111. fundur 04. apríl 2024 kl. 10:00 - 10:45 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Leifur Bjarki Björnsson slökkviliðsstjóri
  • Arnar Jónsson Köhler embættismaður
Fundargerð ritaði: Arnar Jonsson Aðstoðarmaður skipulags- og byggingarfulltrúa
Dagskrá

1.Umsókn um stöðuleyfi - Kebabco ehf.

2403113

Kebabco ehf. óskar eftir stöðuleyfi við Skógafoss.
Skipulags- og byggingarfulltrúi hafnar umsókninni. Deiliskipulag svæðisins gerir ekki ráð fyrir söluvögnum á svæðinu. Landeigandi veitir ekki heimild fyrir söluvögnum á svæðinu.

2.Umsögn vegna starfsleyfis - Hvolsvegur 35

2403125

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir umsögn vegnar starfsleyfisumsóknar VISS - vinnu og hæfnarstöð að Hvolsvegi 35.

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir upplýsingum frá byggingarfulltrúa hvort að umrædd starfsemi uppfylli 1.mgr. 14. gr. í reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti þ.e. ,, Húsnæði, þ.m.t. starfsmannabústaðir, starfsmannabúðir og húsnæði stofnana og fyrirtækja, sem fjallað er um í reglugerð þessari, skulu hafa hlotið staðfestingu leyfisveitanda byggingarleyfis á því að starfsemin sé í samræmi við samþykkta notkun húsnæðisins.
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu starfsleyfis og staðfestir að mannvirkið er á loka byggingarstigi.

3.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Nýibær 2 - Flokkur 2,

2403139

Hraungil ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi. Eiríkur Vignir Pálsson sendi inn teikningar.
ramkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa og jákvæða umsögn Mannvirkja- og umhverfissviðs vegna byggingarhæfi lóða. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af
byggingarfulltrúa.
- Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

4.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Butra 163998 - Flokkur 1,

2403138

Ágúst Jensson sækir um byggingarheimild fyrir þremur gestahúsum. Ívar Hauksson skilaði inn aðaluppdráttum.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við
athugasemdir byggingarfulltrúa. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:

- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.

- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu.

- Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

Fundi slitið - kl. 10:45.