90. fundur 07. september 2020 kl. 08:00 - 09:00 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Esther Sigurpálsdóttir aðalmaður
  • Anton Kári Halldórsson formaður
  • Lilja Einarsdóttir aðalmaður
  • Þórir Már Ólafsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðmundur Úlfar Gíslason skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðmundur Úlfar Gíslason Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Anna Runólfsdóttir boðaði förföll. Varamaður forfallaðist.

1.Aðalskipulagsbreyting; Ystabæliskot

1908010

Á 85. fundi Skipulagsnefndar voru samþykktar bókanir vegna athugasemda umsagnaraðila eftir auglýsingu á aðalskipulagsbreytingunni og málinu frestað. Skipulagsnefnd leggur til við Sveitarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt og send til staðfestingar Skipulagsstofnunar skv. 32. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Deiliskipulag; Ormsvöllur, breyting

2008016

Skipulagsnefnd leggur til við Sveitarstjórn að tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Ormsvöll verði samþykkt sem óveruleg, með grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynna skal fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða.

3.Breyting á staðföngum; Ytri-Skógar

2009001

Skipulagsnefnd leggur til að óskað verði eftir tillögum meðal almennings að nöfnum á þær tvær götur sem ekki hafa fengið heiti innan deiliskipulags Ytri-Skóga.

4.Fyrirspurn um byggingarleyfi; Þórunúpur 1

2009019

Skipulagsnefnd leggur til að deiliskipulag verði gert af svæðinu. Í kafla 4.17.5 aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024 kemur fram að ný íbúðarhús á bújörðum skuli vera i ákveðnum tengslum og samhengi við aðra byggð á jörðinni. Einnig að þjónusta við ný hús tengist þeirri þjónustu sem þegar er veitt og að nýjum húsum verði komið fyrir í samræmi við byggingarhefðir og yfirbragð sveitarinnar.

5.Landskipti; Grund

2009021

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nöfnin á hinum nýju spildum.

Fundi slitið - kl. 09:00.