269. fundur 10. september 2020 kl. 12:00 - 16:12 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson oddviti
  • Elín Fríða Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðmundur Jón Viðarsson aðalmaður
  • Lilja Einarsdóttir sveitarstjóri
  • Rafn Bergsson aðalmaður
  • Christiane L. Bahner aðalmaður
  • Guri Hilstad Ólason aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Oddviti setur fund og leitar eftir athugasemdnum við fundarboð, sem engin eru. Oddviti óskar eftir að bæta einu máli við dagskrá fundar, liður 9 Umhverfisverðlaun atvinnulífsins 2020 ósk um tilnefningu sem og að fella út af dagskrá lið 16 209. fundur stjórnar Sorpstöðvar Rangárvallasýslu. Aðrir liðir færast eftir því.
Samþykkt samhljóða.

1.Ábúendatal V-Landeyja; Kynning á sveitarstjórnarfundi

1905040

Þorgils Jónsson fór yfir stöðu vinnu sinnar við ábúendatal í Rangárþingi eystra. Sveitarstjórn samþykkir að halda vinnunni áfram á sömu forsendum og verið hefur.
Samþykkt samhljóða.

2.Samráðsteymi sveitarfélaga vegna Covid-19

2007003

Sveitarstjóra falið að vinna áfram að þeim verkefnum sem nú þegar hafa verið samþykkt og aðlaga áætlaðan kostnað við verkefnin að veittum styrk.
Umrædd verkefni eru Heilsueflandi samfélag, Hönnun hjólreiðastíga, Eitt samfélag og Njálurefill.
Samþykkt samhljóða.

3.Hestmannafélagið Sindri; Ósk um styrk 2020

2009011

Sveitarstjórn samþykkir styrk til æskulýðsstarfs að upphæð 90.000 kr. og reiðvegagerðar í Rangárþingi eystra að upphæð 250.000 kr.
Skv. framkævmdaáætlun sem formaður reiðveganefndar sendi í kjölfar styrkveitingar þess árs, var lagður um 1 km. reiðvegakafli meðfram þjóðvegi 1 við Seljalandsrétt árið 2019. Fyrirhugaðar framkvæmdir fyrir árin 2020 og 2021 er reiðvegagerð við Steinalæk undir Steinafjalli og austur fyrir.
Sveitarstjórn óskar eftir framkvæmdaáætlun og starfsskýrslu æskulýðsnefndar áður en að styrkur verður greiddur.
Samþykkt samhljóða.

4.Styrkbeiðni vegna reksturs Aflsins 2021

2009022

Sveitarstjórn sér sér ekki fært að verða við styrkbeiðni að svo stöddu.
Samþykkt samhljóða.

5.Reglur um styrki til nema í hjúkrurnarfræði; Tillaga

2008055

Lögð fram drög að reglum um styrki til nema í hjúkrunarfræði til að fjölga fagmenntuðu hjúkrunarfólki á Kirkjuhvoli.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða reglurnar.

6.Stytting vinnuvikunnar; skipun í vinnutímahóp

7.Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2020

2009036

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fjárfestingaviðauka 2, að upphæð 21.000.000 kr.
Sveitarstjórn veitir heimild til undirbúnings lántöku vegna fjárfestinga ársins 2020.
Samþykkt samhljóða.

8.Ársþing SASS 29.-30. okt. 2020; Kjörbréf

2009032

Sveitarstjórn samþykkir eftirfarandi fulltrúa til þátttöku á ársþingi SASS og aðalfundi HES.

Aðalmenn
Anton Kári Halldórsson
Elín Fríða Sigurðardóttir
Rafn Bergsson
Lilja Einarsdóttir

Varamenn
Guðmundur Viðarsson
Guri Hilstad Ólason
Christiane L. Bahner

Aðrir fulltrúar
Christiane L. Bahner
Guri Hilstad Ólason

Sveitarstjórn tilnefnir Lilju Einarsdóttur sem fulltrúi á aðalfundi SOS, Anton Kári Halldórsson sem varamann.
Samþykkt samhljóða.

9.Umhverfisverðlaun atvinnulífsins 2020 ósk um tilnefningu

2007038

Sveitarstjórn tilnefnir Hótel Fljótshlíð, Smáratúni, til umhverfisverðlauna atvinnulífsins. Hótelið hefur verið framúrskarandi á sviði umhverfismála undanfarin ár. Sveitarstjóra falið að koma tilnefningunni á framfæri.
Samþykkt samhljóða.

10.TRS; Hýsingar- og rekstrarþjónustusamningur

1912003

Sveitarstjórn samþykkir samninginn samhljóða.

11.Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

2009031

Sveitarstjórn þakkar Elísabetu Björney Lárusdóttur fyrir greinagóða kynningu á verkefninu sem snýr að greiningu á starfsemi Rangárþings eystra m.t.t. heimsmarkmiða sameinuðuþjóðanna. Sveitarstjórn er stolt að því að Rangárþing eystra sé þátttakandi í verkefninu enda mun verkefnið nýtast öðrum sveitarfélögum.
Samþykkt samhljóða.

12.Trúnaðarmál

2009018

Bókun færð í trúnaðarmálabók.

13.Trúnaðarmál

2009017

Bókun færð í trúnaðarmálabók.

14.Umsögn; Ytri-Skógar Kvernufoss; rekstrarleyfi

2009008

Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.

15.Umsögn; Hlíðarvegur 15, rekstrarleyfi

2007029

Sveitarstjórn samþykkir að veita jákvæða umsögn. Umsögn verður endurskoðuð í kjölfar endurskoðunar aðalskipulags Rangárþings eystra.

Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.

16.Skipulagsnefnd - 90

2009003F

  • Skipulagsnefnd - 90 Á 85. fundi Skipulagsnefndar voru samþykktar bókanir vegna athugasemda umsagnaraðila eftir auglýsingu á aðalskipulagsbreytingunni og málinu frestað. Skipulagsnefnd leggur til við Sveitarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt og send til staðfestingar Skipulagsstofnunar skv. 32. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir tillögu að aðalskipulagsbreytingu í Ystabæliskoti og að hún verði send Skipulagsstofnun til staðfestingar skv. 32. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 90 Skipulagsnefnd leggur til við Sveitarstjórn að tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Ormsvöll verði samþykkt sem óveruleg, með grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynna skal fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir tillögu að breytingu á deiliskipulagi við Ormsvöll sem óverulega, með grenndarkynningu, skv. 2. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 90 Skipulagsnefnd leggur til að óskað verði eftir tillögum meðal almennings að nöfnum á þær tvær götur sem ekki hafa fengið heiti innan deiliskipulags Ytri-Skóga. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir að óskað verði eftir tillögum meðal almennings að nöfnum á þær tvær götur sem ekki hafa fengið heiti innan deiliskipulags Ytri-Skóga.
  • Skipulagsnefnd - 90 Skipulagsnefnd leggur til að deiliskipulag verði gert af svæðinu. Í kafla 4.17.5 aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024 kemur fram að ný íbúðarhús á bújörðum skuli vera i ákveðnum tengslum og samhengi við aðra byggð á jörðinni. Einnig að þjónusta við ný hús tengist þeirri þjónustu sem þegar er veitt og að nýjum húsum verði komið fyrir í samræmi við byggingarhefðir og yfirbragð sveitarinnar. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar um að gert verði deiliskipulag á Þórunúpi 1 vegna fyrirhugaðra framkvæmda.
  • 16.5 2009021 Landskipti; Grund
    Skipulagsnefnd - 90 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nöfnin á hinum nýju spildum. Bókun fundar Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við landskiptin og nöfnin á hinum nýju spildum.

17.Bergrisinn; 18. fundur stjórnar; 24.06.2020

2008035

Fundargerð staðfest.

18.79. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu; 27.08.2020

2008067

Fundargerð staðfest.

19.Svæðisskipulagsgerð fyrir Suðurhálendið; fundargerðir og gögn

2009009

1. fundur, liður 1. og 2. fundur, liður 2. Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir að miðað verði við þjóðlendulínu í Rangárþingi eystra við gerð svæðisskipulags suðurhálendisins.
Samþykkt samhljóða.

20.295. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 31.8.2020

2009015

Fundargerð staðfest.

21.205. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands; 02.06.2020

2008061

Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

22.206. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands; 18.08.2020

2008059

Fundargerð lögð fram til kynningar.

23.Samband íslenskra sveitarfélaga; 886. fundur stjórnar

2009007

Fundargerð lögð fram til kynningar.

24.Fjárhagsáætlun Rangárþings eystra 2021-2024

2009033

Fundargerð lögð fram.

25.Hagtölur um atvinnulíf á Suðurlandi með áherslu á ferðaþjónustu

2008070

Sveitarstjórn þakkar fyrir mjög áhugaverða skýrslu og óskar eftir því að starfsmaður SASS komi á næsta fund sveitarstjórnar til að kynna niðurstöður hennar.
Samþykkt samhljóða.

26.Helstu niðurstöður starfshóps um fjármál sveitarfélaga

2009016

Sveitarstjórn vill koma því á framfæri að tölulegar upplýsingar um Rangárþing eystra, sem fram koma í skýrslunni eru að hluta til rangar. Af þeim sökum hafa rangar upplýsingar ratað í fjölmiðla og verið í opinberri umræðu. Sveitarstjórn vill hvetja hlutaðeigandi aðila til að vanda vinnubrögð og leiðrétta rangfærslur í skýrslunni.
Athugasemdum hefur þegar verið komið á framfæri við skýrsluhöfunda.
Samþykkt samhljóða.

28.Um hlutverk og tilgang ungmennaráða sveitarfélaga - hvatning til sveitarfélaga

2008063

Lagt fram til kynningar.

29.Samstarfssamningar sveitarfélaga; leiðbeiningar

2008048

Sveitarstjóra falið að senda erindið á forsvarsmenn viðkomandi byggðasamlaga.
Lagt fram til kynningar.

30.Mat á kostnaðaráhrifum úrgangs úrgangsfrumvarps á sveitarfélög

2009020

þegar er búið að svara erindinu fyrir hönd Rangárþings eystra.
Lagt fram til kynningar.

31.Aðalfundur Vottunarstofunnar Túns ehf. 2020; fundargerð

2009035

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:12.