möguleika á aðstöðu til þess að hýsa deildina. Upplýst verður um nánari útfærslu á því síðar. Að öðru leyti hefur sveitarfélagið ekki vitneskju um húsnæðisskort félagasamtaka.

3.
Nú stendur yfir talsverð vinna á framkvæmdasviði sveitarfélagsins við gagnasöfnun og kortlagningu á veitum sveitarfélagsins. Einnig voru veitumál til sérstakrar umræðu á aukafundi skipulags- og umhverfisnefndar. Þegar nokkuð góð heildarmynd hefur náðst utan um verkefnið mun verða leitað tilboða í gerð framtíðaruppbyggingu veitna í sveitarfélaginu.

4.
Til stóð að uppsetning hundagerðis færi fram sl. haust. Það gekk ekki eftir og mun það verða eitt af forgangsverkefnum vorsins, þegar frost hefur farið úr jörðu.

13.Landskipti - Smáratún

2403068

Landeigandi óskar eftir landskiptum úr upprunalandinu Smáratún, L164062. Verið er að stofna millispildu sem síðar kemur til með að sameinast Smáratún lóð B5, L203181. Smáratún B5 verður 3.334 m² eftir samruna millispildunnar.

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og leggur til við sveitarstjórn að þau verði samþykkt.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og gerir ekki athugasemd við landskiptin.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

14.Landskipti - Vestri-Tunga

2403120

Landeigandi óskar eftir landskiptum að Vestri-Tungu L163975, verið er að stofna tvær landeignir. Önnur landeignin verður 113,56 ha að stærð og fær staðfangið Túnaflöt og hin verður 72,5 ha. og fær staðfangið Tunguholt.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir landskiptin og leggur til við sveitarstjórn að landskiptin verði samþykkt ásamt hinum nýju staðföngum.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við landskiptin og hin nýju staðföng.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

15.Aðalskipulag - Syðsta-Mörk, breyting

2301006

Um er að ræða breytingu á landnotkun á rúmlega 52,7 ha landbúnaðarlandi (L1) í íbúðabyggð (ÍB) sem gerir ráð fyrri 18 lóðum.

Aðalskipulagslýsingin var auglýst frá 20. mars með athugasemdarfresti til og með 30. mars 2023. Umsagnir bárust frá lögbundnum umsagnaraðilum, Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og Vegagerðin gerir ekki athugasemdir við lýsinguna. Umhverfisstofnun bendir á hátt verndargildi língresis- og vingulsvist sem er á skipulagssvæðinu og Minjastofnun fer fram á að fornleifafræðingur skrái svæðið sem ekki hefur farið fram. Í umhverfisskýrslunni hefur gróðurfar verið kortlagt og lóðirnar afmarkaðar út frá því. Nefndin fer fram á að landeigandi láti skrá fornleifar á svæðinu og að skýrsla liggi fyrir, fyrir auglýsingu. Svæðið er flokkað sem úrvals landbúnaðarland en nefndin bendir á að tún- og akurlendi eru hvorki slétt né samfelld. Nefndin óskar eftir umsögn Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og HS veitna vegna tillögunnar. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði send til Skipulagsstofnunnar til athugunar fyrir auglýsingu í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir framkomna tillögu. Sveitarstjórn samþykkir að tillagan verði send til Skipulagsstofnunnar til athugaunar fyrir auglýsingu í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

16.Deiliskipulag - Syðsta-Mörk

2205082

Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir 18 lóðum að Syðstu-Mörk. Heimilt verður að byggja allt að 18 íbúðarhús með bílskúr, á einni hæð, hvert um sig allt að 450 m² að stærð, auk 100 m² gestahúsi eða gróðurhúsi.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan verði auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

17.Byggðarráð - 252

2403008F

Lögð fram til umræðu og samþykktar fundargerð 252. fundar byggðarráðs.
Til máls tóku: BO og AKH.
Fundargerð staðfest í heild sinni.

18.Byggðarráð - 253

2404016F

Lögð fram til umræðu og samþykktar fundargerð 253. fundar byggðarráðs.
Fundargerð staðfest í heild sinni.

Fundi slitið - kl. 13:22.